13.04.2015 15:40

Lokamót vetrarleika Sóta

Sylvía Sól Magnúsdóttir var í 1. sæti á Sigurfara frá Húsavík í 17 ára og yngri flokk á opna þrígangsmóti Sóta sem haldið var 11. apríl sl.
Sylvía varð einnig á sama móti í 5. sæti í hindrunarstökki á Sigurfara frá Húsavík.

Opna þrígangsmót Sóta var þriggja leikja mótaröð og stigakeppni þar sem keppt var í tveimur aldursflokkum í smala, brokk og hindrunarstökki og svo ein- tví- og þrígang þar sem Sylvía Sól sigraði stigakeppnina þar sem hún var stigahæst í sínum aldursflokk.

Til hamingju Sylvía Sól með frábæran árangur.

11.04.2015 12:22

Málverk og fl.

Ljósmyndarinn Nikólína Jónsdóttir hefur tekið myndir á viðburðum hjá Brimfaxa og myndir frá henni má m.a. sjá hér: http://brimfaxi.is/photoalbums/261683/
Hún er einnig með flickr myndasíðu sem má finna hér til vinstri á heimasíðunni en til gamans að þá er Lína líka mikill teiknari og málari og myndir frá henni má sjá í myndaalbúminu undir Nikólína.
Við þökkum Línu fyrir að lofa okkur að setja myndirnar hérna inn.

10.04.2015 08:20

Sótamenn í heimsókn

Laugardaginn 18. apríl ætla félagsmenn úr Sóta á Álftanesi að koma í heimsókn til okkar með hesta sína og við förum saman í reiðtúr.
Nánari auglýsing kemur þegar nær dregur.

06.04.2015 13:20

Kilja í 4 sæti með 8,39

Kilja frá Grindavík var flott á vellinum á þeim allra sterkustu og varð í 4. sæti með 8,39 sem eru engar smá tölur.
Knapi og þjálfari Kilju er Jakob Svavar Sigurðsson og óskum við honum og Hermanni til hamingju með frábæran árangur.

Fyrir áhugasama má sjá úrslitin í myndbandinu hér að neðan sem var tekið af hestafrettir.is og Kilju má sjá á mín. 0:10, 1:03, 2:23, 3:09, 4:06, 5:13, 6:10, 6:38 og 6:54

04.04.2015 13:25

Hesta- og menningardagurinn

Myndir frá Hesta- og menningardegi Brimfaxa eru komnar í myndalbúmið sem Jóhanna Harðardóttir og Sylvía Sól Magnúsdóttir tóku.

Forsíðumyndin er af Ólafi R. Sigurðssyni að leggja af stað í reiðtúrinn og myndina tók Jóhanna Ólafsdóttir.

03.04.2015 13:40

Þeir allra sterkustu

Landsliðsnefnd LH heldur töltmótið þeir allra sterkustu og stóðhestakynningu í Sprettshöllinni á morgun laugardaginn 4. apríl.
Keppnin og kynningin er til styrktar Landsliði Íslands fyrir HM í Danmörku í sumar.
Auglýsingu LH má finna á heimasíðu þeirra LHhestar og einnig hér: Allra sterkustu

Kilja frá Grindavík sem er í eigu og ræktuð af Hermanni í Stakkavík mun taka þátt í keppninni allra sterkustu en Kilja er löngu búin að stimpla sig inn sem ein af bestu tölthrossum landsins en 26 hross munu keppa í þessari sterku keppni.

01.04.2015 09:02

Fréttir á heimasíðuna!

Systurnar Halldóra Rún og Ásdís Hildur Gísladætur láta ekki smá kulda aftra sér að fara á bak og þeim Dropa og Krumma líkar vel við félagskapinn frá þeim.

Nú er vonandi að koma vor og hestamenn eru í óðaönn að temja, þjálfa og fara í útreiðar sér til skemmtunar, einnig eru sýningar af öllu tagi í gangi um land allt og keppnistímabilið byrjað af krafti. Félagsmenn eru hvattir til að senda fréttir af sér og sínum í hestaíþróttinni á heimasíðu netfangið [email protected]

31.03.2015 16:06

Páska bingóið

Krakkarnir létu sig ekki vanta á páska bingóið og vinningarnir voru páskaegg af ýmsum stærðum og aukavinningarnir fjölbreyttir.
Allir krakkarnir fengu svo páskaegg nr. 1 með málshætti í lok bingósins.
Nefndin vill þakka veitingastofunni Vör, Hafnargötu 9 fyrir aðstöðuna og öllum sem gáfu páskaeggin og aukavinningana.

Gefendur páskaeggja og aukavinninga voru:

Aðalbraut
Arctic horses
Bláa lónið
Bryggjan kaffihús
Edith betra hár
Einhamar ehf
Hraun Grindavík
Veitingahúsið Brúin
Voot Beita

Myndir má sjá í myndaalbúminu.

30.03.2015 21:55

Folaldasýningin

Folaldasýning Brimfaxa var 28. mars sl.
Úrslit urðu eftirfarandi:

Hestfolöld
1. Ormar frá Stafholti
2. Morri frá Syðra-Langholti

Merfolöld
1. Sævík frá Stafholti
2. Fjóla frá Grindavík
3. Skíma frá Syðra-Langholti

Myndir eru komnar í myndaalbúmið.

28.03.2015 22:09

Páskabingó

Páskabingó æskulýðsnefndar Brimfaxa verður mánudaginn 30. mars kl. 17:00 á veitingastofunni Vör á Hafnargötu 9.

Fullt af páskaeggjum og aukavinningum :)

27.03.2015 14:10

Folaldasýningin á morgun 28. mars

Folaldasýning Brimfaxa verður á morgun laugardaginn 28. mars kl. 13:00 í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu.
Maggi Lár kemur að dæma og veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu merfolöldin og 3 efstu hestfolöldin.
Skráning er hjá Styrmi í síma 824-2413
Styrktaraðili og gefandi verðlauna er Marver ehf.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

26.03.2015 08:27

Framhaldsskólamótið 2015

Aldís Gestsdóttir keppti í fjórgangi í unglingaflokk á úrtökumóti 15. mars sl. fyrir framhaldsskólamótið 2015 og komst inn í aðalkeppnina sem fór fram í Sprettshöllinni 21. mars sl. þar sem hún stóð sig vel.
Aldís keppti á Gleði frá Firði sem er í hennar eigu.

25.03.2015 21:42

FEIF Youth Camp í Þýskalandi 2015

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 28. júní  - 5. júlí 2015 í Berlar í Þýskalandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13 - 17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.  Umsækjendur þurfa að hafi einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilji og geti talað ensku.

Búðirnar eru haldnar í Reitschule Berger í Bestwig-Berlar sem er 150 km fyrir austan Dusseldorf.  Meginþema búðanna í ár verður Sirkus æfingar án hesta. Eftir vikuna verður sett upp sýning sem þátttakendur taka þátt í.  

Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Þýskalandi er sem dæmi:

  • Heimsókn í hið fræga hestasafn Warendorf í Munster.

  • Dagur með heimsmeisturunum Silke Feuchtofen og Jolly Schrenk

  • Heimsókn í skemmtigarðinn "Fort Fun" (www.fortfun.de)

  • Heimsókn í járnnámu sem er í nágrenninu.

  • Einn til tveir dagar í æfingum á hestum.  


Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2015 og skulu umsóknirnar berast á netfangið [email protected] fyrir þann tíma. Í umsókn þarf að koma fram nafn, heimili, kt, sími, félag, reynsla af hestamennsku, ljósmynd og stutt frásögn af umsækjanda.

Þátttökugjald er 590 EUR og hefur hvert land rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

Kveðja frá Æskulýðsnefnd LH

24.03.2015 09:01

Folaldasýning Brimfaxa

Folaldasýning Brimfaxa verður haldin laugardaginn 28. mars kl. 13:00 í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu.
Dómari verður Magnús Lárusson og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu folöldin í hvorum flokk.

Skráning og upplýsingar eru hjá Styrmi í síma 824-2413

23.03.2015 12:32

Tvígangsmót Sóta

Sylvía Sól Magnúsdóttir var í 2. sæti á Fenju frá Holtsmúla í 18 ára og yngri flokk á opna tvígangsmóti hestamannafélagsins Sóta sem haldið var 21. mars sl. á félagssvæði Sóta.

Flettingar í dag: 1111
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 2798
Gestir í gær: 574
Samtals flettingar: 510006
Samtals gestir: 52941
Tölur uppfærðar: 21.5.2024 18:20:04