Hér er vefsíða um íslenska hestinn, þar sem má finna ýmsan fróðleik.
Sælir félagar.
Þar sem okkar ástsæli gjaldkeri varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að lenda í árekstri og slasast, þá ætlum við að færa aðalfundinn aftar. Við setjum hann á miðvikudaginn 22. október kl. 20 og vonumst til að Styrmir verði farinn að braggast. Um leið og við óskum Styrmi góðs bata þá vonum við að þið látið sjá ykkur sem flest á fundinum.
Kv.
Stjórnin.
Á námskeiðið mætir hver nemandi með eitt ótamið unghross sem þó má vera bandvant. Innifalið í verði er aðstaða fyrir hrossin á vinnuhelgum á Miðfossum og hámarksfjöldi nemenda er 12, með eitt hross hver.
Kennari: Sigvaldi Lárus Guðmundsson tamningamaður og reiðkennari við LbhÍ.
Tími: Fös. 7. nóv, kl. 17-19, lau. 8. nóv, kl. 9-17, sun. 9. nóv, kl. 9-17, fös. 14. nóv, kl. 17-19, lau. 15. nóv. kl. 9-17, sun. 16. nóv. kl. 9-17, fös. 28. nóv, kl. 17-19, lau. 29. nóv, kl. 9-17, sun. 30. nóv, kl. 9-17 og fös. 12. des, kl. 17-19, lau. 13. des, kl. 9-17 og sun. 14. des, kl. 9-17 hjá LbhÍ á Miðfossum (96 kennslustundir)
Verð: 89.000kr (matur og gisting er ekki innifalið í verði)
Kæru félagar.
Þar sem Helgi Björs er með tónleika í Salthúsinu 15. okt þá verðum við að hnika aðalfundinum um einn dag og halda fundinn þann 16. okt kl. 20 í Salthúsinu.
Vonandi veldur þetta ekki vandræðum í okkar röðum.
Hlakka til að sjá ykkur hress og kát og tilbúin að takast á við þau verkefni sem bíða ( svo sem 1 stk. reiðhöll. )
Kær kveðja.
Formaðurinn
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Umsóknarfrestur er til 10. október og er upphæð hvers styrkjar 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu ÍSÍ http://www.isi.is/library/
Þriðjudaginn 23. september býður ÍSÍ upp á fararstjóranámskeið í E- sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst námskeiðið kl.17:00 og stendur til 19:30. Gústaf Adolf Hjaltason mun sjá um fræðsluna og veitir hann ýmsar gagnlegar upplýsingar til handa þeim fjölmörgu foreldrum og sjálfboðaliðum sem taka að sér fararstjórn innan íþróttahreyfingarinnar. Námskeiðið verður þátttakendum að kostnaðarlausu og fer skráning fram á [email protected]
Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 29. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á hinum stigunum. Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 25.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði og send á heimilisföng þátttakenda. Þátttökugjald á hin stigin er kr. 18.000.-
Skráning er á [email protected] eða í síma 514-4000 og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 26. sept. Með skráningu þarf að fylgja fullt nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer og taka þarf skýrt fram á hvaða stig verið er að skrá. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.
Allar nánari uppl. um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 & 863-1399 eða á [email protected]
Með bestu kveðju,
Viðar Sigurjónsson
Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri
Þjálfaramenntun ÍSÍ - Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Til þeirra sem eru enn með hesta í félagsgirðingunni.
Þar sem beitin er nánast búin þá þurfa þeir sem eiga hest eða hesta að taka hrossin í síðasta
lagi um helgina.
Kv.
Formaðurinn.
Aðsent
Á morgun 29. ágúst fer fram árlegt Golfmót Hestamanna en mótið verður haldið á Húsatóftavelli í Grindavík.
Dagskrá
10:30 Rútferð frá reiðhöll Spretts í Garðabæ
11:15 Mæting á Húsatóftavöll. Boðið verður uppá léttar veitingar, farið yfir leikfyrirkomulag og liðin kynnt.
12:00 Ræst er út á öllum teigum samtímis.
17:30 Rúta ekur keppendum í Bláa Lónið þar sem keppendum er boðið í slökun í Lóninu
19:30 Fordrykkur í Eldborgarsal Bláa Lónsins. (Rúta ekur keppendum)
20:00 Veisla, verðlaunafhending og taumlaus gleði
Ragnar Eðvarðsson tók fullt af myndum úr Brimfaxaferðinni, þær eru komnar í myndaalbúmið.
Ferðafélagar úr hestaferðinni Fontur - Reykjanestá 2014 komu til Grindavíkur 14. ágúst. Gestum var boðið í kaffi og bakkelsi í hesthúsinu hjá Palla og Mundu áður en haldið var af stað til að ná lokaáfanganum.
Myndir frá komu þeirra til Grindavíkur má sjá í myndaalbúminu. Einnig má sjá myndir og ferðasögur á facebook síðu þeirra undir nafninu Fontur - Reykjanestá 2014.
Kilja frá Grindavík sem er í eigu Hermanns er með hæstan dóm á síðsumarsýningunni á Miðfossum. Hún er með 8,43 fyrir hæfileika og 8,31 í aðaleinkunn.
Dóm Kilju má sjá hér: (tekið af Eidfaxi.is)
IS2007225698 Kilja frá Grindavík
Örmerki: 968000003937784
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Hermann Thorstensen Ólafsson
Eigandi: Hermann Thorstensen Ólafsson
F.: IS1996181791 Geisli frá Sælukoti
Ff.: IS1988188239 Gustur frá Grund
Fm.: IS1986258162 Dafna frá Hólkoti
M.: IS1993285619 Kilja frá Norður-Hvammi
Mf.: IS1990185611 Skafl frá Norður-Hvammi
Mm.: IS1982235751 Framtíð frá Skarði 2
Mál (cm): 144 - 132 - 139 - 65 - 143 - 28,0 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 9,0 - V.a.: 7,4
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 7,5 - 9,0 - 7,5 - 7,5 - 9,0 - 7,5 = 8,13
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 7,5 = 8,43
Aðaleinkunn: 8,31
Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is