13.09.2013 16:23

Góða helgiGóða helgi emoticon

Kveðja, Brimfaxi.

07.09.2013 18:03

Myndir frá 1. maí ferðMyndir frá 1. maí ferð Brimfaxa er komnar í myndaalbúmið.
Brimfaxi þakkar Guðmundu Kristjánsdóttur fyrir myndatökurnar og myndirnar.
emoticon

06.09.2013 12:22

Tölt kennsla

Hér er kennslumyndband um tölt, sem var gert í kennslufræði í Hólaskóla.

04.09.2013 18:10

Stóðréttir haustið 2013Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún.laugardag 7. sept. kl. 9
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag.laugardag 14. sept.
Staðarrétt í Skagafirði.laugardag 14. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag.sunnudag 15. sept. 
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún.sunnudag 15. sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún.sunnudag 15. sept.
Skrapatungurétt í A.-Hún.sunnudag 15. sept. kl. 9
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún.laugardag 21. sept.
Árhólarétt í Unadal, Skag.föstudag 27. sept. kl. 13
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag.laugardag 28. sept.
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún.laugardag 28. sept. Kl. 13.
Deildardalsrétt í Skagafirðilaugardagur 5. okt.
Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf.laugardag 5. okt.
Flókadalsrétt, Fljótum, Skag.laugardag 5. okt.
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún.laugardag 5. okt. kl. 10
Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveitlaugardag 12. okt. kl. 10
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveitlaugardag 12. okt. kl. 13

Tekið af www.bondi.is

31.08.2013 21:08

Helgi frá Stafholti á HM 2013

 
Helgi frá Stafholti keppti í tölti í ungmennaflokk á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín sem var 4 - 8 ágúst sl. og vann silfurverðlaun fyrir hönd Danmerkur.
Knapi og eigandi Helga frá Stafholti er Carolina Poulsen. Helgi og Carolina áttu góða stuðningsmenn í stúkunni eins og má sjá á myndinni hér fyrir ofan.
Þess má geta að Helgi hefur keppt fyrir hönd Brimfaxa á ýmsum mótum og m.a. á Landsmóti hestamanna 2012.
Ræktendur og fyrrum eigendur Helga eru Guðmunda Kristjánsdóttir og Páll J. Pálsson í Stafholti. 
 
 
Hér má sjá myndband af Helga í A úrslitum (knapinn er í rauðum jakka með grænan borða)

(takið copy/paste af linknum ef er ekki hægt að smella á hann!)

16.08.2013 22:26

Hestavísa


Baldvin Halldórsson kvað við mann, er var að skoða hestinn hans:
 
Farðu hægt með folann minn,
hann fæstum reynist þægur.
Hann er eins og heimurinn
hrekkjóttur og slægur.
 
Lesbók morgunblaðsins 1966.

16.07.2013 15:08

RæktunFold frá Grindavík kastaði brúnu hestfolaldi undan Sæ frá Bakkakoti 14. júlí sl.
 
Fold er undan Orra frá Þúfu og Freyju frá Víðivöllum, eigandi og ræktandi hennar Styrmir Jóhannsson.
 
Fold hefur gefið keppnis-og sýningarhross eins og Freyja móðir hennar. Þess má geta að dóttir Foldar hún Stakkavík frá Feti sem er einnig ræktuð af Styrmi var sýnd á Landsmóti hestamanna 2008 í flokki 4 v. hryssa og 2009 keppti hún fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss í flokki 5 v. hryssa. Stakkavík er með 8.31 í ae (aðaleinkunn)
 
Fold frá Grindavík er sýnd með 8.24 í ae og Sær frá Bakkakoti er sýndur með 8.62 í ae og er hann með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
 
Myndin hér að ofan er af Fold og nýköstuðum syni hennar, en fleiri myndir af þeim má sjá í myndaalbúminu hér: http://brimfaxi.is/photoalbums/249941/

09.07.2013 13:20

Félagsfundur á fimmtud.


Kæru Brimfaxafélagar.
Fimmtudaginn 11. júlí kl. 18:00 er ætlunin að hafa almennan félagsfund í Salthúsinu. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Efni fundarins eru málefni tengd hesthúsum, skipulagi, gatnaframkvæmdum, beitarmálum, ferð á Löngufjörur og önnur mál. Byggingarfulltrúar bæjarins mæta og kynna skipulagið fyrir okkur. Vonandi sjáum við ykkur hress, kát, sólbrún eða ryðguð eftir alla rigninguna.
Kær kveðja.
Herra Hilmar formaður.

04.07.2013 14:31

WorldFengurSkuldlausir félagsmenn fá nú aðgang að WorldFeng án endurgjalds. Netpóstur hefur verið sendur út til félagsmanna, ef einhver er með nýtt netfang og hefur ekki fengið póst er þeim bent á að hafa samband við Styrmi á netfangið [email protected]

26.06.2013 07:27

Forkeppni og úrslit í B fl. áhugam.Forkeppni og úrslit í B flokki áhugamanna eru komin. Þau má einnig sjá á heimasíðu Mána. Smella hér: http://mani.is/Frettir/2080/

B flokkur áhugamanna
Forkeppni
Nr Knapi Hestur Litur Aðildafélag Einkunn
1 Cora Claas Kraftur frá Þorlákshöfn Brúnn/milli-einlitt Brimfaxi 7,98
1 Rúrik Hreinsson Flaumur frá Leirulæk Jarpur Máni 8,19
1 Enok Ragnar Eðvarðsson Stelpa frá Skáney Rauður/milli-blesótt Brimfaxi 8,14
2 Valgerður Valmundsdóttir Fenja frá Holtsmúla Brúnn/dökk/sv.einlitt Brimfaxi 8,22
2 Linda Helgadóttir Gyðja frá Læk Brúnn/milli-einlitt Máni 7,88
2 Sigrún Valdimarsdóttir Silvía frá Reykjum Vindóttur/jarp- einlitt Máni 7,89
3 Jón B. Olsen Bruni frá Hafsteinsstöðum Rauður/ljós- tvístjörnótt... Máni 8,29
3 Guðjón Gunnarsson Kristall frá Reykjavík Grár/rauður einlitt Máni 7,9
4 Rúrik Hreinsson Bubbi frá Þingholti Brúnn/milli-skjótt Máni 7,9
4 Enok Ragnar Eðvarðsson Stjarni frá Stafholti Rauður/ljós-stjörnótt Brimfaxi 7,68
4 Cora Claas Ósk frá Kjarri Rauður/milli-stjörnótt Brimfaxi 7,63
A-úrslit
Nr Knapi Hestur Litur Aðildafélag Einkunn
1 Enok Ragnar Eðvarðsson Stelpa frá Skáney Rauður/milli-blesótt Brimfaxi 8,32
2 Rúrik Hreinsson Flaumur frá Leirulæk Jarpur Máni 8,27
3 Jón B. Olsen Bruni frá Hafsteinsstöðum Rauður/ljós- tvístjörnótt... Máni 8,10
4 Valgerður Valmundsdóttir Fenja frá Holtsmúla Brúnn/dökk/sv.einlitt Brimfaxi 8,09
5 Cora Claas Kraftur frá Þorlákshöfn Brúnn/milli-einlitt Brimfaxi 8,07
 

20.06.2013 22:25

VigdísarvallaferðKæru félagar.
Nú er komið að árlegu ferð okkar á Vigdísarvelli um helgina og er meiningin að leggja af stað frá hesthúsahverfinu föstudaginn 21. kl.16.30 (hálffimm) Það kostar 300 kr nóttin fyrir hrossið og er fólk beðið um að taka með sér pening til að greiða gjaldið. Það verður flutt uppeftir hey til að gefa með beitinni sem er orðin frekar lítil.
Svo er bara að muna eftir góðaskapinu og tjaldinu og einhverju til að grilla. Góða ferð.
Kv.
Herra Hilmar formaður.

18.06.2013 19:50

Arctic horses - reiðnámskeið


Nú eru skemmtilegu reiðnámskeiðin hjá Arcitc hestum í samstarfi við hestmannafélagið Brimfaxa hafin. Námskeiðin standa í 5 daga í 2,5 klst í senn og fá öll börn viðurkenningu og pylsuveislu í lok námskeiðs.

Boðið verður upp á námskeið sem eru getuskipt og ættu að henta öllum. Á námskeiðinu fá börnin að umgangast, annast og fræðast um íslenska hestinn og svo förum við auðvitað í skemmtilega reiðtúra.

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 848-0143 (Jóhanna).

Hlökkum til að sjá sem flesta.
Jóhanna og Sylvía Sól.

15.06.2013 19:11

Jónsmessa


21 - 23 júní nk. er hin árlega Jónsmessuferð.
 
Margra áratuga hefð er fyrir Jónsmessuferð hestamanna, í daglegu tali hjá hestamönnum í Grindavík og nágrenni er ferðin kölluð Vigdísarvallaferð.
 
Hér er smá fróðleikur af Wikipekia um Jónsmessu: http://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3nsmessa
Jónsmessa er fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Rómarkirkjan ákvað að haldið skyldi upp á fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara á þessum fornu sólstöðuhátíðum á stysta og lengsta degi ársins á norðurhveli.
;Eins er það með venjur á Jónsmessunótt að á íslandi var ekki sama trúin á mikil drauga eða nornalæti, kannski vegna þess að þær verur þola illa dagsins ljós og þessi nótt nær dagsbjört og því ekki neitt myrkur til að hræðast hvað leynst gæti í því. Þó þótti Jónsmessunótt ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins ásamt jólanótt, nýjársnótt og þrettándanótt en allar þessar nætur eru nálægt sólhvörfum. Margur af þeim átrúnaði sem þessum nóttum tengdist var hinn sami, eins og að þær væru góðar til útisetu á krossgötum, kýr tali og selir fari úr hömum sínum.;
 

12.06.2013 23:16

Úrslit


Úrslit frá hestaþingi Mána og Brimfaxa eru komin á Mánavefinn, sjá hér: http://mani.is/Frettir/2080/
(Úrslit frá B-flokki áhugamanna vantar en koma fljótlega á vefinn hjá Mána sem og Brimfaxa)
 
Brimfaxi þakkar Mána fyrir samstarfið og öllum þeim sem störfuðu við mótið. 
 
Efstu keppendur Brimfaxa er hér sem segir,
B-flokkur áhugamanna:
1. Stelpa frá Skáney. Knapi: Ragnar Eðvarðsson.
2. Fenja frá Holtsmúla. Knapi: Valgerður S. Valmundsdóttir.
3. Kraftur frá Þorlákshöfn. Knapi: Cora Jovanna Claas.
 .
Ungmennaflokkur:
1. Glaumur frá Miðskeri. Knapi: Katrín Eyberg Rúnarsdóttir.
 
Tamningaflokkur
1. Messa frá Stafholti. Knapi: Anna Björk Ólafsdóttir.

10.06.2013 11:15

HestagirðingHestagirðingin opnar miðvikudaginn kl. 20:00.

Umsjónarmaður með henni er Ólafur Sigursson (Óli bóndi) síminn hjá honum er 696-6637. Gjaldið er 4000 kr. á hest fyrir mánuðinn, 2000 kr. fyrir hálfan. Ekkert daggjald.

MIKILVÆGT ER AÐ LÁTA VITA ÞEGAR HESTUR ER SETTUR INN Í GIRÐINGUNA EÐA TEKINN ÚT.

ÓLI 696-6637.

Flettingar í dag: 330
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 586
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 590129
Samtals gestir: 62589
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 15:42:15