05.05.2013 19:40

Þakkir

 

Hestamannafélagið Brimfaxi vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu okkur fyrir innanfélagsmótið okkar og alla þá velvild og stuðning sem okkur hefur verið sýndur. Það er ómetanlegt að finna fyrir jákvæðni og velvild í okkar garð sem gerir okkur auðveldara að byggja upp félagsstarfið. Eflum andann og treystum unglingastarfið.
Takk kærlega fyrir.
Fyrir hönd Brimfaxa.
Hilmar K. Larsen formaður.

04.05.2013 11:35

Alþingiskosningarnar

 
Haraldur Hjálmarsson tók þessa mynd þegar hestamenn fóru ríðandi á kjörstað .
Ljósmyndasíðu Haralds má sjá hér: http://www.flickr.com/photos/[email protected]/
 

02.05.2013 16:54

Dagskrá fyrir töltmótið 4. maí

 
14:00 - Barnaflokkur (teymingarflokkur)
14:30 - Barnaflokkur
15:00 - HLÉ
15:15 - Kvennaflokkur 2
15:30 - Karlaflokkur 2
15:45 - Kvennaflokkur 1
16:00 - Karlaflokkur 1

28.04.2013 23:24

Skálareið

 

Sælir Félagar.
Miðvikudaginn 1. mai verður Skálareiðtúrinn okkar, lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 13 stundvíslega.
Kaffi og eitthvað með því á áfangastað. Spáin er góð fyrir miðvikudag og vonandi geta sem flestir tekið þátt í þessu
með okkur. Sjáumst hress og kát.
Kv. Stjórnin.

25.04.2013 22:30

Kosningar

 
Laugardaginn 27. apríl ætlum við að fara ríðandi á kjörstað.
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 14:00
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja, stjórnin.

23.04.2013 09:39

Töltmót Brimfaxa

Töltmót Brimfaxa verður haldið á hringvellinum laugard. 4. maí kl. 14:00.
 
Mótið er fyrir félagsmenn Brimfaxa og keppt verður í hægu tölti og fegurðartölti.
(Hægt tölt á vinstri hönd. Snúið við og fegurðartölt (frjáls ferð) á hægri hönd).
2-3 inná í einu.
 
Keppt verður í:
Karlaflokkur 1 og 2
Kvennaflokkur 1 og 2
Barnaflokkur
Barnaflokkur (teymingarflokkur)
 
Flokkur 1 er fyrir þá sem eru meira vanir keppnum.
Flokkur 2 er fyrir þá sem hafa lítið eða aldrei keppt.
 
Í barnaflokk er keppt í 2 flokkum.
Barnaflokkur - keppa sjálf.
Barnaflokkur - teymandi flokkur.
 
Þáttökugjald er 1500 kr. í kvenna og karlaflokk en frítt í barnaflokk.
Keppendur mega skrá fleiri en 1 hest, en þá er það 1500 kr. á 1 hest og 500 kr. á hest eftir það.
 
Vegna pöntun á verðlaunapeningum er nauðsynlegt að skrá sig í alla flokka.
Skráning er í síma 661-2046 eða á netfangið [email protected]
Síðasti skráningardagur er sunnudagskvöldið 28 apríl.
 
Greiða má þáttökugjaldið með því að leggja inn á reikning Brimfaxa í gegnum heimabanka. Reikningsuppl. verða gefnar upp við skráningu.
 
Á meðan mótinu stendur, fá allir grillaðar pylsur, gos og kaffi.
 
Einhamar ehf. er styrktaraðili mótsins.
 
Kveðja
Móta- æskulýðs- vallarnefnd og stjórn.

21.04.2013 20:43

Skemmtileg krakkaferð.

 
Í blíðskaparveðri var farin skemmtilegur reiðtúr í dag með yngstu meðlimi Brimfaxa. Ferð á feti var slagorðið. Eftir reiðtúrinn fengu allir hressingu og farið var í leiki.
Myndir frá ferðinni eru í myndaalbúminu.
 
Kv. Æskulýðsnefnd.

18.04.2013 08:05

Ferð á feti!

 
Næstkomandi sunnudag 21. apríl ætlar æskulýðsnefndin að hafa sameiginlegan reiðtúr "ferð á feti" ef veður leyfir.
 
Það verður farið mjög rólega (bara fetað) og allir saman í hóp.
Foreldrar eru hvattir til að koma með og þeir sem vilja geta labbað með og teymt undir krökkunum ef þau eru óvön.
Þegar við komum tilbaka fáum við okkur hressingu og förum í leiki.
 
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 12:00 og farið eitthvað út í buskann (ekki langt)
 
Vonandi sjáum við sem flesta.
 
Kveðja
Æskulýðsnefnd.

17.04.2013 07:37

Þorbjarnarreið

 
Laugardaginn 20. apríl verður farin hin árlega Þorbjarnarreið.
 
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 14:00

15.04.2013 17:13

Kvennatöltið í Víðidal

 
Kvennatöltið í Víðidal var haldið 13. apríl sl.
 
Brimfaxi átti keppanda á mótinu en Valgerður S. Valmundsdóttir keppti á Fenju frá Holtsmúla og voru í 2. sæti í B-úrslitum í flokki minna vanar.
 

12.04.2013 22:30

Árshátíð Brimfaxa 19. apríl

Þann 19 apríl verðum við með árshátíð okkar í Salthúsinu. Reiðmenn vindanna verða með tónleika eins og í fyrra og við komum saman og borðum og sprellum eitthvað og sýnum á okkur sparihliðarnar.

Til þess að halda miðaverðinu í lágmarki þá ætlum við að hafa pottrétt Láka spes, kaffi og konfekt.

Miðaverð 5100 pr mann.

Vinsamlegast látið formanninn vita fyrir þriðjudag ef þið ætlið að gleðjast með okkur á netfangið [email protected] eða í síma 898 5696.

12.04.2013 22:15

Íþróttamót Mána - skráning

Minnum á að skráning á opna íþróttamót Mána 19 - 21 apríl, lýkur mánud. 15. apríl á miðnætti.

 
Einnig er í boði að skrá sig á netfang Mána: [email protected]
 
Sjá auglýsingu um mótið hér: http://www.brimfaxi.is/blog/2013/04/06/657417/

10.04.2013 15:29

Sýnikennsla - Töltþjálfun



Minnum á sýnikennsluna: Töltþjálfun, sem Cora J. Claas verður með í reiðhöll Palla og Mundu, annað kvöld (11 apríl) kl. 20:00

500 kr. aðgangseyrir og allir velkomnir.

10.04.2013 15:14

Sameiginlegur vinnufundur




Formaður Brimfaxa og tveir stjórnarmeðlimir tók þátt í vinnufundi um stefnumörkun í íþróttamálum sem haldinn var í Grunnskóla Grindavíkur 8 apríl sl.
 
Makmið fundarins var að ná fram sameiginlegum markmiðum Grindavíkurbæjar og íþróttahreyfingarinnar um íþróttasktarf í samfélaginu.
 
Nánar má sjá um fundinn hér:

08.04.2013 13:16

Reiðnámskeið barna

Reiðnámskeið fyrir börn er að hefjast.

Kennsludagarnir eru 5 dagar, kennt verður:
Mánud. - 15 apríl
Miðvikud. - 17 apríl
Mánud. - 22 apríl
Miðvikud. - 24 apríl
Mánud. - 29 apríl
 
Tímasetningar er sem hér segir:
15:30 - 16:30 Yngri - minna vön
16:30 - 17:30 Eldri - meira vön.
 
Miðað er við lágmark 5 í hóp.
Ef næst ekki nægileg þáttaka verður krökkunum skipt í hálftíma og hálftíma kennslu í senn, en þá er miðað við lágmark 3 börn í hóp.
Þá yrði tímasetningin svona:
15:30 - 16:00 (minna vanir)
16:00 - 16:30 (meira vanir)
 
Krakkarnir koma með hesta sjálf á námskeiðið.
 
Hestamannafélagið niðurgreiðir námskeið og því er verð pr. barn er 700 kr. tíminn. Alls 3500 kr.
 
Ef tíminn verður settur í hálftíma, þá er það helmingur af ofangreindu verði sem pr. barn borgar.
 
Vinsamlegast athugið að greiða fyrir námskeiðið í fyrsta tímanum.
 
Keppnisnámskeið fyrir börn mun einnig hefjast á þessum tíma, hafið samband ef er áhugi að skrá sig á það námskeið til að fá upplýsingar um tímasetningu, verð og fyrirkomulag.
 
Námskeiðinu verður svo slúttað á töltmóti Brimfaxa laugardaginn 4 maí, þar sem nemendur sem vilja, mæta og keppa í sínum flokk og fá grillaðar pylsur og gos.
 
Kennarinn verður Cora J. Claas.
 
Þeir sem ætla á námskeiðið eru beðin um að skrá sig sem fyrst, en í síðasta lagi föstudaginn 12 apríl.
 
Skráning er á netfangið: [email protected] og í síma 844-6967
 
Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.
Flettingar í dag: 167
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 278
Gestir í gær: 83
Samtals flettingar: 284031
Samtals gestir: 23223
Tölur uppfærðar: 5.6.2023 09:39:14