Framhaldsaðalfundurinn er í kvöld kl. 20:00 í Stakkavík.
Það verður mikið um að vera en aðalefni fundarins eru reikningar og önnur mál. Eftir fundinn verður skrifað undir styrktarsamninga vegna reiðhallarinnar og reisingu á reiðhöllinni og flottar veitingar verða í boði.
Framhaldsaðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 29.1. kl. 20.00 í Stakkavík.
Málefni:
Reikningar félagsins.
Önnur mál.
Skrifað undir samning um reisingu á reiðhöllinni.
Kveðja, Stjórnin.
Þorrareið Brimfaxa verður laugardaginn 26. janúar næstkomandi.
Lagt verður af stað frá reiðhöll Palla og Mundu kl. 14:00
Kveðja
Stjórnin.
Það má segja að það fjölgar hrossum í Grindavík, því 21. janúar 2013 kastaði hryssan Elja frá Grindavík brúnstjörnóttu hestfolaldi.
Þau voru tekinn á hús og það fer vel um þau í hlýjunni í hesthúsinu og sá litli fær án efa nafn fljótlega.
Fimmtudaginn 17. janúar nk. kl. 20:00 verður Cora Jovanna Claas með sýnikennslu í eðli og atferli hestsins í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu.
Dagskrá 2013 er komin á vefinn og má sjá hér að ofan undir tenglinum "Dagskrá 2013"
Í nóvember sl. kastaði hryssan Rák frá Brekkum hestfolaldi öllum að óvörum. Litla folaldinu og móður var komið á hús eftir köstun og sá litli dafnar vel og er sprækur og fjörugur.
Járning og hófhirða:
Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.
Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest/hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.
Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum.
Tími:Lau. 12. jan., kl. 10:00-18:00 og sun. 13. jan., kl. 9:00-16:00 (19,5 kennslustundir) í HestamiðstöðLbhÍ á Miðfossum.
Verð: 22.900kr. (kennsla, gögn, aðstaða fyrir hest og veitingar).
Minnum á Starfsmenntasjóð bænda -www.bondi.is og aðra stéttarfélagssjóði.
Skráningar í gegnum nýtt kerfi -www.lbhi.is/namskeid
Endurmenntun LbhÍ. Landbúnaðarháskóli Íslands / Agricultural University of Iceland.
tel: 433 5000 - e-mail: [email protected]
Á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum (eða eftir samkomulagi) verður boðið upp á einkakennslu í vetur hjá Coru í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu.
Einnig verður hægt að panta tíma með stuttum fyrirvara og í boði verða 30 mín. eða 1 klst. í senn.
Hafið samband sem fyrst eftir að hrossin eru komin á hús til að byrja í kennslu, við getum einnig skipulagt skammtíma- og langtímamarkmið fyrir þig og hestinn þinn sem við förum eftir í vetur.
Kær kveðja
Cora Jovanna Class
S: 844-6967
Netfang: [email protected]
Knapamerkjanámskeið 3 verður haldið í vetur í reiðhöllinni hjá Palla Jóa og Mundu.
Skilyrði til að geta farið á það námskeið er að vera búin með knapamerki 1 og 2.
Námskeiðið hefst 15 janúar 2013.
Áhugasamir hafi samband við Coru fyrir 30 desember 2012.
Cora:
Símanr. 844-6967
Netfang: [email protected]
Aðalfundurinn var haldinn þann 17 des. 2012. Gerðar voru breytingar á félagsgjöldum, stjórn og nefndum.
Félagsgjöld fyrir 2013 og nýjan stjórnar- og nefndarlista má sjá undir tenglinum "um félagið" hér að ofan. Vetrardagskrá Brimfaxa kemur svo fljótlega og framhaldsaðalfundur verður svo haldinn í byrjun árs 2013.
Kveðja, Stjórnin.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is