Nokkrar myndir frá Brimfaxamótinu sem haldið var 12 maí sl. eru komnar í myndaalbúmið.
Ef einhver á fleiri myndir frá mótinu eða skemmtilegar myndir af hestamennsku í Grindavík endilega senda myndir á netfangið [email protected]
Nú er komið að hinni árlegu ferð okkar á Vigdísarvelli sem er helgina 22.-24.júní.
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu korter í fjögur (15:45) föstud. 22.júní.
Kveðja, ferðanefnd.
Setningarathöfn landsmóts hestamanna verður fimmtud. 28 júní milli kl. 20:30 -21:30.
Brimfaxi óskar eftir 3-4 félagsmönnum til að taka þátt í hópreiðinni sem hestamannafélögin mynda á setningarathöfninni.
Ekki verða gerðar kröfur um að þeir sem taka þátt í reiðinni verði í félagsbúningi Brimfaxa.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt, hafið samband við Valgerði í s: 661-2046 (siminn) eða 776-2046 (nova) eða á netfangið [email protected] fyrir föstud. 22 júní.
Brimfaxi hefur sent inn til LH útlit á félagsbúningi Brimfaxa.
Félagsbúningur Brimfaxa er:
Svartur jakki með merki félaginu.
Hvít skyrta.
Turkish blátt bindi.
Hvítar reiðbuxur.
Svört stigvél.
Hægt er að fá keypt merki félagsins hjá Jónínu í s: 896-8597.
Kveðja, stjórnin.
Bjarni Þór Bjarnason býður hestamönnum á myndlistasýningu sína "Hestar" sem opnuð verður laugard. 23. júní 2012 kl. 13:00-16:00.
Sýningin er í Gallerí List Skipholti 50A. í Reykjavík og stendur til 5. júlí 2012.
Litlu folöldin eru byrjuð að líta dagsins ljós í Grindavík.
Þetta fallega brúna merfolald og brúntvístjörnótta hestfolald er í eigu Kára Ölvers. og Elku Mist Kárad.
Það brúntvístjörnótta er undan Sambersyninun Adrían frá Ísólfsskála og Afródítu frá Lambhaga sem er undan Hróðsyninun Nikulás frá Langholtsparti sem er sammæðra honum Markúsi frá Langholtsparti.
Næstkomandi sunnudag 10.6. kl. 13:00 verður beitarhólfið opnað fyrir félagsmenn og gjaldið pr. hest 3500 á mánuði.
Kveðja, Stjórnin.
Hestamannafélagið Sóti er að skipuleggja viðburð á LM sem kallast Ríðum á Landsmót. |
![]() |
Hestamannafélagið Sóti er að skipuleggja viðburð á LM sem kallast Ríðum á Landsmót. Hestamannafélögin á stór-höfuðborgarsvæðinu munu taka þátt í þessu með þeim en lagt verður af stað frá Bessastöðum, sunnudaginn 24. júní kl. 11:00. Síðan verða hestamannafélögin sótt í hópinn, eitt af öðru.
Hersingin endar síðar frá Almannadal kl. 15:00 þar sem við ríðum inn á stóra völlinn í Víðidal. Þetta á að vera hestaferða-fílingur, skálmar, hnakktöskur og tilheyrandi. Sörlafélagar eru hvattir til að taka þátt í þessu og taka daginn frá. Nánari útfærsla verður auglýst þegar nær dregur. Drög af dagskrá og minnispunktar eru eftirfarandi: Sunnudagurinn 24. júní • Fyrst og fremst kynning á Landsmóti • Lagt af stað frá Bessastöðum kl. 11:00 • Komið í Sörla kl. 13:00 (Sóti, Máni og Brimfaxi) • Gustur/Andvari kl. 14:00 • Almannadalur kl. 15:00 (Fákur og Hörður) • Stóri hringvöllurinn – Fákur tekur á móti hópnum með viðhöfn
• Hver félag skipuleggur leiðina til næsta félags t.d. Sörli skipuleggur reiðina frá þeim og yfir til Andvara/Gusts o.s.frv. • Hópstjórar eru ábyrgir fyrir að auglýsa reiðina innan síns félags • Pálmi bæjarstjóri hefur þegið boð um að ríða með okkur, beðið er svara frá Dorritt – stefnum á að fá lögreglufylgd yfir Engidalinn
• Lagt af stað frá Bessastöðum • Meðfram Gálgahrauni • Gegnum nýja hverfið við Álftanesveg að Engidal • Framhjá Fjarðarkaupum og í gegnum iðnaðarhverfið • Yfir ljósin hjá Góu • Gegnum Urriðakotsland og út á reiðveginn þar
• Á reiðvegi til reiðhallar Sörla
• Þar af ca 3-4 á malbiki Kemur þú ekki örugglega með • Mikill hugur hjá hinum félögunum • Það verður bara gaman! Hestamannafélagið Sóti |
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is