04.10.2021 21:44

Fyrirlestur/fræðsla - Susanne Braun


Susi dýralæknir (Susanne Braun) ætlar að koma og halda fyrirlestur 
fimmtud. 25.nóvember klukkan 19:00.

24.09.2021 21:59

Nýr reiðvegur


Brimfaxi fékk leyfi til að framkvæma nýjan reiðveg (svokallaðan Míluveg) sem sést teikuð á meðfylgjandi mynd.
Framkvæmdur vegur verður 5-600m og er hann áframhald á veginum á gamla girðingarstæðinu austur að Húsafelli þar sem hann styttir hringleiðir til muna.

24.09.2021 21:52

Hæfileikamótun LH - umsóknir óskast


LH auglýsir eftir umsóknum í hæfileikamótun LH veturinn 2021 til 2022, fyrir 14-17 ára (unglingaflokkur). Umsóknarfrestur er til 4. október.
Nánari upplýsingar hér: HÆFILEIKAMÓTUN

23.09.2021 22:51

Krakkafundur


JÆJA!
Nú förum við að henda æskulýðsstarfinu í gang og tökum veturinn með trompi.
Við viljum fá alla krakkana (bæði þá sem eiga hesta og þá sem eiga ekki hesta) á smá fund í félagsaðstöðunni á fimmtudaginn í næstu viku (30.sept) og fá hugmyndir af viðburðum og öllu sem ykkur dettur í hug sem við getum gert saman í vetur (og vor og sumar!)??
Reiknum með að byrja klukkan 17:30 og hver veit nema við gerum eitthvað skemmtilegt eftir fundinn??
Hlökkum til að sjá ykkur!
Æskulýðsnefndin.

05.09.2021 22:12

Framlenging sérstakra frístundastyrkja fyrir börn


Félags- og barnamálaráðherra hefur framlengt sérstaka frístundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og verður nú hægt að sækja um styrki út árið 2021. Þá hefur ráðuneytið einnig gengið frá samningi við Abler um að hægt verði að sækja um styrkina með sambærilegum hætti og hefðbundinn frístundastyrk sem sveitarfélögin veita, eða við skráningu barns í íþrótt eða tómstund í gegnum rafrænt skráningarkerfi Sportabler. Stefnt er að opna fyrir umsóknir í vikunni að loknum prófunum á virkni kerfisins.

Hægt er að sækja sérstakan frístundastyrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2006-2015 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 787.200 kr. á mánuði á tímabilinu mars - júní 2021. Styrkurinn er 25.000 kr. á hvert barn til áramóta og rúmlega 13.000 börn eiga rétt á styrknum. Stefnt er á að veita sams konar styrk eftir áramót.

Nánari upplýsingar er að finna í frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/08/27/Serstakir-fristundastyrkir-ut-arid-og-sott-um-gegnum-Sportabler/

01.09.2021 19:36

Viðtal við Heiðu í HestafréttumSkemmtilegt viðtal við Heiðu Heiler í hestafréttum.

21.07.2021 23:01

Magnús Máni flottur á Íslandsmóti


Magnús Máni keppti á Stelpu frá Skáney í tölti T1 unglinga á Íslandsmóti barna og unglinga sem haldið var í Sörla í Hafnarfirði. 
Alls voru 53 keppendur í hans flokki sem var feiknasterkur þar sem lágmarkstala til að komast í úrslit var 7,0.
Myndina tók Brynja Gná Heiðarsdóttir @brynjagna_photos

04.07.2021 22:04

Íslandsmót í hestaíþróttum


Íslandsmót í hestaíþróttum var haldið á Hólum í Hjaltadal 30 júní - 4 júlí 2021.
Breyting var á keppnisreglum 2021 að keppendur í fullorðins- og ungmennaflokkum urðu að vinna sig inn á stöðulista
þar sem 20 efstu pör í ungmennaflokkum áttu þátttökurétt. 
Sylvía Sól keppti á Reinu frá Hestabrekku urðu þær í 3 sæti í B-úrslitum í tölti ungmenna.
Til hamingju Sylvía Sól og Reina. 

13.06.2021 21:35

Vigdísarvallaferð


Stefnt er á að fara Vigdísarvallaferð um jónsmessuna 18-20 júní ef veður leyfir.
Nánar síðar. 

13.06.2021 21:31

Girðingarvinna


Þessa dagana er unnið í að girða nýja beitarhólf Brimfaxa.
Hið nýja hólf tekur við af því gamla og Brimfaxi hefur unnið að því síðustu
ár að græða landsvæðið upp.
Annar helmingur landsins er að verða tilbúin til notkunnar en seinni helmingur er enn í uppgæðslu.
Vonir standa til að með nýju hólfi verði aðstaða fyrir reiðhross bæði fyrir sumar og haustbeit.

12.06.2021 22:05

BeitinHólfið fyrir ofan reiðhöllina er klárt.
Hross sem eru skaflajárnaðir mega ekki fara í hólfið.
Þeir sem ætla að setja í hólfið látið Jóhönnu vita í síma 848-0143

10.06.2021 22:31

Sumarnámskeið Arctic Horses


Skráning er hafin á sumarnámskeið Arctic Horses. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við hestamannafélagið Brimfaxa og eru sem fyrr 5 dagar í senn í 2,5 klst. hvert skipti (nema annað sé tekið fram).
Námskeiðin eru fyrir 6 ára og eldri. Krakkarnir mæta klæddir eftir veðri og með nesti í bakpoka nema síðasta daginn, þá verður boðið upp á grillaðar pylsur og djús. 
Ef ekki næst næg þátttaka verður námskeiðið fellt niður í þeirri viku og ef eftirspurn er mikil reynum við að bæta við fleiri námskeiðum.

Dagsetningar eru eftirfarandi:

14.-18.júní (4 dagar)
21.-25.júní
28.júní - 2.júlí
5.-9.júlí
12.-16.júlí
19.-23.júlí
9.-13.ágúst
16.-20.ágúst
23.-28.ágúst (eftir skóla)

Frekari upplýsingar og skráning í síma 848-0143 (Jóhanna)

08.06.2021 22:20

Mosfellsbæjarmeistarmót


Á opnu Mosfellsbæjarmeistaramótinu sem haldið var um sl. helgi átti Brimfaxi 2 fulltrúa í 4 greinum.
Systkinin Magnús Máni og Sylvía Sól kepptu í tölti og fjórgangi og niðurstöður í úrslitum urðu að 
Sylvía Sól var í 3 sæti í fjórgangi V2 á Spyrnu frá Sólvangi og 2.sæti í tölti T1 á Reinu frá Hestabrekku.

03.06.2021 22:33

Aukið öryggi hestaíþróttamanna


Fjögur viðvörunarmerki hafa verið sett upp við Austurveg og Suðurstrandarveg þar sem reiðvegir þvera veg og sérstök ástæða er til að vara við umferð reiðmanna.

24.05.2021 22:13

Úrslit


Sæl öll og takk fyrir skemmtilegt grímutölt!
Hér eru niðurstöður kvöldsins:
Pollaflokkur
Atli Lórenz og Kristall
Alexander Óli og Gosi
Báðir hlutu búningaverðlaun.
Barnaflokkur
1. Íris Mjöll og Gosi
2. Sindri Snær og Köggull
3. Sigríður Eva og Tvistur
Búningaverðlaun hlutu Sindri Snær og Köggull.
Unglingaflokkur
1. Díana Ösp og Særún
2. Magnús Máni og Stelpa
3. Lilja Rós og Ægir
4. Halldóra Rún og Héla
5. Guðmundur og Tracy
Búningaverðlaun hlutu Lilja Rós og Ægir.
Fullorðinsflokkur
1. Sylvía Sól og Reina
2. Ragnar og Askja
3. Rúrik og Siggi Sæm
4. Patricia og Flytjandi
5. Jón Ásgeir og Dagur
Búningaverðlaun hlutu Sylvía Sól og Reina
Papa´s Pizza og Fish House styrktu okkur um búningaverðlaunin og viljum við þakka þeim kærlega fyrir. Einhamar er síðan aðal styrktaraðili mótaraðarinnar!
Planið er síðan að halda eitt lokamót þar sem keppt verður í t.d. fetkappreiðum og gostölti eða einhverju álíka. Þá verða líka krýndir stigahæstu knapar mótaraðarinnar.
Flettingar í dag: 3675
Gestir í dag: 280
Flettingar í gær: 1612
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 549178
Samtals gestir: 58833
Tölur uppfærðar: 21.6.2024 23:42:04