Skráning er hafin á sumarnámskeið Arctic horses og Brimfaxa.
Byrjað að skrá á eftirfarandi og bætum svo við ef eftirspurnin er mikil:
12-16 júní eftir hádegi (mánudagurinn frá 12:30-15:00 hinir 13:00 -15:30)
19-23 júní fyrir hádegi 9:30-12:00
26-30 júní fyrir hádegi
3-7 júlí eftir hádegi
10-14 júli eftir hádegi
31 -4 ágúst eftir hádegi
8-11 ágúst (4dagar) fyrir hádegi
14-18 ágúst eftir hádegi
Endilega hafa samband í 848-0143 ef það eru einhverjar spurningar.
Lítill fugl spæjaði í vetrarstarfið hjá æskulýðsnefndinni.
Atkvæðagreiðsla er í gangi hjá krökkunum á æskulýðsfacebook síðunni en kosið er um:
-Reiðtúr og gista á Völlunum
-Vorhátíð
-Uppskeruhátíð
-Bling bling beisli hjá Siggu Pjé
-Sleepover
Það eru líka komin drög að dagskrá en í boði verður m.a.
Hinni Sig - fyrirlestur, jólaviðburður, páskabingó, krakkafjör, nuddnámskeið,
kíló og sparkó á móti fullorðna fólkinu, kerruferð, heimsókn í annað félag,
XC keppni, óvissuferð, skemmtiferð og fl.
Aðalfundur Brimfaxa var haldin 8. nóvember 2022 kl. 20:00
Ný stjórn og nýjar nefndir má finna hér að ofan undir
hestamannafélagið Brimfaxi.
Brimfaxi er komin á vefsíðuna fristundir.is.
Vefurinn er frístundavefur sem geymir upplýsingar um frístundastarf
fyrir alla aldurshópa sem í boði er á öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum.
Fristundir.is
Amalía Lilja Kristleifsdóttir dýralæknir mun halda fræðsluerindi
um holdafar föstudaginn 28 okt. kl. 19:00
Þeir sem ætla að koma mega senda póst á [email protected]
og láta vita í síðasta lagi miðvikud. 26. okt.
Opið er fyrir umsóknir í Hæfileikamótun veturinn 2022-2023. Hæfileikamótun er fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára og á síðasta ári voru 29 knapar valdir af yfirþjálfara Hæfileikamótunar. Tekið er á móti umsóknum í hæfileikamótun LH 2020-2023 á vef LH. Umsóknarfrestur er 25. október 2022 SMELLA HÉR: Umsóknum skal skilað á sérstöku eyðublaði á vefsíðu LH
|
|
FÉLAGSJAKKAR!
Þá erum við loksins komin með tilboð í félagsjakka. Við fáum að velja um þrjá jakka frá Icewear.
(Það má kaupa sér fleiri en einn jakka)
Því miður getum við ekki fengið jakkana til okkar og haft mátunardag þannig að það þarf að fara í verslun Icewear til þess að skoða og máta.
Við stefnum á að leggja inn pöntun mánudaginn 7.nóvember þannig að það þyrftu allir að vera búnir að máta fyrir þann dag.
Það má síðan senda á [email protected] hvernig jakka á að panta og í hvaða stærð.
Allar nánari upplýsingar má fá hjá Sylvíu Sól.
Aðalfundur verður haldinn 8. nóvember 2022
Venjuleg aðalfundarstörf. |
Tek að mér tamningu/þjálfun á einum til tveimur hestum í vetur. Get ekki tekið að mér frumtamningu. Ég er 16 ára og stunda nám í FS. Hef keppnisreynslu og er með 1-3 stig í knapamerkjum ásamt því að taka keppnisnámskeið hjá Þórarni Eymundssyni. Endilega hafið samband við mig í síma 837-4713 Karin Thelma Bernarðsdóttir |
Hinrik Sigurðsson, reiðkennari og þjálfari ÍSÍ með hugarþjálfun sem sérsvið
verður með fyrirlestur miðvikudaginn 23 nóvember 2022 kl. 18:00
Búið er að opna stóra beitarhólfið.
Þeir sem vilja setja hross í hólfið er
bent á að hafa samband við Styrmi
í síma 824-2413
Patricia Hobi var sigursæl á áhugamannamóti Íslands sem haldið var á Akranesi um sl. helgi
Patricia sigraði fjórganginn V5 á Hljómi frá Hofsstöðum og varð í
4 sæti í fjórgangi V2 á Sigga Sæm frá Holtsmúla.
Brimfaxafélagar voru senuþjófar á Landsmóti!
Halldóra Rún og Klara voru í auglýsingu fyrir appið horseday sem sýnt var á Landsmóti og Alendis tv.
Appið er ómissandi fyrir hestamenn og er fáanlegt á horseday.com/is og kostar ekkert.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is