20.03.2010 20:58

Nýtt hestamannafélag.

20. mars 2010
Í undirbúningi er að stofna öflugt og sjálfstætt hestamannafélag í Grindavík. Búið er m.a. að skrifa drög að samþykktum fyrir félagið, kynna sér málið hjá nýlegum hestamannafélögum ásamt því að ræða við hestamannafélagið Mána um þetta tilvonandi félag sem tæki þá við af Grindavíkurdeild Mána í framtíðinni.

Þetta félag mun efla verulega hestamennskuna innan lögsögu Grindavíkur og eitt fyrsta verk þess verður að eiga og byggja reiðhöll.

Fyrirhugaður stofnfundur verður þann 25. mars n.k. og verður það nánar auglýst síðar.


Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2323
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 653922
Samtals gestir: 67037
Tölur uppfærðar: 14.9.2024 00:32:22