14.05.2010 16:19

Félagsnafnið Brimfaxi



Kosið var um nafn á hestamannafélagi Grindavíkur fimmtudaginn 6 maí sl. og var nokkuð góð mæting á fundinn. Kosningarnar voru skemmtilegar og spennandi og mjótt var á munum. Kosið var í þremur umferðum og vann nafið Brimfaxi á þegar leið á kvöldið. Mjög góð sátt virtist um niðurstöðuna og nafnið, en Brimfaxi er kraftmikið og rammíslenskt gæðingsnafn með góða tenginu við sjóinn og sjómennskuna sem er eitt helsta einkenni Grindavíkur. Til hamingju með nafnið Brimfaxafélagar.
Flettingar í dag: 2244
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 1464
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 653792
Samtals gestir: 67033
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 22:44:07