24.05.2013 09:20

Æskulýðsmót á Skógarhólum

Æskulýðsnefnd LH fyrirhugar að halda æskulýðsmót á vegum sambandsins laugardaginn 22.júní í sumar. Mótið hefst snemma um morguninn og geta þátttakendur mætt á föstudeginum og gist í tjöldum eða í húsinu á Skógarhólum.

Dagskráin samanstendur af leikjum og þrautum (hópefli og gaman), fræðslu, reiðtúr, grillveislu um kvöldið og kvöldvöku. Ekki er skilyrði að mæta með hesta, enginn þarf að fara á hestbak en þau nauðsynlegt að koma með hest ef menn ætla í reiðtúrinn um þjóðgarðinn eða taka þátt í þrautabraut.

Þeir sem gætu haft hug á því að fara, endilega hafið samband við æskulýðsnefnd Brimfaxa fyrir 30. maí á netfangið [email protected].

Kveðja, æskulýðsnefnd.

 

 

Flettingar í dag: 330
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 586
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 590129
Samtals gestir: 62589
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 15:42:15