
Íslandsmót í hestaíþróttum verður haldið í Víðidal í Reykjavík 22. - 27. júlí nk.
Brimfaxi mun eiga þrjá fulltrúa í yngri flokkum á mótinu en keppendur eru:
Aldís Gestdsóttir keppir á Gleði frá Firði í unglingaflokk í fjórgangi og tölti.
Askja Isabel Þórsdóttir keppir á Valíant frá Helgadal í barnaflokk í fjórgangi og tölti.
Sylvía Sól Magnúsdóttir keppir á Fenju frá Holtsmúla 1 í unglingaflokk í tölti.
Brimfaxi óskar keppendum okkar góðs gengis.