
Þau hjá Úrval Útsýn eru búin að setja saman spennandi ferð á HM í Herning, sem þau kalla "Frábær ferð eftir fyrri slátt", þar sem farið verður í gegnum Hamborg, áður en leiðin liggur til Herning, til að fá sem mest út úr ferðinni.
Flogið til Hamborgar 2.ágúst og byrjað á því að fara í heimsókn á íslenskan hestabúgarð í útjaðri Hamborgar, Vindhóla (www.vindholar.de) sem Íslendingurinn Einar Hermansson rekur ásamt konu sinni sem er þýsk. Þaðan er keyrt í rútu upp til Schleswig þar sem borðaður verður kvöldmatur og gist á notalegu sveitahóteli (kvöldmatur og morgunverður innifalið). Þar mun Sigurður Sæmundsson fararstjóri segja sögur og spá í spilin. Daginn eftir er keyrt áfram upp til Herning með viðkomu á Víkingasafninu 'Viking Museum Haithabu'. Komið til Herning að kvöldi 3.ágúst og gist á Scandic Regina hótelinu 3.-10.ágúst.
Með kveðju / Best regards / Mit freundlichen Grüssen
Vera Vilhjálmsdóttir
----------------------------------------------------------------------------------
Landssamband hestamannafélaga /
Landsmót hestamanna ehf.
Íþróttamiðstöðinni Laugardal
104 Reykjavík
s. 514 4030