18.04.2019 23:35

Grímutölt Brimfaxa og Sóta

Grímutölt Brimfaxa og Sóta verður haldið laugardaginn 27.apríl klukkan 17:00 og boðið verður upp á hamborgara, pylsur og gos fyrir aðeins 1000 krónur á mann að móti loknu.
Það er enginn posi á staðnum en við tökum við peningi og einnig er hægt að borga fyrirfram í millifærslu (best að taka fram að verið sé að borga fyrir mat).
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

Teymdir pollar (Frítt)...
Ríðandi pollar (Frítt)
Barnaflokkur (1000 kr.)
Unglingaflokkur (1000 kr.)
Konur 18 ára og eldri (1500 kr.)
Karlar 18 ára og eldri (1500 kr.)

ATH: Mótanefnd áskilur sér rétt að sameina flokka ef þátttaka er lítil.

Veitt verða verðlaun bæði fyrir efstu fimm sætin og besta búninginn í hverjum flokki

Skráning fer fram í gegnum email og sendist á [email protected]
Við skráningu þarf að koma fram nafn á knapa og hesti, upp á hvora höndina er riðið og hvaða flokk er verið að skrá í.
Skráningargjöld eru millifærð á Brimfaxa og kvittun með nöfnum þeirra sem verið er að skrá skal síðan senda á [email protected]
Kt. 530410-2260
0143 15 380658

Hvetjum alla til þess að taka þátt!
- Mótanefnd

Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 908
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 461153
Samtals gestir: 47007
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 00:54:40