08.05.2021 22:26

FRÆÐSLUMYND OG SÁTTMÁLI HESTAFÓLKS OG ANNARA VEGFARENDA


Í samvinnu við Samgöngustofu hefur verið gerð fræðslumynd sem er samstarfsverkefni Samgöngustofu, Landssambands hestamannafélaga og Horses of Iceland.  Fræðslumyndinni er ætlað að vekja athygli á eðli og mögulegu viðbragði hestsins sem getur reynst mörgum okkar framandi, óvænt og í einhverjum tilfellum óútreiknanlegt. Við þurfum öll að bera virðingu fyrir hvort öðru, hvort sem við erum á hesti, hjóli, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða akandi. Við þurfum að gæta þess að fara ekki inn á sérmerkta stíga fyrir annarskonar umferð og gætum fyllstu varúðar á sameiginlegum stígum eða vegum. 

Einnig var skrifað undir sáttmála milli hestafólks og fulltrúa annarra vegfarendahópa þann 8. maí í félagsheimili Fáks.  Þar taka þessir vegfarendahópar höndum saman um að fræða almenning um það hvernig allir þessir hópar geti deilt saman heilbrigðri og öruggri útiveru. 

Allar upplýsingar um sáttmálann og myndina má finna hér.

MYNDBAND MÁ SJÁ HÉR

Flettingar í dag: 260
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 313
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1208705
Samtals gestir: 149698
Tölur uppfærðar: 12.6.2021 22:57:08