03.01.2019 19:26

Fyrirlestur með Magga Lár

Föstudaginn 1. febrúar verður Maggi Lár með fyrirlestur í reiðhöllinni.
Tímasetning auglýst þegar nær dregur.
Kv. Kynbótanefnd.

10.12.2018 17:55

Jólafjör

Föstudagurinn 14.desember hefur orðið fyrir valinu til að halda smá Brimfaxajólafjör þannig að endilega takið kvöldið frá!
Okkur langar rosalega að eiga skemmtilega jólastund með öllum, ekki bara krökkunum heldur líka mömmum, pöbbum, ömmum og öfum.
Við ætlum að hittast um klukkan 18:00 í reiðhöllini, jólaskreyttri.
Gaman væri ef allir gætu komið með eitthvað smá á kaffiborð.... já hvern langar ekki í kökur í kvöldmatinn? Við sjáum um heitt súkkulaði og kaffi ??
Eins og áður hefur komið fram ætlum við að dansa í kringum jólatréð og hafa svo jóladiskó en heyrst hefur að Hilmar sé búinn að vera að æfa jólalögin og ætlar að spila undir.
Gott væri að vita hvað við eigum von á mörgum þannig að endilega sendið okkur email, sms eða hringið í 848-0143 Jóhanna eða 612-2267 Sylvía Sól.
Hlökkum til að eiga með ykkur notalega jólastund!

25.11.2018 22:18

Járningarnámskeið í vetur

Fyrirhugað er að halda járningarnámskeið í vetur, þar sem Sigurður Oddur Ragnarsson mun kenna. Þeir sem gætu haft áhuga á að fara á námskeiðið mega hafa samband við Guðmundu Árný sem gefur allar nánari upplýsingar í síma 761-4498 eða á netfangið [email protected]

19.11.2018 21:51

Æskulýðsviðburður

Jæja!
Það er komið að fyrsta viðburði vetrarins en á þriðjudaginn í næstu viku (27.11) frá 17-19 ætlum við að hittast í reiðhöllinni, fara yfir dagskrá vetrarins og hafa smá gaman.
Foreldrar eru auðvitað velkomnir með.
Endanleg dagskrá verður síðan birt á heimasíðu Brimfaxa með fyrirvara um breytingar.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Kveðja æskulýðsnefnd.

13.11.2018 22:05

Dagskrá og nefndir

Dagskrá 2019 er í vinnslu, á dagskrá mun finna fyrirlestur, kaffispjall á sunnudögum,  félagsreiðtúra, æskulýðsstarf, mót, reiðnámskeið, kennslunámskeið, sumarferðir o.fl.
Hestamannafélögin Brimfaxi, Máni, Sóti, Sörli, Sprettur, Fákur, Hörður og Adam ætla að halda saman Íslandsmótin 2019 á félagssvæði Fáks.
Ný stjórn og nefndir eru komnar inn hér að ofan undir "stjórn og nefndir".

09.11.2018 19:57

Ný stjórn

Ný stjórn Brimfaxa:
Formaður Ævar Ásgeirsson
Gjaldkeri Klara S. Halldórsdóttir
Ritari Guðmunda Á. Þorsteinsdóttir
Meðstjórnandi Valgerður S. Valmundsdóttir
Meðstjórnandi Jón Ásgeir Helgason
Varastjórn:
Hilmar K. Larsen
Ásta Agnes Jóhannesdóttir

02.11.2018 15:33

61. landsþing

Fréttir af landsfundinum á Akureyri.
Þann 12. og 13. október var landsfundur LH haldinn í Giljaskóla á Akureyri. Fyrir hönd Brimfaxa mættu Hilmar og Ævar og Jónína að hluta ( mætti á fund með æskulýðsnefnd)
Margt skemmtilegt bar þar á góma og fróðlegt í bland, svo sem erindi um hestaferðir, kynningu á Íslenska hestinum með alveg nýrri nálgun sem hefur vakið mikla athygli og
svo samningur við menntastofnanir sem hestaáhugafólk getur nýtt sér til aukinnar menntunar. Samþykkt var að næstu tvö ár verður lagt gjald 300 kr á hvern félagsmann til
styrktar kynningunni á Íslenska hestinum og mun ríkissjóður koma með myndarlegt framlag á móti.
Á fyrri deginum var skipt uppí nefndir og fór formaðurinn í reiðvega nefnd og Ævar í kynbótanefnd og Jónína fór í æskulýðsnefnd. Það lágu engin erindi fyrir reiðveganefnd
en það var samþykt að skora á vegagerðina og hið opinbera svo sem Ríki og sveitarfélög að hreinsa upp aflagðar girðingar sem víða liggja niðri og eru hættulegar ríðandi fólki
og dýrum. Einnig var samþykkt að beina því til stjórnar LH að fá úr því skorið hver er réttur gangandi og ríðandi manna meðfram vötnum og ám. Má td. loka gömlum leiðu með girðingum?
Öryggismál báru á góma og kom tillaga um að krakkar og byrjendur klæddust sérstökum vestum rauðum með viðvörun á og sjálfýsandi borðum.
Ekki lágu nein erindi fyrir kynbótanefnd en menn ræddu þar ýmiss mál en sendu ekki frá sér neina áliktun.
Í Æskulýðsnefnd bar helst á góma að í pollaflokk ætti að hætta að raða í sæti í yngstu keppnisflokkunum og fylgja þar reglum ÍSÍ.
Svo voru náttúrulega flest málin sem snérust um keppnisfyrirkomulag og lagabreytingar og var dálítið varað við að vera ekki að koma mað tillögur seint fram og ílla ígrundaðar.
Það var svo slagur um formannsembættið það sem Jóna Dís Bragadóttir fór fram gegn sitjandi formanni Lárusi Ástmari Hannessyni. Lárus hafði betur en með aðeins 8 athvæða mun sem
segir okkur það að það hafa verið einhverjar væringar sem við vissum ekki um. Það kom svo algerlega flatt uppá okkur þegar Jóna Dís steig í pontu og lýsti því að að sér og sinni fjölskyldu hefði
verið vegið. Þetta fór algerlega framhjá okkur flestum og verður að segjast, að ef satt er þá er þetta eitthvað það lákúrulegasta sem menn  beyta í kosningum  í svona félagsskap sem á að sameina okkur en ekki sundra.
Þinginu lauk svo með þingslitafagnaði á laugarkagskvöldinu með veislu í reiðhöll þeirra norðanmanna og var virkilega vel að þessu staðið hjá þeim, maturinn góður skemtiatriði góð og höllin einhver sú glæsilegasta á landinu.
Takk fyrir hestamannafélagið Léttir Akureyri.
Svo er það rúsínan í pylsuendanum
Hestamannafélögin
BRIMFAXI
Máni
Sóti
Sörli
Sprettur
Fákur
Hörður
Adam   
Ætla saman að halda Íslandsmótin 2019 á Félagssvæði Fáks. Okkar litla félag getur lagt ýmislegt til málanna og munum við ná okkur í dýrmæta reynslu og kynnast fullt af góðu fólki með svipuð áhugamál.
Kær kveðja
Formaðurinn

08.10.2018 22:30

Aðalfundur

Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20.00 Verður aðalfundur Brimfaxa haldinn í Reiðhöllinni.

                     Dagskrá fundarinns
1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundaritara
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar.
3. Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins.
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
5. Reikningar bornir undir atkvæði.
6. Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður.
7. Árgjald ákveðið.
8. Lagabreytingar ef einhverjar eru.
9. Kosning formanns.
10. Kosning stjórnar
11. Önnur mál.
12. Fundarlslit.

06.10.2018 23:04

Aðalfundur 6.nóv.

Aðalfundur Brimfaxa verður þriðjudaginn 6.nóv. 2018

Nánar auglýst síðar.

14.09.2018 21:52

Hestar eru ekki gæludýr

Að gefnu tilefni vill Hestamannafélagið Brimfaxi koma þeim skilaboðum áleiðis til Grindvíkinga, að hestar í gerðum og innan girðinga hér í grennd við þéttbýlið í bænum eru ekki gæludýr fyrir ókunnuga og vilja hestaeigendur í Grindavík biðla til bæjarbúa og gesta að gefa hestunum ekki að borða án leyfis.

Helga Gunnarsdóttir dýralæknir skrifaði eftirfarandi pistil á síðu sína í sumar sem við fengum leyfi til að deila hér áfram:

"Sem dýralæknir hesta vil ég benda á að hestar á beit innan bæjarmarka og já auðvitað allsstaðar eru ekki gæludýr fyrir ókunnuga til að klappa eða gefa brauð. Jafnvel þó hestarnir séu gæfir. Brauðát er alls ekki gott fyrir þá, sérstaklega ef magnið er óljóst og frá mörgum. Auk þess er alls ekki leyfilegt að henda garðaúrgang inn í beitarhólf hjá hestum. Þetta getur valdið alvarlegum veikindum hjá hrossum. Einnig er alltaf ófyrirsjáanleg slysahætta fyrir hendi þegar verið er að sniglast í kringum hross sem fólk þekkir ekki og er jafnvel allsendis óvant hestum yfir höfuð. 

Vinsamlegast deilið. Þetta er vaxandi vandamál með oft á tíðum alvarlegum afleiðingum."

24.08.2018 20:23

Reiðhöllin lokuð um helgina

Reiðhöllin verður lokuð um helgina. (24 - 26 ágúst 2018)

16.07.2018 22:01

Setningarathöfn

Katrín Ösp og Sylvía Sól tóku þátt í setningarathöfn landsmóts hestamanna eftir forkeppni í B-flokki gæðinga og ungmennaflokki.
Báðar stóðu sig frábærlega vel á mótinu og Brimfaxi vill þakka þeim fyrir að vera fulltrúar okkar félags.
 

26.06.2018 21:48

2 fulltrúar á landsmóti

Brimfaxi mun eiga tvo fulltrúa á Landsmóti hestamanna sem haldið verður í Víðidal 1. - 8. júlí.
Katrín Ösp Rúnarsdóttir keppir í B-flokki gæðinga á Fljóð frá Grindavík.
Sylvía Sól Magnúsdóttir keppir í ungmennaflokki á Stelpu frá Skáney.

Forkeppni í B-flokk byrja 2. júlí kl. 08:30
Forkeppni í ungmennaflokki byrja 2. júlí kl. 14:30
Milliriðlar í B-flokki byrja 4. júlí kl. 13:30
Milliriðlar í ungmennaflokki byrja 5. júlí kl. 09:00
B-úrslit í B-flokki byrjar 6. júlí kl. 09:00
B-úrslit í ungmennaflokk byrjar 7. júlí kl. 17:30
A-úrslit í B-flokki byrjar 8.júlí kl. 11:00
A-úrslit í ungmennaflokk byrjar 8.júlí kl. 14:00
 
Allt um landsmót má finna á landsmot.is

18.06.2018 22:09

Áhugamannamót Spretts

Sylvía Sól Magnúsdóttir keppti á áhugamannamóti Spretts 16-17 júní 2018.
Sylvía keppti í 3 greinum og komst í úrslit í þeim öllum og sigraði tölt T3.
1. sæti A - úrslit tölt T3 2 fl. á Reinu frá Hestabrekku
2. sæti A - úrslit slaktaumatölt T4, 2 fl. á Stelpu frá Skáney
2. sæti B - úrslit fjórgangur V2, 2 fl. á Reinu frá Hestabrekku.

13.06.2018 22:39

Reiðnámskeið í sumar

Skráning er hafin á sumarnámskeið Brimfaxa sem hefjast næstkomandi mánudag 25. júní. Námskeiðin verða með sama sniði og undanfarin ár og líkt og í fyrra haldin af hestamannafélaginu Brimfaxa í samstarfi við Arctic horses.
Námskeiðin eru 5 daga í senn, krakkarnir mæta við reiðhöllina með smá nesti í góðum bakpoka nema síðasta daginn þá er grill í boði.
Ef að ekki næst næg þáttaka þá verður námskeið fellt niður.
Námskeiðið kostar 17.000 kr og greiðist með millifærslu á Brimfaxa fyrir námskeið.
0146 - 15 - 250134
kt: 530410 - 2260
Senda kvittun á [email protected]

Skráning er hjá Jóhönnu í síma 848-0143.
Námskeið í boði:

25-29 Júní / óvanir kl 13-15:30
2-6 Júlí / Vanir kl 13-15:30
9-13 Júlí / óvanir kl 10-12:30
30 Júlí-3 ágúst/vanir kl 10-12:30
6-10 Ágúst / óvanir kl 13-15:30
27-31 Ágúst / Vanir kl 15:00-17:00( styttri tími 15.200 kr)

Flettingar í dag: 247
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 754
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 453069
Samtals gestir: 46096
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:41:07