13.04.2016 16:55

Boltadagur

Á morgun fimmtudag kl. 17:00 ætlum við að leyfa krökkunum að prufa að fara í hestafótbolta. Við verðum í höllinni hjá Palla og Mundu. Þetta verður örugglega mega fjör.
Sjáumst á morgun.
Kveðja, Jóhanna, Valgerður og Sunneva.

12.04.2016 09:26

Folaldasýning - úrslit

12 folöld tóku þátt í folaldasýningunni sem var 9. apríl sl. Eftir fyrirlestur og sýnikennslu hjá Magga Lár var farið að dæma og úrslit urðu eftirfarandi:
Hestfolöld

1. Aron frá Grindavík
Brúnblesóttur, sokkóttur, glaseygður
F: Hróður frá Refsstöðum. M: Dimma frá Laugarvöllum
Eig. og rækt. Styrmir Jóhannsson

2. Mótor frá Stafholti
Brúnn
F: Hreyfill frá Vorsabæ II. M: Mirra frá Stafholti
Eig. og rækt. Páll og Guðmunda

3. Fleygur frá Syðra Langholti
Móálóttur, nösóttur
F: Stáli frá Kjarri. M: Birta frá Heiði
Eig. Arna Þöll og Þorsteinn Gunnar 
Ræk. Páll og Guðmunda

Merfolöld

1. Sókn frá Syðra Langholti
Rauðtvístjörnótt
F: Toppur frá Auðsholtshjáleigu. M: Glóð frá Miðfelli
Eig. og rækt. Arna Þöll og Þorsteinn Gunnar

2. Akademía frá Ísólfsskála
Jörp
F: Röðull frá Hafnarfirði. M: Perla frá Gautavík.
Eig. Elka Mist Káradóttir
Rækt. Elka Mist og Kári Ölversson

3. Kátína frá Syðra Langholti
Brún
F: Geisli frá Sælukoti. M: Gleði frá Kaldbak
Eig. og rækt. Sigmundur Jóhannesson

Glæsilegasta folaldið að mati dómara:
Sókn frá Syðra Langholti.

Brimfaxi vill þakka Gluggar & Gler fyrir sýninguna, Palla og Mundu fyrir aðstöðuna og Hérastubb bakara fyrir allt ljúffenga bakkelsið.
Myndir frá sýningunni eru komnar í myndaalbúmið.

11.04.2016 10:18

Keppnisárið 2016

Börn, unglingar og ungmenni sem keppa fyrir hönd Brimfaxa árið 2016 geta fengið keppnisgjöld niðurgreidd á opnum mótum og einnig fengið niðurgreitt úrtöku fyrir landsmót og landsmótsgjald.
Keppendur eru beðnir um að hafa samband við Valgerði í síma 661-2046 eða á netfangið hrauni@simnet.is

10.04.2016 11:40

Skautaferðin

Það var fjör hjá krökkunum á skautum í skautahöllinni og allir sammála um að þetta þyrfti að endurtaka. Nokkrar myndir frá skautahöllinni eru komnar í myndaalbúmið.
Næsti viðburður hjá æskulýðsdeildinni er fimmtudaginn 14. apríl en þá verður boltadagur. Staðsetning og tími verða auglýst þegar nær dregur.
Kveðja, æskulýðsdeildin.

07.04.2016 21:48

Fundur

Föstudaginn 15. apríl kl. 18:00 verður fundur í Gjánni með formanni reiðveganefndar LH og Sæmundi Eiríkssyni umsjónarmanni kortasjá LH. Þeir ætla að kynna fyrir okkur kortasjána og ræða um reiðvegi og hestamennsku.
Kveðja, stjórnin.

07.04.2016 12:40

Skráningar

Minnum á að skráning á folaldasýninguna og skráning í fjölskylduferðina lýkur í kvöld.
Sjá auglýsingar neðar á síðunni.

06.04.2016 15:20

Smali - úrslit

Pollar - ekki raðað í sæti
Albert
Bríet Rut
Íris Mjöll
Kara Mjöll
Sindri Snær
Þórey Tea

Barnaflokkur
1.sæti Lilja Rós Jónsdóttir og Órator frá Götu
2.sæti Magnús Máni Magnússon og Köggull frá Borgarnes

Unglingaflokkur
1.sæti Sylvía Sól Magnúsdóttir og Byr frá Grundarfirði
2.sæti Jakob Máni Jónsson og Prins frá Götu

Fullorðinsflokkur
1.sæti Jóhanna Harðardóttir og Byr frá Grundarfirði
2.sæti Jón Ásgeir Helgason og Prins frá Götu
3.sæti Steingrímur Pétursson og Tign frá Leirulæk

05.04.2016 14:40

Fjölskylduferð á föstudaginn

Nú er komið að áður auglýstri ferð í dagskránni föstudaginn 8. apríl.
Við ætlum að fara í skautahöllina og mömmur, pabbar og systkini eru velkomin með.
Skráning í ferðina er hjá Jóhönnu í síma 848-0143 til kl. 20:00 fimmtudagskvöldið 7. apríl og gjald er 500 kr. á mann.
Farið verður á einkabílum og lagt af stað frá Grindavík kl. 16:30. Ef einhverju barni vantar far verður að láta vita við skráningu og einnig nánari upplýsingar gefnar.
Kveðja æskulýðsdeild.

04.04.2016 21:33

Nýji reiðvegurinn

Nýji reiðvegurinn er ekki fullbúin og því er ábending til hestamanna að fara varlega þar sem það eru holur í honum. Áætlað er að klára veginn núna í vor.

30.03.2016 20:29

Skráning á folaldasýninguna

Folaldasýning Brimfaxa verður laugardaginn 9. apríl í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu kl. 13:00

Skráning er hafin hjá Styrmi í síma 824-2413 eða á netfangið styrmir@fms.is

Skráningu lýkur fimmtud. 7. apríl og gefa skal upp við skráningu upplýsingar um folaldið, s.s. nafn, uppruna, kyn, lit, ættir og eiganda/ræktanda.

28.03.2016 13:34

Framhaldsaðalfundurinn á morgun

Minnum á framhaldsaðalfundinn þriðjudaginn 29. mars kl. 19:30 í Salthúsinu.
Fundarefni:
Reikningar félagsins
Önnur mál
Kveðja, stjórnin.

27.03.2016 13:16

Myndir

Myndir frá leikja- pizzukvöldinu og páskabingóinu eru komnar í myndaalbúmið.

22.03.2016 17:20

Páskabingó

Páskabingó æskulýðsdeildar verður miðvikudaginn 23. mars kl. 17:30 í Gjánni.

21.03.2016 13:02

Brimfaxafélagar á töltmóti

Opna karla- og kvennatölt Mána var haldið á Mánagrund 18. mars.
Nokkrir Brimfaxafélagar skráðu sig til leiks og stóðu sig vel og tveir komust í úrslit.
Í 2. flokki karla urðu Rúrik Hreinsson og Bubbi frá Þingholti í 3. sæti með 6.50.
2. flokk kvenna sigruðu Valgerður Valmundsdóttir og Fenja frá Holtsmúla 1 með 6.80.

Öll úrslit frá mótinu má sjá hér:

19.03.2016 22:01

Skráning á smalamótið

Skráningu á smalamótið í yngri flokka (polla- barna- og unglingaflokka) lýkur í kvöld, nauðsynlegt er að skrá á mótið en skráning er hjá Jóhönnu í síma 848-0143.

Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 822345
Samtals gestir: 94891
Tölur uppfærðar: 16.10.2018 09:37:52