10.06.2018 22:37

Beitarhólfið

Sælir Brimfaxafélagar
Miðvikudaginn 13. júní opnum við beitarhólfið fyrir félagsmenn, við byrjum á að opna hólfið
fyrir ofan reiðhöllina (minna hólfið). Þeir sem setja hesta í hólfið verða að láta Jóhönnu eða Magga vita áður enn hestarnir eru settir í hólfið í síma 848-0143.
Sama gjald og í fyrra 5000 kr. mánuðurinn.
Stjórnin.

04.06.2018 23:18

Beitarhólfið

Sælir félagar
Á morgun þann 5. júní ætlum við að bera á beitarhólfið kl. 19:00. Mætum með fötu og drífum
áburðinn á svo við getum tekið hólfið í notkun sem fyrst.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja
Stjórnin.

23.05.2018 14:49

Úrtaka fyrir landsmót

Úrtaka fyrir Landsmót 2018 verður á Mánagrund laugard. 2. júní nk.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á sportfeng (velja Mána sem mótshaldara) 
Skráningu lýkur kl. 22:00 miðvikud. 30. maí.
Boðið verður upp á 2 umferðir en fyrir seinni umferð er skráning á staðnum.
Skráningargjald er 5000 kr. hver skráning.

Máni mun bjóða upp á opna töltkeppni fyrir þá sem ætla að reyna við landsmótseinkunn ef næg þátttaka fæst.

20.05.2018 22:31

Fréttabréf LH - Landsmót 2018

Fréttabréf LH - Landsmót 2018

SMELLA HÉR

15.05.2018 22:42

Íþróttamót Borgfirðings

Katrín Ösp og Sylvía Sól kepptu á opna íþróttamóti Borgfirðings sem haldið var helgina 12-13 maí 2018.
Þær fóru báðar í úrslit með eftirfarandi árangri:

1. sæti ungmennafl. tölt T3 Sylvía Sól Magnúsdóttir og Stelpa frá Skáney
3. sæti ungmennafl. fjórgangur V2 Sylvía Sól Magnúsdóttir og Sperrileggur frá Íbishóli
4. sæti 1.flokkur fjórgangur V2 - Katrín Ösp Rúnarsdóttir og Fljóð frá Grindavík

10.05.2018 22:10

Reykjavíkurmeistaramótið

Katrín Ösp Eyberg Rúnarsdóttir og Fljóð frá Grindavík urðu í 9. sæti í fjórgang V2 í 2 flokk á Reykjavíkurmeistaramótinu sem haldið er núna í Víðidal.
Á myndinni er Katrín og Fljóð í forkeppninni á mótinu.

09.05.2018 11:42

Lokun - reiðhöll


Reiðhöllin verður lokuð vegna reiðnámskeiðs eftirfarandi daga:
Fimmtud. 10. maí frá kl. 17:00 - 22:00
Miðvikud. 16. maí frá kl. 17:00 - 22:00
Þriðjud. 22. maí. frá kl. 17:00 - 22:00 

09.05.2018 11:40

Frestun - hestadiskó

Við verðum að fresta hestadiskóinu í kvöld (9.maí) vegna veikinda.
Ný tímasetning kemur fljótlega.
Kveðja, æskulýðsnefndin.

06.05.2018 22:37

Hestadiskó 9. maí

Nú fengum við klikkaða hugmynd  Miðvikudaginn 9. ma+i verður hestadiskó í reiðhöllinni kl 19:00?? ljós tónlist og fjör ...og þeir sem vilja klæða sig upp og skreyta hestinn sinn bara go wild! það ætlum við allavegana að gera  
Hestarnir duga nú kannski ekki lengi í fjörinu en þegar þeir eru orðnir þreyttir þá bara fara þeir heim að sofa og við höldum áfram .
Pylsur,snakk og eitthvað partýnasl verður á staðnum en þið megið koma með drykki sjálf.
Þeir sem ekki vilja vera á hestbaki ...eða bara hafa ekki hest eru auðvitað velkomnir líka ooog fullorðna fólkið! Við skorum á ykkur að koma og skemmta ykkur með okkur! .
Æskulýðsnefndin

25.04.2018 16:52

Skálaferð 1.maí


Þriðjudaginn 1. maí nk. förum við í árlegu Skálaferðina.
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 13:00 og áætluð heimkoma milli 17-18
Kvennadeildin verður með kaffisölu (a.t.h. engin posi)
Kveðja, ferðanefndin.

17.04.2018 09:07

Skemmtikvöld 20. apríl

Næstkomandi föstudag 20. apríl ætlum við að eiga skemmtilega kvöldstund saman ! 
Við byrjum á að spreyta okkur í smalakeppni og eftir það geta allir keypt sér kvöldmat en það verður pottréttur frá Northen light inn og eftir það já..hver veit !
Mótanefndin er allavega í stuðgírnum og ætlar að halda uppi fjöri :)

Vonandi komast nú sem flestir þó að það sé ekki nema bara til að hvetja formanninn í púslinu og borða með okkur. En auðvitað mæta nú allir og taka þátt. 
Keppt verður í 2 flokkum: 14 ára og yngri  og 15 ára og eldri.
Skáning á staðnum.

Við ætlum að byrja kl. 18:00 á þeim yngri og svo taka þeir eldri við, eftir það borðum við og höfum gaman. 
Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 19:00 á fimmtudag í matinn. Þeir sem skrá sig eiga að leggja inn á Brimfaxareikninginn: 0146 - 26 - 250134 kt. 530410-2260 og senda staðfestingu á  á [email protected]
Verð á mann er 1700 kr. 
Mikilvægt er að þeir sem ætla að borða skrái sig í matinn því eingöngu verður pantað eftir fjölda skráninga.

Kveðja, mótanefnd.

16.04.2018 21:51

Sylvía í 2 sæti á kvennatölti

Sylvía Sól Magnúsdóttir og Sperrileggur frá Íbishóli voru í 2 sæti á kvennatölti spretts í T3 3 flokk. Sylvía Sól var í 2 sæti í A úrslitum eftir forkeppni og hèlt því í úrslitum.
Þau voru einnig valin glæsilegasta parið í sínum flokki.

08.04.2018 23:04

Vetrarleikar 3 - Þrígangur

Vetrarleikar 3 - Þrígangur á Sóta velli-Sunnudaginn 15 april kl. 14:00

Keppnin fer þannig fram að hver keppandi ríður 2 hringi og sýnir 3 gangtegundir á langhlið. 
Sýna má hvaða gangtegundir sem er, ath að tölt telst sem ein gangtegund.
Gefin verður einkunn eftir hverja gangtegund þannig að fjórða langhliðin er upplögð til að reyna að fá hærri tölu. 
Ekki verða riðin úrslit. Hæstu einkunnir gilda til sigurs.  
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: 
 Polllar (teymdir og ríðandi-einn gangur-allir fá verðlaun) Frítt
 Börn 10-13 ára  (1.000.- ) 
 Unglingar 14-17 ára  (1.000.- ) 
 Ungmenni 18-21 árs  (1.500.- )
 Konur 22-99 ára  (2.000.- )
 Karlar 22-99 ára  (2.000.- )
 Opinn flokkur -  vanir keppnis (2.000.- ) 
Knapar mega skrá eins marga hesta og þeir vilja, hver keppandi má bara keppa í einum flokki.
Skráning fer fram í nýjum Sport-Feng-ath að einkunnir fara ekki í WF!  (Við erum bara að prufukeyra nýja kerfið).  Skráningu lýkur fimmtudaginn 12.april kl. 22:00 Kvittun sendist á hestamannafelagidsoti@gmail.com
Kaffisala á staðnum.
 
Skemmtum okkur saman á síðustu vetrarleikunum!   
Við ætlum að hafa gleðina og gamanið í fyrirrúmi.  
Allir með!  
 

27.03.2018 22:04

Fjölskyldureiðtúr í Þorlákshöfn

Fjölskyldureiðtúr í Þorlákshöfn með Háfeta og Sóta verður föstudaginn 30. mars nk.
Lagt verður af stað frá Grindavík kl. 09:15.
Þeir sem ætla að fara en hafa ekki kerrupláss mega senda póst á formanninn [email protected] og við reynum að sameinast um plássin.
Kv. Hilmar formaður.


25.03.2018 23:22

Páskabingó

Minnum á páskabingó æskulýðsd. mánudaginn 26.mars í reiðhöllinni.
Við verðum að seinka páskabingóinu um hálftíma, það byrjar kl. 17:30
Kv. Æskulýðsnefndin

Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 754
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 453009
Samtals gestir: 46087
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:17:00