19.03.2018 20:02

Páskabingó

Páskabingó æskulýðsd. verður mánudaginn 26.mars kl. 17:00 í reiðhöllinni.

17.03.2018 12:33

Hestur framtíðarinnar - fundur í Fáksheimilinu

Hrossaræktarsamtök Suðurlands verða með fræðslu- og umræðufund um hrossarækt  mánudaginn 19. mars 2018 í Fáksheimilinu í Viðidal kl.20.00 - 22.30.  Fundurinn er öllum opinn.  Áhugasamir  um íslenska hrossarækt og hestamennsku eru  hvattir til að mæta og ræða:  Hvernig viljum við sjá framtíðarhestinn beita sér?

Markmið með fundinum er að skapa umræður um mikilvægi þess að hafa rétta líkamsbeitingu hests afdráttarlausari í ræktunarstarfinu en nú er.

Olil Amble, Svanhildur Hall og Magnús Lárusson verða með stutta framsögu og fjalla um í líkamsbeitingu, andlegt ástand og hreyfingar hests og samspil þessara þátta hver á annan.  Í kjölfarið verða umræður.


09.03.2018 13:13

Sumarferð Brimfaxa

Sumarferð Brimfaxa verður farin 21.-24. júní.
Það verða 4 reiðdagar og gist í 3 nætur á Skógarhólum.
Dagur 1 = Mosfellsdalur - Skógarhólar
Dagur 2 = Farin hringur um Skógarhólasvæðið.
Dagur 3 = Skógarhólar - Þóroddsstaðir
Dagur 4 = Þóroddsstaðir - Syðra-Langholt
Reynt verður að hafa svipað lag á hlutunum og síðast.
Gott væri að fólk myndi láta Ævar vita um þátttöku fyrir 1.maí.
Kveðja, ferðanefndin.

26.02.2018 11:15

Vetrarleikar 2 - Grímutölt


Sameiginlegt vetrarmót Brimfaxa, Sóta og Háfeta vetrarleikar 2 - Grímutölt T7 (hægt tölt + fegurðartölt) verður haldin í Brimfaxahöllinni 3.mars 3018 kl. 14:00.

Kvennanefnd Brimfaxa verður með veitingasölu en a.t.h að engin posi verður á staðnum.

Boðið verður upp á Pollaflokk (teymdir og ríðandi pollar) ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk, kvennaflokk, karlaflokk og opin flokk.
Knapar mega skrá eins marga hesta og þeir vilja, hver keppandi má bara keppa í einum flokk.

Eftir flokkakeppni verður keppt í þriggja þrauta orkubrauta-smala með HS ORKU drykk!
Allir saman, bara gaman.

Skráning er á [email protected].
Skrá knapa - flokk - hest/hesta - hönd.
Pollaflokkur - frítt
Barna, unglinga og ungmennaflokkur - 500 kr. pr.skráning
Karla, kvenna og opin flokkur - 2000 kr. pr. skráning.
Smalakeppni - 500 kr.

Þátttökugjald skal leggja inn á reikning Brimfaxa og senda kvittun á [email protected]
0146 - 15 - 250134
kt: 530410 - 2260

Skráningu lýkur föstudaginn 2. mars.

Mótanefnd og æskulýðsnefnd Brimfaxa.

24.02.2018 22:43

Grímutölt - Vetrarleikar 2

Vetrarleikar 2 - Grímutölt verður haldið í Brimfaxahöllinni 3. mars nk.
Keppt verður í T7.
Verðlaun veitt fyrir bestu búningana í öllum flokkum.
Keppendur hafa auðvitað frjálst val hvort þeir mæta í búningum eða ekki.
Vetrarleikar er sameiginleg vetrarmót Brimfaxa, Háfeta og Sóta.
Nánar auglýst síðar

23.02.2018 22:57

Vöfflukaffi 25.feb.

Sunnudaginn 25. feb. verður vöfflukaffi eftir félagsreiðtúrinn og minnum á að það er engin posi á staðnum og fyrirkomulagið verður eins og síðast.
Hvetjum alla til að koma og taka með sér gesti ef menn vilja.
Félagsreiðtúrinn hefst kl. 13:00 og vöffukaffið byrjar 14:30
Allir velkomnir.

20.02.2018 22:12

1 vetrarmót

Fyrsta sameiginlega vetrarmót Háfeta, Brimfaxa og Sóta var haldið í Reiðhöll Guðmundar í Þorlákshöfn 17. feb. sl.
16 keppendur voru í forkeppni og úrslit urðu eftirfarandi: (dregið var um 2-4 sæti og 6-7 sæti)

1. Ragnar Eðvarðsson - Reina frá Hestabrekku - 6,50 / Brimfaxi
2. Katrín Stefánsdóttir - Háfeti frá Litlu Sandvík - 6,30 / Háfeti
3. Katrín Eva Grétarsdóttir - Haukur frá Tungu - 6,30 / Háfeti
4. Hafsteinn Stefánsson - Njáll frá Laugarbökkum - 6,30 / Háfeti
5. Sylvía Sól Magnúsdóttir - Sigurfari frá Húsavík - 5,90 / Brimfaxi
6. Birna Filippía Steinarsdóttir - Vinur frá Laugarbóli - 5,80 / Sóti
7. Ævar Ásgeirsson - Sperrileggur frá Íbishóli - 5,80 / Brimfaxi

17.02.2018 22:00

Fréttabréf LH

Fréttabréf LH febrúar
SMELLA HÉR

14.02.2018 20:29

Vetrarmót

Sameiginlegt vetrarmót Háfeta, Brimfaxa og Sóta.

Þorlákshöfn laugardaginn 17. Febrúar n.k. Kl. 13:00

Keppt verður í T7 ( hægt tölt + fegurðar tölt ) og bjórtölti.

Flokkar:
Pollar teymdir,
Pollar ríðandi,
Unglingar 10-17 ára,
Opinn flokkur 18+,
Bjórreið.

Skráning á email : [email protected]
2000kr fyrir opinn flokk
1000kr fyrir 10-17 ára 
Frítt fyrir pollana
1000kr fyrir bjórtöltið. 

Þatttökugjald skal leggja inn á teiknin Háfeta:
0150-26-2795
Kt: 651082-0219

Mótanefnd.

11.02.2018 22:18

Arif frá Ísólfsskála

Arif frá Ísólfsskála sem er í eigu og úr ræktun Kára Ölverssonar var í 7 sæti í A-úrslitum í fjórgangi í Suðurlandsdeildinni þann 6.feb. sl.

Suðurlandsdeildin er 12 liða keppni sem haldin er í Rangárhöllinni í vetur. 

01.02.2018 10:50

Framhaldsaðalfundur.

Framhaldsaðalfundur Brimfaxa verður haldinn 14. febrúar kl 20:00 í reiðhöll félagsins. 

 Dagskrá. 

 1. Reikningar félagsins. 
 2. Önnur mál.

14.01.2018 23:55

Helgin 20-21

Á næsta komandi laugardag stefnum við á að hafa tiltektar dag í reiðhöllinni, það er margt sem þarf að gera og hvetjum við flesta til að mæta og taka höndum saman. 


Sunnudagurinn fer í það að fara í okkar fyrsta félags reiðtúr og að hinum loknum er hægt að gæða sér á kaffi og vöfflum.

Hlökkum til að sjá sem flesta. 

13.01.2018 19:15

Teygjur fyrir hesta.

Mig langar að benda á Facebook síðu sem heitir Hestanudd og heilsa.
   Auður er lærður hestanuddari/sjúkraþjálfari og er ný flutt aftur til landsins eftir að hafa verið við nám í Noregi. 

Ég mæli með að kikja á síðuna hjá henni þar sem eru miklir fróðleiksmolar, svo er hún lika með myndbönd á YouTube þar sem hún sínir einfaldar teygju æfingar sem allir ættu að geta gert.

09.01.2018 23:02

Hvatningarverðlaunin

Pálmi Þrastarson fékk hvatningarverðlaun Brimfaxa

Pálmi er duglegur og efnilegur knapi sem á framtíðina fyrir sér í hestaíþróttum. Hann er virkur í félagsstarfi, alltaf jákvæður og brosandi.
Hann var í 2 sæti í unglingaflokk á smalakeppni Brimfaxa 2017 og nú á haustönn er hann í þriðja skipti í hestamennsku sem valfag í Grunnskóla Grindavíkur.

03.01.2018 23:01

Íþróttafólk 2017

Kjör íþróttafólks Grindavíkur var haldið í Gjánni á gamlársdag 2017.
Fyrir Brimfaxa voru Ragnar Eðvarðsson og Katrín Ösp Eyberg Rúnarsdóttir tilnefnd og hvatningarverðlaun fékk Pálmi Þrastarson.
Nánar um kjör íþróttafólks ársins má finna á heimasíðu Grindavíkur eða smella hér:

Flettingar í dag: 2268
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 1464
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 653816
Samtals gestir: 67033
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 23:06:26