14.02.2016 15:07
Öryggisfræðsla í björgunarsveitarhúsinu
03.02.2016 11:15
Reiðnámskeið
20.01.2016 14:56
Þorrareið á sunnudaginn
18.01.2016 17:50
Reiðtygi
06.01.2016 13:17
Öryggi í hestamennsku
19.11.2015 11:50
Endurskinsátak hestamanna
18.11.2015 14:51
Æskulýðsskýrsla 2015
17.11.2015 11:14
Uppfærsla
16.11.2015 10:23
Aðalfundur í kvöld
06.11.2015 15:54
Bigga í ljósmyndatöku
Ljósmyndarinn Christopher K. Kolk kom til Grindavíkur í ljósmyndaferð og hafði samband við Arctic Horses til að fá hest til að ljósmynda ásamt fyrirsætu við Bláa Lónið. Christopher hefur myndað margar stórstjörnur heimsins og valdi hann Biggu frá Borgarnesi sem er í eigu Magnúsar Mána Magnússonar en margir krakkar í Grindavík ættu að kannast við Biggu þar sem hún hefur borið þau á reiðnámskeiðum og alltaf í uppáhaldi hjá öllum.
Myndin hér að ofan er af Biggu og fyrirsætunni við Bláa Lónið í sumar en fleiri myndir af Biggu má finna á heimasíðu hans http://www.christopherkolk.com/
04.11.2015 14:10
Aðalfundurinn í Salthúsinu
26.10.2015 21:50
Aðalfundur 16.nóv
20.10.2015 13:53
Skrifað undir samning
Kæru Brimfaxafélagar.
Þann 17. október 2015 urðu þau tímamót í sögu félagsins að skrifað var undir samning við Grindavíkurbæ um eflingu hestaíþróttarinnar í Grindavík.
Samningi þessum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Grindavík og Hestamannafélagsins Brimfaxa og tryggja öflugt íþrótta og félagsstarf í Grindavíkurbæ samkvæmt íþróttastefnu Grindavíkur. Er samningnum ætlað að tryggja enn frekar starfsemi Brimfaxa.
Einnig mun Grindavíkurbær gera okkur kleift að reka höllina þannig að hún verði ekki baggi á félaginu eða myllusteinn um háls þeirra sem um stjórnartaumana halda hverju sinni. Það er von okkar sem stóðum að þessum samning fyrir hönd félagsins að þetta verði upphaf gróskumikillar félagsstarfssemi og stuðli að fjölgun í íþróttinni.
Núna verðum við að leggja hart að okkur við að vinna í höllinni til að geta notið hennar til fulls þegar þar að kemur, og munið að allir geta lagt hönd á plóginn, það verða allir að geta sagt að þeir eigi svo og svo mikið í höllinni.
Kær kveðja
Stjórnin.
18.10.2015 08:42
Afmælishátíð Mána
Miðasala verður mánudagana 12. 19. og 26.október nk. í reiðhöllinni á Mánagrund.