22.05.2017 13:30

Opna Álftarnesmótið

Opna Álftarnesmótið var haldið um helgina.
Þrír Brimfaxafélagar kepptu í forkeppni á laugardeginum og fóru þau öll í A-úrslit sem fór fram á sunnudeginum.
A-úrslit urðu eftirfarandi:

Tölt T7 barnaflokkur
2. sæti - Magnús Máni Magnússon / Stjarna frá Yzta-Bæli / eink. 5,42

Tölt T3 Unglingaflokkur
1 sæti - Sylvía Sól Magnúsdóttir / Sigurfari frá Húsavík / eink. 6,28

Tölt T3 2 flokkur
1. sæti Ragnar Eðvarðsson / Reina frá Hestabrekku / eink. 6,17

Allar niðurstöður mótsins má finna á facebook síðu Sóta.

19.05.2017 22:28

Ruslagámur

 

"GÓÐA VEÐRIÐ ER KOMIÐ OG ÁTAKIÐ BYRJAÐ".

RUSLAGÁMURINN (BARA EINN) KOMINN Á SVÆÐIÐ VIÐ REIÐHÖLLINA OG GRÆNI GÁMURINN ER FYRIR  ALLT RUSL NEMA JÁRN. 

VIÐ EIGUM AÐ SETJA ALLT ÓNÝTT JÁRN VIÐ HLIÐINA Á GRÆNA GÁMNUM EN ALLS EKKI OFAN Í HANN.

Gámurinn verður tekinn á mánudaginn svo við höfum átakshelgi til að laga til hjá okkur.

Njótið helgarinnar

13.05.2017 22:11

Opna Álftanesmótið í Hestaíþróttum

Opna Álftanesmótið í hestaíþróttum verður haldið helgina 20.-21. maí n.k. Keppt verður á hinum rómaða velli hestamannafélagsins Sóta við Breiðamýri á Álftanesi.

Skráning fer fram í Sport Feng og hefst hún mánudaginn 8. maí og stendur til miðnættis þriðjudaginn 16. maí.

Boðið verður upp á eftirtaldar keppnisgreinar:
Opinn flokkur - 1.flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2
Opinn flokkur - 2.flokkur (minna vanir): Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2
Annað - 3.flokkur (byrjendur): Fjórgangur V2 - Tölt T7 
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2...
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T2 - Fimmgangur F2 
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 -Tölt T3 -T7 
Pollatölt

Skráningargjöld:
 1-3 flokkur: kr. 4.000,-- pr. skráning.
 Barna, unglinga og ungmennaflokkar: kr. 3.000,-- pr. skráning. Pollar: 500.-

Leynigestur mun afhenda verðlaunin sem eru m.a. myndir eftir listakonuna Helmu, sem býr á Álftanesi. 
Mótanefnd hestamannafélagsins Sóta áskilur sér rétt til þess að sameina eða fella niður flokka ef þess þarf og stytta mótið í einn dag sé þess þörf. 
Þeir sem þurfa hesthúspláss á meðan að á mótinu stendur geta haft samband við Jörund, formann félagsins í s: 898-2088 eða sent okkur skilaboð á FB.  
Álftanes er sveit í borg og aðstaðan hjá Sóta er það líka. T.d. er ekki upphitunarvöllur né reiðhöll á staðnum en hins vegar góð, lokuð gerði (hringgerði sem og 20x40 gerði). Við lofum hins vegar fallegu útsýni og góðri stemningu!

Sjáumst á Álftanesi þann 20. maí
Kveðja,
Mótanefnd Sóta

08.05.2017 09:48

Hafnarfjarðarmeistaramót

 

Katrín Ösp Eyberg keppti á Fljóð frá Grindavík í í tölti T7 á Hafnarfjarðarmeistaramóti Sörla var haldið um helgina.
Katrín og Fjóð urðu í 4.sæti í forkeppninni á laugardeginum og fóru því í A-úrslit.
A-úrslitin fóru fram á sunnudaginn þar sem þær stöllur unnu sig upp í 3 sæti.
Til hamingju með frábæran árangur.

 

26.04.2017 22:27

Kvennatölt

Katrín Ösp Eyberg var glæsilegur fulltrúi Brimfaxa á kvennatölti Spretts um sl. helgi. Katrín keppti í T3 í minna vanar á Fljóð frá Grindavík og Arif frá Ísólfsskála og var hún nokkrum kommum frá úrslitasæti á báðum hestunum.
Myndin er af Katrínu og Fljóð.

18.04.2017 20:34

Hestadagar 29. apríl - 1. maí


Aðsent:
Hestadagar verða haldnir dagana 29. apríl - 1. maí næstkomandi með glæsilegri dagskrá um land allt:

Laugardaginn 29. apríl
1. Gæðingafimi, Sprettur:

Þriðja árs nemendur Hólaskóla bjóða upp á kennslusýningu í gæðingafimi, og keppni í gæðingafimi í framhaldinu. Mjög sterkir knapar hafa nú þegar boðað komu sína. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir þá sem lenda í efstu sætunum.

Dagskrá: 
10:00-12:00 Kennslusýning reiðkennaraefni Hólaskóla.
13:00-17:00 Keppni í gæðingafimi.
Hlekkur á viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/1845581609038106/ 

2. Æskan og hesturinn í Víðidal 

Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 29. apríl næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins. Það er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur æfingatímabilsins hjá hinum ungu knöpum. 
Hópar ungra hestamanna frá öllum hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu: Fáki, Herði, Spretti og Sörla sýna fjölbreytt atriði sem þeir hafa æft í hverju félagi fyrir sig. Sýningarnar verða tvær: kl. 13:00 og 16:00. 
Súsanna Sand, formaður Félags tamningamanna, setur sýninguna og auk hinna fjölmörgu glæsilegu atriða sem börnin sýna munu Eurovisionstjörnurnar Hildur Kristín Stefánsdóttir og Aron Hannes Emilsson flytja nokkur lög. Að sýningu lokinni verður börnum boðið á hestbak í gerðinu hjá Reiðskóla Reykjavíkur. 
Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.

3. Ræktun 2017 - Kvöldsýning í Fákaseli

Stórsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, RÆKTUN 2017, fer fram í Fákaseli að Ingólfshvoli laugardaginn 29. apríl n.k. kl. 20:00. Áherslan verður á sýningar ræktunarbúa, afkvæmasýningar hryssna og stóðhesta ásamt hópa einstaklingssýndra hryssna og stóðhesta. 

Mörg spennandi ræktunarbú og afkvæmahópar hafa tilkynnt þátttöku sína. Ekki missa af rjóma Hrossaræktarsamtaka Suðurlands!

Sunnudaginn 30. apríl 

4. Sauðárkróki:
ÆSKAN OG HESTURINN er samstarfssýning hestamannafélaganna á Norðurlandi þar sem unga fólkið í viðkomandi félögum er með sýningaratriði á hestum. Atriðin eru fjölbreytt og skemmtileg og gaman að sjá unga og upprennandi knapa. 
Sýningin er haldin til skiptis í reiðhöllum á Norðurlandi og í ár verður hún í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki, 30. apríl kl. 14:00. 
Aðgangur ókeypis.
Allir velkomnir.
Veitingar seldar í anddyri reiðhallarinnar.

5. Skrúðreið í miðbæ Reykjavíkur 

Skrúðreiðin hefst formlega við Hallgrímskirkju kl. 13:00. Riðið verður niður Skólavörðustíg og um Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og inn á Austurvöll. Þar gefst fólki tækifæri til að klappa hestunum og spjalla við knapana. Frábær fjölskylduskemmtun!

6. Mánudaginn 1. maí - Dagur íslenska hestsins um allan heim 

Eigendur íslenska hestsins um heim allan eru hvattir til að gera sér glaðan dag með gestum og gangandi, bjóða í heimsókn í hesthús eða í útreiðartúr. Markmiðið er að kynna hestinn og hestamennsku, hafa gaman, njóta dagsins og slá á létta strengi! 

Þátttakendur eru hvattir til að deila upplifun sinni með myllumerkinu #horsesoficeland á samfélagsmiðlunum með ljósmyndum og myndskeiðum. Sá sem sendir inn skemmtilegustu myndina getur unnið vikupassa á Landsmót hestamanna í Reykjavík, dagana 27. júní til 3. júlí. 2018!

12.04.2017 19:31

Hestaferð

 
Hestaferð Brimfaxa 2017 verður farin dagana 21-24 júlí.
Lagt verður af stað úr Mosfellsdal þann 21. 
Hina dagana verður riðið um Þjóðgarðinn.
Þeir sem hafa frekari áhuga geta haft samband við ferðanefnd.
Kveðja
Jón Ásgeir og Ævar.

09.04.2017 23:51

Páskabingó

Páskabingó æskulýðsd. verður miðvikudaginn 12. apríl kl. 17:30 í reiðhöllinni.

08.04.2017 16:55

Úrslit

Skemmtimót Sóta og Brimfaxa var haldið 7. apríl sl. í Brimfaxahöllinni.
Keppt var í Smala.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. Valgerður S. Valmundsd. Móna frá Strandarhöfði / Brimfaxi
2. Jóhanna Harðardóttir Gosi frá Grindavík / Brimfaxi
3. Ragnar Eðvarðsson Sókrates frá Hestabrekku / Brimfaxi
4. Jörundur Jökulsson Prestur frá Kirkjubæ /  Sóti
5. Hörður Sigurðsson Fenja frá Holtsmúla / Brimfaxi

05.04.2017 20:40

Skemmtimót

Skemmtimót Sóta og Brimfaxa verður í reiðhöll Brimfaxa föstudaginn 7. apríl kl. 19:00
Keppt verður í Smala í einum flokki - 16. ára og eldri.
Skráning er opin á Sportfeng og skráningu lýkur föstudaginn 7 apríl kl. 18:00 og velja þarf Brimfaxa sem mótshaldara.

Skráningargjöld:
16 - 21 árs - 500 kr.
Eldri  - 1000 kr.

Eftir mót verður boðið upp á grillaðar pylsur og slegið á létta strengi.
Vonandi sjáum við sem flesta hvort sem þeir koma til að keppa eða til að hvetja.

Kveðja, Mótanefnd.


03.04.2017 11:23

Úrslit T7 og T3

Frá Sóta:

Það var lyginni líkast hvað veðrið var gott á þriðju og síðustu vetrarleikum Sóta og Brimfaxa í dag 1. april. Keppt var í tölti þ.e.a.s. T7 og T3. Mótið tókst vel en að öðrum ólöstuðum má segja að par keppninar hafi verið Enok Ragnar og hestagullið Reina frá Hestabrekku. Einnig var gaman að sjá hvað margir áhorfendur mættu og sóluðu sig á meðan þeir fylgdust með skemmtilegri keppni. Kærar þakkir til allra sem mættu.

T7 – Pollaflokkur
Sindri Snær Magnússon Hermína frá Hofsstöðum

Tölt T7 - Barnaflokkur
1. Lilja Rós Jónsdóttir Dagur frá Miðkoti
2. Magnús Máni Magnússon Hermína frá Hofsstöðum

Tölt T7 - Unglingaflokkur
1. Birna Filippía Steinarsdóttir Kolskeggur frá Laugabóli
2 .Ásdís Agla Brynjólfsdóttir Brún frá Arnarstaðakoti
3. Sylvía Sól Magnúsdóttir Sigurfari frá Húsavík

Tölt T7 – Karlar
1. Enok Ragnar Eðvarðss Reina frá Hestabrekku
2. Jóhann Þór Kolbeins Hrönn frá Síðu

Tölt T7 – Konur
1. Valgerður Söring Valmundsdóttir Fenja frá Holtsmúla 1

Tölt T7 – Heldri menn og konur 50+
1. Jörundur Jökulsson Skutla frá Vatni
2. Ari Sigurðsson Gyllir frá Miðmundarholti 1
3. Guðmunda Kristjánsdóttir Fáinn frá Langholtsparti
4. Hilmar Knútsson Ilmur frá Feti

Tölt T3 - Unglingaflokkur
1. Sylvía Sól Magnúsdóttir Sigurfari frá Húsavík
2. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir Brún frá Arnarstaðakoti
3. Birna Filippía Steinarsdóttir Kolskeggur frá Laugabóli

Tölt T3 – Ungmennaflokkur
1. Margrét Lóa Björnsdóttir Breki frá Brúarreykjum

Tölt T3 – Konur
1. Valgerður Söring Valmundsdóttir Fenja frá Holtsmúla 1

Tölt T3 – Karlar
1. Jón Ásgeir Helgason Hrafntinna frá Götu

Tölt T3 – Heldri menn og konur 50+
1. Jörundur Jökulsson Prestur frá Kirkjubæ

Myndir sem Steinunn og Guðmundur frá Sóta tóku má finna hér:
https://www.facebook.com/pg/HestamannafelagidSoti/photos/…

29.03.2017 09:07

Vetrarleikar 3

Þriðju og síðustu vetrarleikar Sóta og Brimfaxa fara fram n.k. laugardag, 1. apríl á vallarsvæði Sóta á Álftanesi. Mótið hefst kl. 14:00

Keppt verður í Tölti T7 og T3
T7 - Hægt tölt, snúið við og fegurðartölt á frjálsum hraða
T3 - Hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og greitt tölt.

T7 - Allir keppendur í hverjum flokki inni á vellinum í einu. Dómarar raða í sæti.
Flokkar: Pollar, börn, unglingar, ungmenni, karlar, konur, heldri menn og konur.

Kaffihlé.
Veitingar seldar í félagshúsi Sóta. Athugið að eingöngu er hægt að greiða með peningum.

T3 - Þrír keppendur inni á vellinum í einu. Dómarar raða í sæti.
Flokkar: Börn, unglingar, ungmenni, karlar, konur, heldri menn og konur.

Að lokinni keppni verður verðlaunaafhending í félagshúsi Sóta þar sem stigahæstu einstaklingar vetrarleikanna fá viðurkenningu.

Skráning fer fram á sportfeng og líkur henni á miðnætti fimmtudaginn 30. mars.

Skráningargjöld:
Frítt fyrir polla.
Börn, unglingar og ungmenni - 1000. kr. hver skráning
Karlar, konur, heldri menn og konur  -1500 kr. hver skráning

Hlökkum til að sjá ykkur öll í veðurblíðunni á Álftanesi. Koma svo! Allir með!

28.03.2017 22:51

Breyting á dagskrá!

Ræktunar- og kerruferð að Litlalandi í Ölfusi sem áætlað var að fara laugardaginn 8. apríl hefur verið breytt en farið verður laugardaginn 29. apríl.

20.03.2017 23:11

Hestanudd

Elín Huld Kjartansdóttir er útskrifuð sem sjúkraþjálfari fyrir hesta í Danmörku. Í náminu var m.a kennt nudd, höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð, rétta liði, 27.mars til 1. apríl n.k. verður hún á Íslandi og verður í Grindavík fimmtudaginn 30.mars Tíminn kostar 6000 kr. Hesturinn þinn gæti haft gagn af nuddi ef:

-þér finnst hesturinn skakkur

-hesturinn þinn hefur orðið fyrir skaða; t.d fengið spark

-slasast við þjálfun eða hefur verið vitlaust þjálfaður

-hesturinn er mikið missterkur í frumtamningu og/eða eftir mikla þjálfun

-hesturinn sækir í að skekkja sig

-hestur hefur fest i girðingu eða einfaldlega dekur og tékk fyrir sumarið :)

Meðferðin fer fram þannig að hesturinn er skoðaður á hreyfingu, vöðvar þreifaðir og athugað hvort að liðir séu læstir/takmarkaða hreyfigetu. Unnið er með hestin eftir því hvað hentar best fyrir hann og eigandi fær upplýsingar hvað hann getur gert fyrir hestinn i framhaldi af því.

Skilyrði:

-hesturinn verður að vera eldri en 3 vetra

-æskilegt er að hestur hafi frí 24 klst eftir nudd

-Ekki er mælt með að leggja óvenjumikið álag á hest stuttu eftir nudd

Hægt er að panta tíma eða fá Nánari upplýsingar um meðferðina í skilaboðum hjá Elínu á netfangið [email protected] eða hjá Katrínu í síma 848-8226 eða á netfangið [email protected]

 

20.03.2017 12:38

Folaldasýning - úrslit

 

Hestfolöld
 
1.Sæti Sæmar frá Stafholti. Brúnskjóttur
Móðir Myrra frá Stafholti
Faðir Sæþór frá Stafholti
Ræktendur Guðmunda og Páll
Eigandi Marver ehf
 
2.Sæti Sær frá Syðra- Langholti. Brúnn
Móðir Glóð frá Miðfelli 5
Faðir Sæþór frá Stafholti
Eigandi og ræktandi Sigmundur Jóhannesson
 
3. Sæti Fengur frá Grindavík. Fífilbleikur
Móðir Fold frá Grindavík
Faðir Ómur frá Kvistum
Eigandi Styrmir Jóhannsson
 

Merfolöld

1. Sæti Jörð frá Firði. Móálótt
Móðir Veröld frá Síðu
Faðir Skaginn frá Skipaskaga
Eigandi og ræktandi Aron Óskarsson
 
2. Sæti Þrá frá Syðra-Langholti Jörp
Móðir Mylla frá Feti
Faðir Ölnir frá Akranesi
Eigandur og ræktendur:
Arna Þöll Sigmundsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson
 
3. Sæti Vigdís frá Aðalbóli 1. Grá
Móðir Ylja frá Holtsmúla
Faðir Örlygur frá Efra-Langholti
Ræktandi Aðalból ehf
Eigendur Styrmir Jóhannsson og Jóhann Þór Ólafsson.
 

Glæsilegasta folald að mata dómara: Jörð frá Firði.

Styrktaraðili sýningu var Maron ehf.

 

Flettingar í dag: 249
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 520
Gestir í gær: 108
Samtals flettingar: 481351
Samtals gestir: 49250
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 11:56:38