28.03.2015 22:09

Páskabingó

Páskabingó æskulýðsnefndar Brimfaxa verður mánudaginn 30. mars kl. 17:00 á veitingastofunni Vör á Hafnargötu 9.

Fullt af páskaeggjum og aukavinningum :)

27.03.2015 14:10

Folaldasýningin á morgun 28. mars

Folaldasýning Brimfaxa verður á morgun laugardaginn 28. mars kl. 13:00 í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu.
Maggi Lár kemur að dæma og veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu merfolöldin og 3 efstu hestfolöldin.
Skráning er hjá Styrmi í síma 824-2413
Styrktaraðili og gefandi verðlauna er Marver ehf.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

26.03.2015 08:27

Framhaldsskólamótið 2015

Aldís Gestsdóttir keppti í fjórgangi í unglingaflokk á úrtökumóti 15. mars sl. fyrir framhaldsskólamótið 2015 og komst inn í aðalkeppnina sem fór fram í Sprettshöllinni 21. mars sl. þar sem hún stóð sig vel.
Aldís keppti á Gleði frá Firði sem er í hennar eigu.

25.03.2015 21:42

FEIF Youth Camp í Þýskalandi 2015

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 28. júní  - 5. júlí 2015 í Berlar í Þýskalandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13 - 17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.  Umsækjendur þurfa að hafi einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilji og geti talað ensku.

Búðirnar eru haldnar í Reitschule Berger í Bestwig-Berlar sem er 150 km fyrir austan Dusseldorf.  Meginþema búðanna í ár verður Sirkus æfingar án hesta. Eftir vikuna verður sett upp sýning sem þátttakendur taka þátt í.  

Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Þýskalandi er sem dæmi:

  • Heimsókn í hið fræga hestasafn Warendorf í Munster.

  • Dagur með heimsmeisturunum Silke Feuchtofen og Jolly Schrenk

  • Heimsókn í skemmtigarðinn "Fort Fun" (www.fortfun.de)

  • Heimsókn í járnnámu sem er í nágrenninu.

  • Einn til tveir dagar í æfingum á hestum.  


Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2015 og skulu umsóknirnar berast á netfangið aeskulydsnefnd@lhhestar.is fyrir þann tíma. Í umsókn þarf að koma fram nafn, heimili, kt, sími, félag, reynsla af hestamennsku, ljósmynd og stutt frásögn af umsækjanda.

Þátttökugjald er 590 EUR og hefur hvert land rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

Kveðja frá Æskulýðsnefnd LH

24.03.2015 09:01

Folaldasýning Brimfaxa

Folaldasýning Brimfaxa verður haldin laugardaginn 28. mars kl. 13:00 í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu.
Dómari verður Magnús Lárusson og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu folöldin í hvorum flokk.

Skráning og upplýsingar eru hjá Styrmi í síma 824-2413

23.03.2015 12:32

Tvígangsmót Sóta

Sylvía Sól Magnúsdóttir var í 2. sæti á Fenju frá Holtsmúla í 18 ára og yngri flokk á opna tvígangsmóti hestamannafélagsins Sóta sem haldið var 21. mars sl. á félagssvæði Sóta.

22.03.2015 12:08

Hinn stórhuga velunnari félagsins er 60 ára í dag

Kæri Hermann.

Til hamingju með 60 ára afmælið.

Við Brimfaxafélagar sendum þér afmæliskveðjur
og þér og fjölskyldu þinni þakklæti.

20.03.2015 20:34

Hesta- og menningardagur 22.mars

Í tilefni hestadaga sem nú eru haldnir um land allt og menningardaga í Grindavík, langar okkur í æskulýðsnefnd Brimfaxa að fá félagsmenn í fjölskyldureiðtúr og hafa síðan opið hús í höllinni okkar sunnudaginn 22. mars.
Lagt verður af stað frá Brimfaxahöllinni kl. 14:00 og reiðtúrinn endaður inni í höllinni.
Eftir reiðtúrinn verður opið hús þar sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Gaman væri að sem flestir gætu séð sér fært að koma með hest og teyma undir krökkunum.
Kveðja, æskulýðsnefnd.

19.03.2015 21:49

Framhaldsaðalfundur

Kæru félagar.
Framhaldsaðalfundur verður haldinn mánudaginn 30. mars kl. 19:00 í sal Stakkavíkur.
Fundarefni:
Reikningar félagsins
Reiðhöllin
Önnur mál
Kveðja, stjórnin.

16.03.2015 11:59

Kvennadeild Brimfaxa

Kvennadeild Brimfaxa verður með veitingar til sölu til styrktar starfsemi félagsins á traktors- og bílasýningu Hermanns í Stakkavík laugardaginn 21. mars  frá kl. 10:00 - 17:00
Sýningin og veitingarnar verða í sal við Seljabót 7, 2. hæð (gengið inn að ofan)

08.03.2015 12:48

Æskan og hesturinn 2015

Æskan og hesturinn verður sunnudaginn 15. mars í reiðhöllinni í Víðidal.
Sýningar verða kl. 13:00 og 16:00
Allir velkomnir og frítt inn.

05.03.2015 10:03

Hestadagar 19-21 mars

Hestadagar verða haldnir hátíðlegir um land allt dagana 19-21. mars.
Í tengslum við þá verða haldin 2 mót til styrktar landsliðinu okkar í hestaíþróttum, Svellkaldar konur og þeir allra sterkustu.
Landsliðið mun svo keppa fyrir okkar hönd á HM Íslenska hestsins í Herning, Danmörku 3-9. Ágúst 2015.

15. mars Æskan og hesturinn.
Reiðhöllin í Víðidal kl. 13:00 og kl. 16:00 - frítt inn.

19-21. mars Hestadagar
Fimmtudagur - Opnunarhátíð í ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17:00
Föstudagur - Opið hús í hesthúsum landsins kl. 17:00 - 19:00
Laugardagur - Hópreið í miðbæ Reykjavíkur kl. 13:00

21. mars Svellkaldar konur
Skautahöllin í Laugardal kl. 16:30 - 1000 kr. inn

4. apríl Þeir allra sterkustu
Sprettshöllinni kl. 20:00 - 3500 kr. inn.

Frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

01.03.2015 12:55

Hestaferð í sumar

Ágætu Brimfaxafélagar.

Ferðanefndin hefur skipulagt hestaferð í sumar dagana 26/6 til 29/6. Hugmyndin er að byrja í Hvítárdal í Hrunamannahreppi og fara þaðan um Brúarhlöð, með Hvítá að vestanverðu um Brattholt og Gullfoss og síðan með Kjalvegi í Fremstaver 20-25km.
Dagur 2 Fremstaver Svínárnes farinn Bláfellsháls norður fyrir Hvíárbrú svo austur fyrir Jökulfall og í Svínárnes þetta er lengsta dagleiðin sennilega hátt í 30km.
Dagur 3 Svínárnes Helgaskáli þetta er þægileg dagleið bæði farin reiðgata og gömul trússbraut sennilega innan við 20 km.
Dagur 4 Helgaskáli Mástunga þetta er skemmtileg leið farið niður með Stórulaxárgljúfri að vestan niður á eyðibýlið Hrunakrók þar austur yfir Stórulaxá og veiðveginn í Mástungu 20-30km.

Reynt var að velja leiðir þannig að dagleiðir yrðu ekki mjög langar.
Hámarksfjöldi er um 20 manns.
Þeir félagar sem hafa ætla að fara eru beðnir að skrá sig hjá ferðanefnd fyrir 1 maí.

Skráningargjald er 5000 kr. fyrir manninn sem rennur svo upp í kosnað þegar gert verður upp. Þetta er ferð sem flestir eitthvað vanir reiðmenn ættu að geta farið svo er ekkert mál að fara í bíl einhverja áfanga ef fólk vill. Mælt er með að þeir sem vilja ríða alla áfanga hafi a.m.k. 3 fullgerða hesta. Stefnt verður að því að hafa matarinnkaup og matseld með svipuðu sniði og í síðustu ferð og reynum endilega að hafa eins gaman.

Fyrir þá sem una hestinum er fátt betra en ferðalag á hestum með góðu fólki. Ef eru spurningar er best að hafa samband við Ævar í síma 892-7094.

Með kveðju ferðanefndin.

27.02.2015 22:36

Myndaalbúmið

Eldri myndir eru nú að rata í myndaalbúmið.
Fylgist með.

Flettingar í dag: 215
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 933
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 813102
Samtals gestir: 93521
Tölur uppfærðar: 23.9.2018 18:06:32