11.05.2015 20:42

Töltmót Brimfaxa

Töltmót Brimfaxa verður haldið föstudaginn 29. maí kl. 18:00
Keppt verður í pollaflokk, barnaflokk, unglingaflokk, ungmennaflokk, kvennaflokk og karlaflokk.
Eftir mót er fyrirhugað að grilla og hafa gaman saman.
Mótið verður auglýst betur þegar nær dregur.
Kveðja, mótanefnd.

08.05.2015 13:59

Fleiri myndir frá 1. maí

Fleiri myndir frá 1. maí ferðinni eru komnar í myndalbúmið sem Jóhanna Harðard. og Sylvía Sól tóku.

04.05.2015 13:50

Myndir frá 1. maí

Munda tók nokkrar myndir í 1.maí ferðinni sem eru komnar í myndaalbúmið.

27.04.2015 18:41

Námskeið fyrir ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir HM

Boðið verður upp á námskeið/aðstoð við þjálfun fyrir öll ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Kennari verður Þórarinn Eymundsson.  Námskeiðið verður haldið í Andvarahöllinni núna um helgina 2.-3. maí og hefst kl. 8:30.
Allar nánari upplýsingar veitir Páll Bragi liðsstjóri landsliðsins.
Skráning er hafin á Sportfeng, námskeið, Ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir HM
Bestu kveðjur,
Páll Bragi

27.04.2015 14:00

Ísólfsskálareið

Kæru félagar.
Á föstudaginn 1. mai ætlum við Brimfaxafélagar að fara í okkar árvissu Ísólfsskálareið, lagt verður af stað kl. 13.00 frá hesthúsunum.
Það verða veitingar á staðnum þannig að fólk þarf að hafa með sér pening ekki kort. Fullorðnir 1000. kr börn 500.
Kær kveðja.
Formaðurinn.

21.04.2015 15:06

Kvennatölt Spretts

Fljóð frá Grindavík sem er ræktuð af og í eigu Styrmis Jóhannssonar varð í 4. sæti í A-úrslitum í byrjendaflokk á Kvennatölti Spretts sem var 18. apríl sl. Knapi hennar var Marie-Josefine Naumann og voru þær í 1.sæti inn í A-úrslit og eftir harða úrslitakeppni urðu þær í 4. sæti sem er frábær árangur hjá nýliðum í keppni.

Brimfaxi átti þrjá fulltrúa á mótinu en Stella Ólafsdóttir og Katrín Eyberg kepptu í byrjendaflokk og Valgerður Valmundsdóttir í Minna vanar flokk og allar stóðu sig vel og sýndu góða sýningu.
Á mótinu mátti sjá fleiri ræktunarnöfn frá Grindavík, en Jóhanna Ólafsdóttir keppti á Heklu frá Grindavík í byrjendaflokk en Hekla er ræktuð af Ólafi R. Sigurðssyni. 

Yfir 150 konur kepptu á kvennatölti Spretts sem er metþáttaka og knapar og ræktendur úr Grindavík létu sig ekki vanta.
Meðfylgjandi mynd er af Valgerði á Pöndru frá Álfhólum á kvennatöltinu og við óskum eftir myndum frá mótinu og þær má senda á brimfaxi@gmail.com

20.04.2015 13:26

Skjal frá Sótamönnum

Sótafélagar létu Brimfaxafélaga hafa þakkarskal fyrir móttökurnar sl. laugardag, á skjalinu er vísa sem er eftirfarandi:

Til Grindavíkur er leiðin greið
glöð frá nesinu leggjum á skeið
með reistan makka
við viljum þakka
Brim-faxa félögum þessa reið

Meðfylgjandi myndir eru af skjalinu og Steinunni Guðbjörnsdóttur og Hilmari Larsen sem Munda tók. Brimfaxi vill þakka Sóta fyrir frábæra heimsókn.

17.04.2015 15:16

Hestaferðin í sumar

Síðasti skráningardagur í hestaferðina í sumar er 1. maí nk.
Sjá auglýsingu hér: HESTAFERÐ

15.04.2015 08:31

Reiðtúr með Sótamönnum

Laugardaginn 18. apríl ætla félagsmenn úr hestamannafélaginu Sóta á Álftanesi að koma í heimsókn og fara í reiðtúr með okkur Brimfaxafélögum.
Reiðtúrinn hefst kl. 14:00 og við leggjum af stað frá hesthúsinu að Þórkötlustöðum og förum Hópsneshringinn og endum reiðtúrinn á kaffiveitingum og léttu spjalli.
Allir velkomnir.
Kveðja, formaðurinn.

13.04.2015 15:40

Lokamót vetrarleika Sóta

Sylvía Sól Magnúsdóttir var í 1. sæti á Sigurfara frá Húsavík í 17 ára og yngri flokk á opna þrígangsmóti Sóta sem haldið var 11. apríl sl.
Sylvía varð einnig á sama móti í 5. sæti í hindrunarstökki á Sigurfara frá Húsavík.

Opna þrígangsmót Sóta var þriggja leikja mótaröð og stigakeppni þar sem keppt var í tveimur aldursflokkum í smala, brokk og hindrunarstökki og svo ein- tví- og þrígang þar sem Sylvía Sól sigraði stigakeppnina þar sem hún var stigahæst í sínum aldursflokk.

Til hamingju Sylvía Sól með frábæran árangur.

11.04.2015 12:22

Málverk og fl.

Ljósmyndarinn Nikólína Jónsdóttir hefur tekið myndir á viðburðum hjá Brimfaxa og myndir frá henni má m.a. sjá hér: http://brimfaxi.is/photoalbums/261683/
Hún er einnig með flickr myndasíðu sem má finna hér til vinstri á heimasíðunni en til gamans að þá er Lína líka mikill teiknari og málari og myndir frá henni má sjá í myndaalbúminu undir Nikólína.
Við þökkum Línu fyrir að lofa okkur að setja myndirnar hérna inn.

10.04.2015 08:20

Sótamenn í heimsókn

Laugardaginn 18. apríl ætla félagsmenn úr Sóta á Álftanesi að koma í heimsókn til okkar með hesta sína og við förum saman í reiðtúr.
Nánari auglýsing kemur þegar nær dregur.

06.04.2015 13:20

Kilja í 4 sæti með 8,39

Kilja frá Grindavík var flott á vellinum á þeim allra sterkustu og varð í 4. sæti með 8,39 sem eru engar smá tölur.
Knapi og þjálfari Kilju er Jakob Svavar Sigurðsson og óskum við honum og Hermanni til hamingju með frábæran árangur.

Fyrir áhugasama má sjá úrslitin í myndbandinu hér að neðan sem var tekið af hestafrettir.is og Kilju má sjá á mín. 0:10, 1:03, 2:23, 3:09, 4:06, 5:13, 6:10, 6:38 og 6:54

04.04.2015 13:25

Hesta- og menningardagurinn

Myndir frá Hesta- og menningardegi Brimfaxa eru komnar í myndalbúmið sem Jóhanna Harðardóttir og Sylvía Sól Magnúsdóttir tóku.

Forsíðumyndin er af Ólafi R. Sigurðssyni að leggja af stað í reiðtúrinn og myndina tók Jóhanna Ólafsdóttir.

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 261
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 925000
Samtals gestir: 113240
Tölur uppfærðar: 17.7.2019 06:54:02