30.11.2016 13:17

Rauðka

Frægasti hestur Grindvíkinga er án efa Rauðka sem bjargaði Karlssyni frá Ísólfsskála frá ræningjum í Tyrkjaráninu árið 1627. Rauðka hefur verið rauð á litinn eins og nafnið gefur til kynna en oft er hestum gefið nafn eftir litnum sem þeir hafa og algengara áður fyrr en núna að nefna hestana eftir lit.
Engar aðrar upplýsingar eru til um Rauðku nema það sem sagan segir (enda langt, langt síðan) en í dag eru öll hross merkt og skráð og hægt að skoða t.d. ættir þeirra í gagnagrunni sem heitir WorldFengur sem er eiginlega eins og Íslendingabók hestsins.
Einn elsti hestur sem er skráður í WorldFeng var fæddur 1860, það var hryssa sem hét Gráskjóna frá Gullberastöðum sem var gráskjótt en fædd bleikskjótt.
Ætli eldri hross en hún séu skráð í WorldFeng ?

29.11.2016 19:16

Hestanöfn í Grindavík

Allir hestar heita eitthvað og í Grindavík eru margir hestar, en hvað heita þeir ?
Hér eru nöfn á nokkrum hestunum sem búa í Grindavík ??

Hlynur, Ilmur, Vala, Hetta, Fengur, Aron, Vopni, Funi, Freysting, Fljóð, Prinsessa, Fjöður, Þorbjörn, Máttur, Fjölnir, Skarði, Fíóna, Flétta, Skarði, Santo, Prímadonna, Milla, Stelpa, Fenja, Höfði, Móna, Maron, Fengur, Mótor, Sigmar, Sævík, Ormar, Ending, Sókn, Framfari, Birtingur, Muggur, Þórkatla, Vera, Mundi, Mökkur, Sæþór, Una, Sævör, Bára, Stefnir, Messa, Bjartmar, Mirra, Sikill, Hvinur, Frænka, Kolskeggur, Kraftur, Óskar, Byr, Tígull, Bigga, Lára
Kolsvört, Fura, Von, Reynd, Donna, Freyja, Eysteinn, Vera, Nagli, Þyrnirós, Prinsessa, Pegasus, Frosti, Funi, Össur, Hásteinn, Eik og Brimfaxi.

29.11.2016 09:50

Krakkadagar á heimasíðunni

 
Það verða krakkadagar á heimasíðunni næstu daga.
Efni um allt og ekkert og smá fróðleik.
Fylgist með ??

28.11.2016 19:26

Aðalfundur

Um leið og við minnum á aðalfundinn þann 6. des. nk. þá hvetjum við þá sem hafa áhuga á að koma í stjórn eða nefndir félagsins að senda okkur póst eða láta í sér heyra á annan hátt.
Við tökum öllum fagnandi sem vilja félaginu vel og vilja koma góðum hlutum í verk okkur til heilla.
Kveðja, stjórnin.

26.11.2016 21:44

Frá ferðanefnd Mána

Ferðanefnd hestamannafélagsins Mána langar að bjóða Brimfaxa að koma á kótilettukvöld 4. desember nk. Kvöldið er fjáröflunarkvöld nefndarinnar og kostar 3000 kr. fyrir manninn og 1000 kr. fyrir yngri en 12 ára. Væri gaman ef sem flesir vildu koma og hafa gaman saman.
fyrir hönd ferðanefndar Mána
Guðrún K. Ragnarsdóttir, Vogum
--------------------------------------------

Auglýsing:

Ferðanefnd Mána sagði frá því á aðalfundi félagsins að nefndin er búin að vinna að því að fá gamla uppgróna malargryfjuna til afnota fyrir félagsmenn. Landeigandi er Theodór Guðbergsson í Garði og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Grifjan er sjávarmegin við "skeifuna" okkar svokölluðu á leiðinni út í Garð.
Ætlunin er að gera þarna hólf fyrir hestana og útbúa aðstöðu fyrir okkur til að grilla, tilla okkur og eiga góðar stundir. Þetta er gríðarlega skemmtilegur staður og á án efa eftir að verða vinsæll áningastaður. Okkur í ferðanefnd langar að sem flestir taki þátt í hugmyndavinnunni við þetta verkefni og ætlum við því að hittast í grifjunni laugardaginn 26. nóv kl. 14:00 og vonumst til að sem flestir mæti.
Við þurfum fjármagn til framkvæmdanna, og ætlum því að vera með kódilettukvöld 4. des. n.k. kl. 19:00 í félagsheimili Mána og kostar kr. 3.000.- fyrir manninn og 1000 kr fyrir yngri en 12 ára. Hvetjum alla til að mæta, hafa með sér gesti og láta orðið beras.
Matvæladreifing ehf. ætlar að styrkja okkur um allt meðlæti, og ef einhver eða einhverjir vilja styrkja okkur í sambandi við kjötið þá er allt vel þegið.
Skráning fer fram hjá Kristmundi í síma 893-3191

25.11.2016 23:11

Kvennakvöld Líflands

Hið vinsæla Kvennakvöld Líflands verður haldið fimmtudaginn 1. desember kl. 19:00 á Lynghálsi 3 í Reykjavík. 
Frábær skemmtiatriði, glæsileg tískusýning, happdrætti með góðum vinningum, jólatilboð o.fl.
Tilvalið að hittast í góðum vina hópi og hafa gaman saman.
Nánari upplýsingar á www.lifland.is

Verið velkomin

22.11.2016 15:13

Námskeið í múlahnýtingum

Æskulýðsdeildin ætlar að starta vetrinum þriðjudaginn 29. nóvember klukkan 17:00 með námskeiði í múlahnýtingum, ef að næg þáttaka verður

Krakkar yngri en 10 ára þurfa að hafa með sèr aðstoðarmann til öryggis en við viljum endilega fá fullorðna fólkið til að kíkja líka á námskeið.

Verð fyrir krakka er 3.000 kr Fyrir fullorðna 7.900 kr

Innifalið er efni í 1 bandmúl sem hnýttur er á námskeiðinu en svona múll kostar 5.900 kr.
 
Viljum þurfum að fá fyrirfram skráningar á námskeiðið annaðhvort á brimfaxi@gmail eða í síma 8480143 (Jóhanna)
Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 24. nóvember.

Vonandi sjáum við nú sem flesta!

Æskulýðsdeildin.

22.11.2016 14:01

Aðsent

Frestur vegna skila á haustskýrslum hefur verið framlengdur til 1. desember.

Sjá hér frétt þess efnis: Frestur

19.11.2016 20:42

Aðalfundur 6. des

Aðalfundur Brimfaxa verður þriðjudaginn 6. desember kl. 20:00 í reiðhöllinni.

Dagskrá er eftirfarandi.

1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritarra.
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar.
3. Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins.
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
5. Reikningar bornir undir atkvæði.
6. Árgjald ákveðið.
7. Kosning stjórnar og kosning formanns.
8. Rekstur reiðhallarinnar og fyrirkomulagið í vetur.
9. Önnur mál.
10. Fundi slitið.

03.11.2016 21:40

Hindrun

Upp er komin hindrun á Leitinu sem eykur öryggi hestamanna til muna.
Þetta er frábært framtak og Brimfaxi sendir öllum sem komu að máli þakkir fyrir.

03.11.2016 08:20

Styttist í aðalfund

Það styttist í aðalfund og það vantar fólk í nefndir.
Brimfaxahöllin er næstum því tilbúin til að fá fullt starfsleyfi og því er núna tími til að spá í hvað við viljum gera í vetur og nefndir geta farið fljótlega eftir aðalfund að setja saman dagskrá.
Aðalfundurinn verður auglýstur þegar nær dregur.

28.10.2016 21:53

Landsþing

Hilmar og Guðbjörg fóru á landsþing hestamanna sem haldið var að þessu sinni í Stykkishólmi 14. - 15. október 2016
Á heimasíðu LH má finna skýrslur þingnefnda og fleira.

26.10.2016 22:38

Uppskeruhátíð hestamanna

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin í Gullhömrum Grafarholti þann 5. nóvember. Það stefnir í frábært kvöld með góðum mat, frábærum félagsskap, verðlaunaafhendingum, kveðju frá Gísla Einars í Landanum og öðru skemmtiefni.

Hátíðin verður með hefðbundnu sniði og síðustu ár þar sem LH og FHB standa saman að hátíðinni. Að venju verður glæsileg þriggja rétta máltíð, glæsileg dagskrá og ball í lokin innifalið í miðaverðinu sem er óbreytt, 9.600 kr. Ef menn kjósa að mæta bara á ballið, þá kostar sá miði 2.500 kr. og verður hleypt inn á það eftir að borðhaldi lýkur.

Miðasalan er hafin í Gullhömrum og hægt er að panta borð með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Borðapantanir fara þannig fram að sá sem pantar, greiðir fyrir pantaða miða eða sendir lista með nöfnum þeirra sem greiða fyrir borð á hans nafni. Borðapöntun er staðfest með greiðslu inná reikning 301-26-14129, kt. 660304-2580 og senda skal kvittun á netfangið hér að ofan.

Matseðill kvöldsins:
Humarsúpa með ristuðum humarhölum og nýbökuðu brauði
Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu
Logandi crême brulêe með kókosís og ávöxtum

Stjórnir LH og FHB hvetja alla hestamenn til að gera sér glaðan dag og fagna saman góðu gengi hestamennskunnar á árinu. 

23.10.2016 15:43

Siðareglur

Siðareglur Brimfaxa voru kynntar á félagsfundi 7. október 2016.
Plaggið er aðgengilegt til lesturs í reiðhöllinni en einnig er hægt að fá það sent í pdf formi í tölvupósti ef félagsmenn óska þess.

17.10.2016 13:21

Öruggir reiðvegir

Þessa dagana vinnur LH að endurskoðun reiðleiða á SV horninu. Samningur Grindavíkurbæjar og Brimfaxa hefur markað stefnu í reiðvegamálum og reiðveganefnd Brimfaxa sendi nú í haust til LH
3. ára áætlun fyrir reiðvegastyrki til félagsins þar sem áætlað er lagfæring og stofnun reiðvega.
Grunnur að hestaíþróttaiðkun er öryggi sem lítur til að reiðleiðir séu öruggar og eingöngu fyrir hestaumferð.

Flettingar í dag: 350
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 586
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 590149
Samtals gestir: 62591
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 16:03:23