02.09.2014 21:11

Beitin búin

Til þeirra sem eru enn með hesta í félagsgirðingunni.
Þar sem beitin er nánast búin þá þurfa þeir sem eiga hest eða hesta að taka hrossin í síðasta
lagi um helgina.
Kv.
Formaðurinn.

01.09.2014 13:34

Aðalfundur 15.okt. 2014

Aðalfundur Brimfaxa verður haldinn 15. október 2014.
Nánar auglýst síðar.
Kveðja, stjórnin.

29.08.2014 22:17

Ný reiðvegaskilti hjá hmf Sprett

Aðsent

 

Reiðveganefnd Sprett hefur verið að vinna að því að setja upp reiðvegaskilti á athafnasvæði Spretts, um er að ræða 18 vegpresta með samtals 48 vegvísum, einnig verða allir áningastaðir merktir.  Búið að að setja upp vegpresta á Kjóavöllum, Vatnsendaheiði, við Elliðavatn, Smalaholt og við Bugðu, samtals 13. vegprestar. Það sem eftir er verður klárað á þriðjudag 2 sept. n.k. en það er með Flóttamannavegi og í Hjalladal samtals 5. vegprestar.
 
Kveðjur
Halldór Halldórsson
reiðveganefnd
 

 

28.08.2014 23:13

Riter Cup í Golfi í Grindavík

Á morgun 29. ágúst fer fram árlegt Golfmót Hestamanna en mótið verður haldið á Húsatóftavelli í Grindavík.

Dagskrá

10:30 Rútferð frá reiðhöll Spretts í Garðabæ

11:15 Mæting á Húsatóftavöll. Boðið verður uppá léttar veitingar, farið yfir leikfyrirkomulag og liðin kynnt.

12:00 Ræst er út á öllum teigum samtímis.

17:30 Rúta ekur keppendum í Bláa Lónið þar sem keppendum er boðið í slökun í Lóninu

19:30 Fordrykkur í Eldborgarsal Bláa Lónsins. (Rúta ekur keppendum)

20:00 Veisla, verðlaunafhending og taumlaus gleði

27.08.2014 13:31

Myndir

Ragnar Eðvarðsson tók fullt af myndum úr Brimfaxaferðinni, þær eru komnar í myndaalbúmið.

15.08.2014 07:17

Ferðamenn

Ferðafélagar úr hestaferðinni Fontur - Reykjanestá 2014 komu til Grindavíkur 14. ágúst. Gestum var boðið í kaffi og bakkelsi í hesthúsinu hjá Palla og Mundu áður en haldið var af stað til að ná lokaáfanganum.

Myndir frá komu þeirra til Grindavíkur má sjá í myndaalbúminu. Einnig má sjá myndir og ferðasögur á facebook síðu þeirra undir nafninu Fontur - Reykjanestá 2014.

13.08.2014 13:20

Kilja frá Grindavík með hæstan dóm

Kilja frá Grindavík sem er í eigu Hermanns er með hæstan dóm á síðsumarsýningunni á Miðfossum. Hún er með 8,43 fyrir hæfileika og 8,31 í aðaleinkunn.

Dóm Kilju má sjá hér: (tekið af Eidfaxi.is)

IS2007225698 Kilja frá Grindavík
Örmerki: 968000003937784
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Hermann Thorstensen Ólafsson
Eigandi: Hermann Thorstensen Ólafsson
F.: IS1996181791 Geisli frá Sælukoti
Ff.: IS1988188239 Gustur frá Grund
Fm.: IS1986258162 Dafna frá Hólkoti
M.: IS1993285619 Kilja frá Norður-Hvammi
Mf.: IS1990185611 Skafl frá Norður-Hvammi
Mm.: IS1982235751 Framtíð frá Skarði 2
Mál (cm): 144 - 132 - 139 - 65 - 143 - 28,0 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 9,0 - V.a.: 7,4
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 7,5 - 9,0 - 7,5 - 7,5 - 9,0 - 7,5 = 8,13
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 7,5 = 8,43
Aðaleinkunn: 8,31
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson

 

28.07.2014 07:38

Brimfaxaferðin

Jón Ásgeir Helgason tók myndir í Brimfaxaferðinni, þær má sjá í myndaalbúminu.

27.07.2014 15:24

ÍslandsmótiðBrimfaxi átti þrjá glæsilega fulltrúa í yngri flokkum á Íslandsmótinu og mega Brimfaxafélagar vera stoltir af krökkunum sem voru félaginu til mikils sóma.

23.07.2014 11:11

Íslandsmótið


Krakkarnir okkar hafa staðið í ströngu að æfa sig og þjálfa hestana fyrir Íslandsmótið.

Dagskrá og ráslista mótsins má sjá hér: http://fakur.is/?p=2512

Fyrir okkar keppendur þá er tímasetningin eftirfarandi:
 
Miðvikudagur 23. júlí
Askja - fjórgangur barna kl. 12:00
Aldís - Fjórgangur unglinga kl. 15:50

Föstudagur 25. júlí
Aldís -  tölt unglinga kl. 13:15
Sylvía - tölt unglinga kl. 13:15
Askja - tölt barna kl. 15:50
 
Góða skemmtun.


21.07.2014 08:16

Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót í hestaíþróttum verður haldið í Víðidal í Reykjavík 22. - 27. júlí nk.
 
Brimfaxi mun eiga þrjá fulltrúa í yngri flokkum á mótinu en keppendur eru:
 
Aldís Gestdsóttir keppir á Gleði frá Firði í unglingaflokk í fjórgangi og tölti.
Askja Isabel Þórsdóttir keppir á Valíant frá Helgadal í barnaflokk í fjórgangi og tölti.
Sylvía Sól Magnúsdóttir keppir á Fenju frá Holtsmúla 1 í unglingaflokk í tölti.
 
Brimfaxi óskar keppendum okkar góðs gengis.

09.07.2014 20:05

íslandsmót - aðsent

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Fáks í Reykjavík dagana 22. - 27. júlí. Mótið verður óvenju viðamikið því allir flokkar (börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir) munu etja kappi þessa daga. Verið er að semja við veðurguðina þessa dagana og ganga þær viðræður mjög vel ;)Margt annað verður gert til að mótið verði gott og skemmtilegt s.s. verður Reiðhöllin undirlögð af leiktækjum frá Skemmtigarðinum. Mikið verður gert fyrir keppendur og áhorfendur á mótinu svo við ætlum að eiga saman skemmtilegt Íslandsmót.

Öll forkeppni verður keyrð á tveimur völlum samtímis til að koma allri dagskráinni fyrir en reiknað er með miklum fjölda skráninga. Skráningafrestur er til miðnættis á fimmtudeginum 10. júlí og þurfa keppendur að skráð á sportfeng (mót - Fákur osfrv.).  Skráningargjald er kr. 4.000 í barna og unglingaflokki 3.500 í skeiðgreinar (nema gæðingaskeið) og 5.500 í fullorðinsflokkum (skráning staðfest með greiðslu, annað ekki tekið til greina). Einnig verður hægt að skrá sig til miðnættis sunnudaginn 13. júlí en þá eru skráningargjöldin 2.000 kr. hærri á hverja grein. Keppendur athugið að það er einn keppandi inn á vellinum í einu nema í fjórgangi barnaflokki, en þar verða 3 inn á í einu og riðið eftir þul.

Tjaldstæði og hesthús á svæðinu. Við hvetjum knapa til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Fáks sem og facebooksíðu Fáks ("læka" facebooksíðuna á heimasíðunni og stofnaður sér hópur fyrir þátttakendur, endilega gangið í þann hóp).

Keppnisnefnd L gefur á hverju ári út þær lágmarkseinkunnir sem par þarf að hafa náð til að skrá sig í keppnisgreinar á Íslandsmóti fullorðinna. Engin lágmörk eru í barna, unglinga og ungmennaflokki og er öllum heimilt að skrá sig þar en fullorðnir þurfa að hafa náð eftirtöldum árangri með hestinn á keppnistímabilinu 2014 eða 2013:

Tölt: 6,5

Fjórgangur: 6,2

Fimmgangur: 6,0

Slaktaumatölt: 6,2

Gæðingaskeið: 6,5

250 m skeið: 26,0 sek.

150 m skeið: 17,0 sek

100 m skeið: 9,0 sek.

Opið punktamót verður í Fáki á laugardaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kveðja frá mótanefnd

09.07.2014 14:29

Ábreiður og stallmúlar


Æskulýðsdeild Brimfaxa ætlar að bjóða flísábreiður og stallmúla merkta félaginu til sölu.
Flísábreiðan kostar 12.000 kr. og stallmúllinn 6.500 kr. með merkingu. Þeir sem hafa áhuga geta sent póst á brimfaxi@gmail.com eða hringja í síma 661-2046 eða 848-0143 fyrir sunnud. 13. júlí.
Greiðsla fer fram við pöntun og hægt er að leggja inn á Brimfaxareikninginn sem er:

KT: 530410 2260
0146 - 15 - 250134

08.07.2014 22:30

Brimfaxaferðin

Heil og sæl.
Þeir sem ætla í hestaferðina sem farin verður frá Götu, 22 júlí eru boðaðir á fund í hesthúsinu hjá Mundu miðvikudagskvöld 9. júlí kl. 20.00
Kv.
Jón Ásgeir

01.07.2014 17:03

Aldís og Gleði á Landsmótinu

Jóhanna Ólafsdóttir tók þessa mynd af Aldísi og Gleði á Landsmótinu, ef myndin er skoðuð vel, þá ættu flestir hestamenn í Grindavík að þekkja manninn sem er fyrir aftan þær.
Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 933
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 813069
Samtals gestir: 93520
Tölur uppfærðar: 23.9.2018 17:34:43