15.05.2014 15:21

Myndir

Myndir frá verðlaunaafh. og happdrættinu eru komnar í myndaalbúmið.

12.05.2014 21:42

TREC mótið

 
TREC mótið var haldið í frábæru veðri í kennslugerðinu. Nikólína Jónsdóttir tók myndir af öllum krökkunum og verða þær settar fljótlega í myndalbúmið.
 
Miðvikudaginn 14. maí kl. 18:30 (klukkan hálf sjö) verður verðlaunaafhending og happdrætti fyrir keppendur í kennslugerðinu. Hlökkum til að sjá ykkur :)
 
Keppendur og úrslit urðu eftirfarandi:
 
Unglingaflokkur
1 sæti. Hafliði
 
Barnaflokkur
1 sæti. Jakob Máni
2 sæti. Sæþór
 
Ríðandi pollar (allir sigurvegarar)
Lilja Rós
Magnús Máni
Svanþór
 
Teymdir pollar (allir sigurvegarar)
Emilía Snærós
Íris Mjöll
Kamilla Dís
Kristólína
Sindri snær
Svanhildur
Patrekur
 
Kveðja, móta-og æskulýðsnefnd.
 

12.05.2014 13:04

Áburður á beitarhólfin

Ágætu félagsmenn.
Það er ætlunin að bera á beitarhólfin í kvöld kl. 20.00 það er búið að bera á það sem traktorinn komst yfir og  þá er bara eftir að bera á restina.
Mætum  með fötur og hespum þessu af, munið að margar hendur vinna létt verk.
Kv.
Formaðurinn

09.05.2014 23:08

Kilja frá Grindavík í A-úrslit

 
Kilja frá Grindavík fór í A-úrslit í tölti meistaraflokks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.
Knapi hennar er Jakob Svavar Sigurðsson og mun hann mæta með hana í A-úrslitin sunnudaginn 11. maí sem byrjar kl. 20:00.
Eigandi og ræktandi Kilju er Hermann Th. Ólafsson.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af Kilju og Jakobi í forkeppninni í kvöld.

08.05.2014 16:56

TREC mót fyrir börn, unglinga og ungmenni.

 
Brimfaxa-krakkar! Töltmótinu var frestað um hálfan mánuð en laugardaginn 10. maí kl 16:00 (klukkan 4) verður haldið létt og skemmtilegt TREC þrautamót í kennslugerðinu í hesthúsahverfinu og keppt verður í öllum flokkum.
TREC er ný keppnisgrein sem svipar til smala.
 
Keppt verður í:
Teymdir pollar 0 - 9 ára.
Ríðandi pollar  0 - 9 ára .
Barnaflokkur 10 - 13 ára.
Unglingaflokkur 14 - 16 ára.
Ungmennaflokkur 18 - 21 árs.
 
Skráning á staðnum og ekkert þáttökugjald :)
 
Verðlaunaafhending verður með öðruvísi fyrirkomulagi nú en áður, allir fá verðlaunablað á mótstað en við ætlum öll að að hittast í hesthúsahverfinu miðvikudaginn 14. maí kl. 18:30 (klukkan hálf sjö) og afhenda verðlaunapeninga og hafa happdrætti fyrir keppendur. Hlökkum til að sjá ykkur.
 

Kveðja, móta-og æskulýðsnefnd.

 

07.05.2014 22:26

Töltmóti frestað

Töltmót Brimfaxa hefur verið frestað og mótið verður haldið föstudaginn 23. maí.
Nánar auglýst síðar.

03.05.2014 16:33

Töltmótið 2014

 
Töltmót Brimfaxa verður haldið á hringvellinum laugardaginn 10.maí kl. 14:00
Minnum á að skráning fyrir mótið rennur út mánudagskvöldið 5 maí.
 
Sjá allt um mótið hér:
 
Kveðja, mótanefnd.

02.05.2014 21:14

Brimfaxi á Instagram


Brimfaxi er komin á Instagram.
emoticon
Síðuna má sjá hér: http://instagram.com/brimfaxi

02.05.2014 08:08

Hestaþing Mána breyting á dagsetningu

 
Brimfaxi er í samvinnu með hestamannafélaginu Mána um úrtöku fyrir landsmót, breyting hefur orðið á dagsetningu og tilkynning frá Mána er hér:
 
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður því miður að færa Hestaþing Mána og úrtöku fyrir Landsmót 2014. Fyrirhugað var að hafa Hestaþingið og úrtökuna 7-8 júní en ákveðið hefur verið að færa mótið fram á þann 29. maí sem er Uppstigningadagur. Mótið mun hefjast um eða eftir hádegi þann dag ef að líkum lætur. Við vonum að þessi breyting henti ekki illa en þetta er nauðsynlegt í ljósi aðstæðna sem komnar eru upp.

Kveðja frá Mótanefnd Mána.

01.05.2014 22:47

Aðsent frá LH

Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.

Keppnisnefnd LH vill árétta þau skilyrði sem sett eru vegna þess árangurs sem gildir inn á stöðulistann:

  • Árangur úr T1 í fullorðinsflokkum gildir - ath: frá og með Landsþingi LH 2012, gildir árangur úr T3 ekki
  • Knapar 18 ára og eldri eru gjaldgengir til þátttöku, ef þeir ná árangri í flokki/keppni fullorðinna
  • 30 efstu töltarar landsins eiga þátttökurétt í Landsmótstöltinu
Nú, ekki má gleyma skeiðinu á Landsmótinu. Knapar keppast við að ná góðum tímum í 100m, 150m og 250m skeiði til að vinna sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Þar gildir einfaldlega að tímar þurfa að nást á löglegu móti og fjöldi knapa í skeiðgreinum á Landsmótum er þessi:
 
  • Í 100m skeiði - 20 bestu tímarnir
  • Í 150m skeiði - 14 bestu tímarnir
  • Í 250m skeiði - 14 bestu tímarnir
Endanlegir stöðulistar í tölti og skeiði verða birtir 22. júní.
Keppnisnefnd LH

30.04.2014 23:07

Töltmót 10. maí.

Töltmót Brimfaxa verður haldið á hringvellinum laugardaginn 10. maí kl. 14:00.
 
Mótið er fyrir félagsmenn Brimfaxa og keppt verður í hægu tölti og fegurðartölti.
(Hægt tölt á vinstri hönd. Snúið við og fegurðartölt (frjáls ferð) á hægri hönd).
2-3 inná í einu.
 
Keppt verður í
Pollaflokkur (teymdir pollar)
Pollaflokkur (ríðandi pollar)
Barnaflokkur (10 -13 ára á árinu)
Unglingaflokkur (14 - 17 ára á árinu)
Ungmennaflokkur (18-21 á árinu, ef næst þáttaka)
Kvennaflokkur 1
Kvennaflokkur 2
Karlaflokkur 1
Karlaflokkur 2
 
Flokkur 1 er fyrir þá sem eru vanir keppnum.
Flokkur 2 er fyrir þá sem hafa lítið eða minna vanir keppnum.
 
Þáttökugjald er 2000 kr. í kvenna og karlaflokk, 1000 kr. í unglingaflokk, 500 kr. í barnaflokk og frítt í pollaflokka.
Keppendur mega skrá fleiri en 1 hest, og þá er það helmingur af verði á hvern hest eftir fyrsta hest.
 
Vegna pöntun á verðlaunapeningum er nauðsynlegt að skrá sig í alla flokka.
Skráning er í síma 661-2046 eða 848-0143 eða senda skráningu á netfangið brimfaxi@gmail.com
Síðasti skráningardagur er mánudagskvöldið 5. maí.
 
Greiða má þáttökugjaldið með því að leggja inn á reikning Brimfaxa í gegnum heimabanka. Reikningsuppl. verða gefnar upp við skráningu.
 
Kveðja
Mótanefnd.

28.04.2014 22:31

Ísólfsskálareið

 
 
Heil og sæl.
Fimmtudaginn 1.maí verður hin árlega Ísólfsskálareið. Það verður ekki riðin nein Búrabraut í þetta skiptið. Það er spáð góðu veðri og allar að stæður eins og best verður á kosið.
Lagt verður af stað frá hesthúsunum kl. 13.30 (hálf tvö). Að þessu sinni ætla valkyrjurnar í kvennadeildinni að sjá um kaffið gegn vægu gjaldi.
Hvetjum alla til að taka með sér pening því að það er ekki hægt að hafa posa þarna uppá fjöllum, sem sagt engin kort.
Vonandi sjáum við sem flesta hressa og káta.
Kv. Herra Hilmar formaður.

27.04.2014 20:01

Aðsend tilkynning.

Hestamannafélagið Hörður og FT-Suður bjóða til sýnikennslu.
 
FT-Suður og hestamannafélagið Hörður standa fyrir skemmtilegri og léttri sýnikennslu á miðvikudaginn 30. apríl næstkomandi í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Félagið langar að bjóða öllum börnum og unglingum í æskulýðsdeildum hestamannafélaga á sýnunguna. Þrír útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum munu sýna leiðina að mýkt og léttleika, þær Christina Mai, Sina Scholz og Sjöfn Sæmundsdóttir.
Frábært tækifæri fyrir yngri kynslóðina að eiga góða stund saman!:)
Sýnikennslan hefst klukkan 19.30 og verður kaffisala á staðnum.

Kær kveðja, FT-Suður

22.04.2014 23:40

Sumardagurinn fyrsti 24. apríl

Sæl öllsömul.
Þá er komið að því að vígja nýja reiðveginn sem liggur með nesveginum og við erum nýbúin að láta mala hann fyrir okkur.
Við ætlum að taka daginn snemma og vera lögð af stað klukkan 10:00 árdegis. Það verður lagt af stað frá hesthúsahverfinu á slaginu 10:00 og er mikilvægt að sú tímasetning standist. Víkurmenn eru beðnir um að ríða á móti okkur og mæta okkur við Þorbjörn. Svo ríðum við saman í fylkingu og klippum á borða og vígjum reiðleiðina. Stóra spurningin er þessi, ætli Víkurmenn bjóði uppá kaffi já og kannski eitthvað með því.? ja þegar stórt er spurt  svarar Guðjón útí hött!.
Sjáumst vonandi hress og kát.
Kv. Formaðurinn.

13.04.2014 23:31

Páskabingó

Páskabingó æskulýðsdeildarinnar verður þriðjudaginn 15. apríl kl. 17:00 í Stakkavík.
Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 933
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 813069
Samtals gestir: 93520
Tölur uppfærðar: 23.9.2018 17:34:43