26.10.2015 21:50

Aðalfundur 16.nóv

Aðalfundur Brimfaxa verður haldinn mánudaginn 16. nóvember 2015.
Nánar auglýstur síðar.
Kveðja, stjórnin.

20.10.2015 13:53

Skrifað undir samning

Kæru Brimfaxafélagar.
Þann 17. október 2015 urðu þau tímamót í sögu félagsins að skrifað var undir samning við Grindavíkurbæ um eflingu hestaíþróttarinnar í Grindavík.
Samningi þessum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Grindavík og Hestamannafélagsins Brimfaxa og tryggja öflugt íþrótta og félagsstarf í Grindavíkurbæ samkvæmt íþróttastefnu Grindavíkur. Er samningnum ætlað að tryggja enn frekar starfsemi Brimfaxa.
Einnig mun Grindavíkurbær gera okkur kleift að reka höllina þannig að hún verði ekki baggi á félaginu eða myllusteinn um háls þeirra sem um stjórnartaumana halda hverju sinni. Það er von okkar sem stóðum að þessum samning fyrir hönd félagsins að þetta verði upphaf  gróskumikillar félagsstarfssemi og stuðli að fjölgun í íþróttinni.
Núna verðum við að leggja hart að okkur við að vinna í höllinni til að geta notið hennar til fulls þegar þar að kemur, og munið að allir geta lagt hönd á plóginn, það verða allir að geta sagt að þeir eigi svo og svo mikið í höllinni.
Kær kveðja
Stjórnin.

 

18.10.2015 08:42

Afmælishátíð Mána

50. ára afmælishátíð Mána verður í Stapanum 31.október 2015.
Miðasala verður mánudagana 12. 19. og 26.október nk. í reiðhöllinni á Mánagrund.
Spennandi dagskrá, veglegt happdrætti, steikarhlaðborð frá Menu veitingum og fjör fram á rauða nótt.
Allir velkomnir sem áhuga hafa á að mæta og skemmta sér með okkur.
Kveðja, afmælisnefnd Mána.

13.10.2015 10:36

Vígsluathöfn

 

Kæru Grindvíkingar og aðrir góðir gestir. Verið velkomin við formlega opnun á nýrri Íþróttamiðstöð Grindavíkur  við Austurveg, laugardaginn 17. október n.k. kl. 15:00.

Dagskrá:

 Formleg vígsla kl. 15:00 á nýja sviðinu fyrir utan aðalinnganginn (ef veður leyfir).
 Íþróttamannvirkið til sýnis
 Boccia eldri borgara í litla sal/anddyri, júdóæfing í Gjánni, aðstoð í tækjasal hjá Gymheilsu, Kvenfélagið með veislu í Gjánni (grillaðar pylsur og tertur), skriðsundskeppni sunddeildar UMFG, skákborð í móttökusal fyrir gesti, fótboltaboltavídeó með Grindavíkurliðunum rúllar á sjónvarpsskjá í anddyri.
 Grindavík-Valur í úrvalsdeild kvenna í körfubolta kl. 16:30 í íþróttahúsinu. Ókeypis aðgangur. 
 Í hálfleik: Skrifað undir samninga við UMFG, Golfklúbb Grindavíkur, Hestamannafélagið Brimfaxa og Kvenfélag Grindavíkur.
 Sundlaug opin til kl. 17:00. Ókeypis í sund.

http://grindavik.is

07.10.2015 12:29

Myndir komnar í albúmið

Myndir frá teymingardegi Brimfaxa vegna hreyfivikunnar eru komnar í myndaalbúmið.

24.09.2015 21:30

Hreyfivikan

Brimfaxi verður með hestateymingar fyrir börn laugardaginn 26. sept. frá kl. 10:00 - 12:00 í Brimfaxahöllinni. Foreldrar velkomnir með og heitt verður á könnunni.

01.09.2015 11:30

Frístundahandbókin 2015-2016

Frístundahandbókin - upplýsingarit um tómstundastarf í Grindavík veturinn 2015-2016, er farin í prentun og kemur út í vikunni. Þar er að finna yfirlit yfir flest það tómstundastarf sem boðið er upp á í bænum fyrir alla aldurshópa, allt frá einstökum deildum innan UMFG og upp í Hjónaklúbbinn, AA, félagsstarf eldri borgara og fleira. 

Grindavíkingar eru hvattir til þess að kynna sér Frístundahandbókina sem dreift verður í öll hús í bænum í vikunni.

Jafnframt er hægt að nálgast hana hér að neðan.

Útgefandi er frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar.

 
Frétt af www.grindavik.is

24.07.2015 20:14

Helgi Einar í B-úrslit

Helgi Einar Harðarson komst í B-úrslit í tölti T7 á Áhugamannamóti Íslands sem haldin var á Hellu 17 - 19 júlí. Helgi Einar keppti á hesti sínum Jökli frá Hofstöðum sem er úr hans ræktun.

18.06.2015 11:19

Frestun

Það hefur verið ákveðið að fresta Vigdísarvallaferðinni árvissu að þessu sinni af margvíslegum ástæðum en reyna seinna með stuttum fyrirvara þegar færi gefst og spáin er góð.
Stjórnin.

15.06.2015 10:43

Fánareið

Góðan daginn.
Þeir sem treysta sér til að koma í fánareiðina á 17. júní mæta við hesthúsin kl. 13:00.
Gaman væri að sjá sem flesta svo þetta verði sem skemmtilegast.
Kær kveðja
Formaðurinn.

07.06.2015 01:54

Opna gæðingamót Mána

Katrín Ösp Eyberg varð í 2. sæti á hesti sínum Glaum frá Miðskeri í ungmennaflokk á opna gæðingamóti Mána sem fram fór á Mánagrund 6. júní.
Á myndinni hér að ofan má sjá Katrínu og Glaum á mótinu.

04.06.2015 21:46

Hestamenn A.T.H

Landssambandi hestamannafélaga var að berast þessi tilkynning frá Hjólreiðasambandinu.

Það verður haldin stór hjólreiðakeppni laugardaginn 13. júní þar sem 700 hjólreiðamenn hjóla frá Hafnarfirði til Bláa Lónsins, svo allir hestamenn sem ætla sér að ríða út á þessum slóðum þann daginn þurfa að hafa varann á til að forðast árekstra og slys.

Til Hestafélaga og hestafólks

Albert Jakobsson heiti ég og er að skipuleggja Blue Lagoon Challenge sem er stærsta fjallahjólamót Íslands. Keppnin fer fram þann 13. júní 2015 frá kl. 16 - 21.  

Hjólað er frá Hafnarfirði að Bláa lóninu. Til að forðast slys á hestum og mönnum langar okkur að biðja ykkur að hafa það í hug að það verða 700 manneskjur hjólandi á þessari leið.

Hjólað verður frá hesthúsabyggðinni Hlíðarþúfur í Hafnarfirði, síðan er hjólað á Hvaleyrarvatnsvegi og Krýsuvíkurvegi og beygt inn á Vigdísarvallaveg. Vigdísarvallavegur 428 að gamla Suðurstrandavegi inn að Ísólfsskála á gamla Suðurstrandaveginn, þaðan inn á nýja Suðurstrandaveg í gegnum Grindavík, þá Grindavíkurveg að fjallinu Þorbirni. Suður fyrir Þorbjörn inn á Norðurljósaveg að Bláa lóninu. 

31.05.2015 14:03

Brimfaxamótið

Það var mótanefndin sem hafði allan veg og vanda að framkvæmd og undirbúningi mótsins sem gekk vel og skemmtanagildið haft í öndvegi.
Það var mikið verk að koma þessu í kring og gera þetta svona vel eins og raun ber vitni enda lögðu menn nótt við dag til að gera þetta að veruleika.
Stjórn Brimfaxa vill þakka þeim sem stóðu að þessu og öllum þeim sem voru kallaðir til og unnu ómetanlegt starf. Einnig viljum við þakka Arctic horses sem gaf bikarana, Einhamri sem gaf verðlaunapeningana, Staðarþurrkun sem gaf grillkjötið og dómurunum fyrir þeirra frábæra starf.

Úrslit urðu eftirfarandi;

Karlaflokkur
1. Ragnar Eðvarðsson / Stelpa frá Skáney
2. Páll Jóhann Pálsson / Sikill frá Stafholti
3. Jón Ásgeir Helgason / Lyfting frá Götu
4. Steingrímur Pétursson / Tign frá Leirulæk
5. Styrmir Jóhannsson / Ágúst frá Grindavík

Kvennaflokkur
1. Valgerður S. Valmundsd. / Fenja frá Holtsmúla
2. Guðveig S. Ólafsdóttir / Valíant frá Helgadal
3. Guðmunda Kristjánsd. / Fáinn frá Langholtsparti
4. Jóhanna Harðardóttir / Alvar frá Vatni
5. Guðlaug B. Klemenzd. / Dagur frá Miðkoti

Ungmennaflokkur
1. Katrín Ösp Eyberg / Glaumur frá Miðskeri

Unglingaflokkur
1. Jakob Máni Jónsson / Prins frá Götu
2. Sylvía Sól Magnúsdóttir / Gjöf frá Hofsstöðum

Barnaflokkur
1. Hjördís Emma Magnúsdóttir / Maístjarna frá Tjörn
2. Ólafía Ragna Magnúsdóttir / Tracy frá Grindavík

Vanir Pollar (ekki raðað í sæti)
Emilía Snærós Siggeirsd. / Tígull frá Hrafnhólum
Lilja Rós Jónsdóttir / Órator frá Götu
Magnús Máni Magnusson / Bigga frá Borgarnesi
Þórey Tea Þorleifsdóttir / Sleipnir frá Grindavík

Teymdir pollar (ekki raðað í sæti)
Guðmunda Júlía Eggertsdóttir / Fáinn frá Langholtsparti
Íris Mjöll Nóadóttir / Byr frá Grundarfirði
Kamilla Dís Sigurjónsdóttir / Sindri frá Kaldárholti
Sindri Snær Magnusson / Köggull frá Borgarnesi

26.05.2015 16:07

Skráningu lýkur í kvöld

Minnum á að skráningu á töltmótið lýkur í kvöld 26. maí. Skráning er hjá Ragga í síma 699-8228 eða á netfangið [email protected]
Hlökkum til að heyra í ykkur.
Kveðja, mótanefnd.

26.05.2015 14:30

Áburðargjöf í dag kl. 18:00

Kæru félagar.
Okkur vantar vinnufúsar  hendur í dag 26. maí kl. 18:00 til að bera á beitarhólfið þar sem dráttarvélin kemst ekki. Allir sem vettlingi geta valdið mæta með fötu og við hespum þessu af. Höfum gaman og sýnum samstöðu.
Kveðja
Stjórnin.

Flettingar í dag: 2295
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 1464
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 653843
Samtals gestir: 67034
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 23:28:43