Kæru Brimfaxafélagar.
Þann 17. október 2015 urðu þau tímamót í sögu félagsins að skrifað var undir samning við Grindavíkurbæ um eflingu hestaíþróttarinnar í Grindavík.
Samningi þessum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Grindavík og Hestamannafélagsins Brimfaxa og tryggja öflugt íþrótta og félagsstarf í Grindavíkurbæ samkvæmt íþróttastefnu Grindavíkur. Er samningnum ætlað að tryggja enn frekar starfsemi Brimfaxa.
Einnig mun Grindavíkurbær gera okkur kleift að reka höllina þannig að hún verði ekki baggi á félaginu eða myllusteinn um háls þeirra sem um stjórnartaumana halda hverju sinni. Það er von okkar sem stóðum að þessum samning fyrir hönd félagsins að þetta verði upphaf gróskumikillar félagsstarfssemi og stuðli að fjölgun í íþróttinni.
Núna verðum við að leggja hart að okkur við að vinna í höllinni til að geta notið hennar til fulls þegar þar að kemur, og munið að allir geta lagt hönd á plóginn, það verða allir að geta sagt að þeir eigi svo og svo mikið í höllinni.
Kær kveðja
Stjórnin.
Kæru Grindvíkingar og aðrir góðir gestir. Verið velkomin við formlega opnun á nýrri Íþróttamiðstöð Grindavíkur við Austurveg, laugardaginn 17. október n.k. kl. 15:00.
Dagskrá:
Formleg vígsla kl. 15:00 á nýja sviðinu fyrir utan aðalinnganginn (ef veður leyfir).
Íþróttamannvirkið til sýnis
Boccia eldri borgara í litla sal/anddyri, júdóæfing í Gjánni, aðstoð í tækjasal hjá Gymheilsu, Kvenfélagið með veislu í Gjánni (grillaðar pylsur og tertur), skriðsundskeppni sunddeildar UMFG, skákborð í móttökusal fyrir gesti, fótboltaboltavídeó með Grindavíkurliðunum rúllar á sjónvarpsskjá í anddyri.
Grindavík-Valur í úrvalsdeild kvenna í körfubolta kl. 16:30 í íþróttahúsinu. Ókeypis aðgangur.
Í hálfleik: Skrifað undir samninga við UMFG, Golfklúbb Grindavíkur, Hestamannafélagið Brimfaxa og Kvenfélag Grindavíkur.
Sundlaug opin til kl. 17:00. Ókeypis í sund.
http://grindavik.is
Myndir frá teymingardegi Brimfaxa vegna hreyfivikunnar eru komnar í myndaalbúmið.
Brimfaxi verður með hestateymingar fyrir börn laugardaginn 26. sept. frá kl. 10:00 - 12:00 í Brimfaxahöllinni. Foreldrar velkomnir með og heitt verður á könnunni.
Frístundahandbókin - upplýsingarit um tómstundastarf í Grindavík veturinn 2015-2016, er farin í prentun og kemur út í vikunni. Þar er að finna yfirlit yfir flest það tómstundastarf sem boðið er upp á í bænum fyrir alla aldurshópa, allt frá einstökum deildum innan UMFG og upp í Hjónaklúbbinn, AA, félagsstarf eldri borgara og fleira.
Grindavíkingar eru hvattir til þess að kynna sér Frístundahandbókina sem dreift verður í öll hús í bænum í vikunni.
Jafnframt er hægt að nálgast hana hér að neðan.
Útgefandi er frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar.
Landssambandi hestamannafélaga var að berast þessi tilkynning frá Hjólreiðasambandinu.
Það verður haldin stór hjólreiðakeppni laugardaginn 13. júní þar sem 700 hjólreiðamenn hjóla frá Hafnarfirði til Bláa Lónsins, svo allir hestamenn sem ætla sér að ríða út á þessum slóðum þann daginn þurfa að hafa varann á til að forðast árekstra og slys.
Til Hestafélaga og hestafólks
Albert Jakobsson heiti ég og er að skipuleggja Blue Lagoon Challenge sem er stærsta fjallahjólamót Íslands. Keppnin fer fram þann 13. júní 2015 frá kl. 16 - 21.
Hjólað er frá Hafnarfirði að Bláa lóninu. Til að forðast slys á hestum og mönnum langar okkur að biðja ykkur að hafa það í hug að það verða 700 manneskjur hjólandi á þessari leið.
Hjólað verður frá hesthúsabyggðinni Hlíðarþúfur í Hafnarfirði, síðan er hjólað á Hvaleyrarvatnsvegi og Krýsuvíkurvegi og beygt inn á Vigdísarvallaveg. Vigdísarvallavegur 428 að gamla Suðurstrandavegi inn að Ísólfsskála á gamla Suðurstrandaveginn, þaðan inn á nýja Suðurstrandaveg í gegnum Grindavík, þá Grindavíkurveg að fjallinu Þorbirni. Suður fyrir Þorbjörn inn á Norðurljósaveg að Bláa lóninu.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is