Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 28. júní - 5. júlí 2015 í Berlar í Þýskalandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13 - 17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Umsækjendur þurfa að hafi einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilji og geti talað ensku.
Búðirnar eru haldnar í Reitschule Berger í Bestwig-Berlar sem er 150 km fyrir austan Dusseldorf. Meginþema búðanna í ár verður Sirkus æfingar án hesta. Eftir vikuna verður sett upp sýning sem þátttakendur taka þátt í.
Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Þýskalandi er sem dæmi:
Heimsókn í hið fræga hestasafn Warendorf í Munster.
Dagur með heimsmeisturunum Silke Feuchtofen og Jolly Schrenk
Heimsókn í skemmtigarðinn "Fort Fun" (www.fortfun.de)
Heimsókn í járnnámu sem er í nágrenninu.
Einn til tveir dagar í æfingum á hestum.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2015 og skulu umsóknirnar berast á netfangið [email protected] fyrir þann tíma. Í umsókn þarf að koma fram nafn, heimili, kt, sími, félag, reynsla af hestamennsku, ljósmynd og stutt frásögn af umsækjanda.
Þátttökugjald er 590 EUR og hefur hvert land rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.
Kveðja frá Æskulýðsnefnd LH
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is