02.04.2022 23:38

Grímutölt

 

 

MARTAKSMÓTARÖÐIN 2022 - GRÍMUTÖLT

Grímutöltið verður haldið laugardaginn 9.apríl Keppt verður í T8 (frjáls ferð á tölti, snúið við og frjáls ferð á tölti)

Skráning fer fram í gegnum email [email protected] eins og áður og það sem þarf að koma fram við skráningu er nafn hests og knapa og í hvaða flokk er verið að skrá. Allir knapar byrja upp á vinstri hönd nema annað sé tekið fram við skráningu

Skráningargjöld á að leggja inn á Brimfaxa (senda kvittun á mótanefnd).

Kt. 530410-2260

Rkn. 0146-15-250134

Skráning verður opin til klukkan 18:00 þann 8.apríl

Pollana má skrá þar til mótið byrjar!

Flokkaskipting og skráningargjöld

Pollaflokkur (undir 10) - Frítt

Barnaflokkur (10-13) - 500 kr

Unglingaflokkur (14-17) - 1000 kr

Fullorðinsflokkur (18 og eldri) - 1500 kr

Byrjum kl 15 eins og á hinum mótunum og ráslistar koma inn á föstudagskvöldið 

ATH að búningaverðlaun verða veitt á lokamótinu

Við ætlum að bjóða Sótafélögum að koma og taka þátt

Mótanefnd.

21.03.2022 23:15

Sindri sigraði og Magnús í úrslitum

 

Opna Blue Lagoon töltmót og opna þrígangsmót Spretts voru haldin á dögunum.

Bræðurnir Sindri Snær og Magnús Máni kepptu með glæsilegum árangri.
 

Sindri Snær Magnússon sigraði í T7 barnaflokk á Opna Blue Lagoon mótinu á

Gjöf frá Hofsstöðum.

Magnús Máni Magnússon varð í 6. sæti í A-úrslitum í 3 flokk á Þrígangsmótinu 

á Atorku frá Aðalbóli 1.

 

21.03.2022 23:04

Landsmót 2022

 

Landsmót hestamanna verður haldið á Hellu dagana 3-10 júlí 2022.

Úrtaka fyrir Landsmót verður laugardaginn 28. maí 2022 á keppnisvelli hestamannafélagsins Sóta við Breiðumýri á Álftanesi.

Brimfaxi á 2 sæti í hverjum flokki á Landsmóti: A og B flokki, ungmenna- unglinga- og barnaflokki.

https://www.landsmot.is

 

17.03.2022 21:16

 

 

3 laus pláss eru á helgarnámskeið með Þórdísi Erlu 2-3 apríl nk.

Allar nánari upplýsingar eru hjá Heiðu á facebook messenger eða [email protected]

17.03.2022 20:09

Grímutölti frestað

 

 

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður að fresta Martaks grímutöltinu.

Ný dagsetning verður auglýst síðar.

28.02.2022 21:06

Sirkus helgarnámskeið

 

Minnum á Sirkus helgarnámskeið helgina 5.-6.mars
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
5 tímar 1 bóklegur og 4 verklegir.
Stutt lýsing:
Laugardagur: 7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark 12 ára.
Skráning hjá Sylvíu Sól: [email protected] 

21.02.2022 22:18

Martaksmótaröðin

 

 

Þá er að koma að næsta móti í mótaröðinni sem er smali 26.febrúar!

Skráning fer fram í gegnum email - [email protected] - og það sem þarf að koma fram við skráningu er nafn knapa og hests.

Skráningargjöld á að leggja inn á reikning Brimfaxa og senda síðan kvittun á [email protected]

Kt. 530410-2260
Rkn. 0146-15-250134

Skráningarfrestur er til hádegis á föstudaginn en pollana þarf ekki að skrá 

Flokkaskipting og skráningargjöld eru hér fyrir neðan

Pollaflokkur (undir 10) - Frítt

Barnaflokkur (10-13) - 500 kr

Unglingaflokkur (14-17) - 1000 kr

Fullorðinsflokkur (18 og eldri) - 1500 kr

09.02.2022 21:08

Hringtaumsnámskeið

Hringtaumsnámskeiðið byrjar í næstu viku. Um er að ræða bóklegan tíma þar sem við förum yfir búnað, ábendingar og líkamsbeitingu (verður líka smá verklegt án hests eftir bóklega tímann) og svo verða tveir verklegir tímar (einkatímar).

15.feb (þri) - bóklegt

16.feb (mið) - verklegt 1

23.feb (mið) - verklegt 2

Verð fyrir námskeiðið er 15.000 kr.

Svo vildi ég nota tækifærið til að minna á hindrunarstökksnámskeiðið, skráningarfrestur rennur út á sunnudaginn næsta.

Skráningar eru hjá Heiðu. Á facebook messenger eða [email protected]
 

06.02.2022 22:12

 

Þrígangsmót Martaks - úrslit

Pollaflokkur:

Alexander Óli og Köggull

Barnaflokkur:

  1. Sindri Snær og Gjöf

  2. Emelía Ásta og Þokki

  3. Íris Mjöll og Gosi

Unglingaflokkur:

  1. Magnús Máni og Atorka

  2. Díana Ösp og Særún

  3. Lilja Rós og Safír

  4. Guðmundur Einar og Agnes

  5. Halldóra Rún og Muninn

Fullorðinsflokkur

  1. Rúrik og Hljómur

  2. Sylvía Sól og Reina

  3. Jón Ásgeir og Sólrún

  4. Klara og Hrafnvar

02.02.2022 21:49

Equsana deildin 2022

Equisana deildin 2022 hefst fimmtudaginn 3 febrúar með fjórgangi í Sprettshöllinni.

Sylvía Sól, Patricia og Rúrik eru í Vood Liðinu sem samanstendur af þeim þremur ásamt

þremur félögum og þjálfara frá hestamannafélaginu Mána.

Liðakynningu má sjá hér:

https://hestafrettir.is/2022/02/02/equsana-deildin-2022-raslistar-fyrir-smyril-line-cargo-fjorganginn/ 

Ráslista fyrir fjórganginn má sjá hér:

https://hestafrettir.is/2022/02/02/equsana-deildin-2022-raslistar-fyrir-smyril-line-cargo-fjorganginn/

 

30.01.2022 22:42

Martaksmótaröðin

Fyrsta mótið í Martaksmótaröðinni verður haldið næstkomandi laugardag (5.febrúar) og byrjar kl 15.

Það verður stigakeppni og verða stigahæstu knapar í öllum flokkum verðlaunaðir á lokamótinu.

Skráning fer fram í gegnum email - [email protected] - og það sem þarf að koma fram við skráningu er nafn knapa og hests, í hvaða flokk er verið að skrá.

Hjá börnum þarf einnig að taka fram hvaða gangtegundir þau ætla að sýna og hvort þau vilji ríða ein eða þurfa stuðning.

Skráningargjöld á að leggja inn á reikning Brimfaxa og senda síðan kvittun á [email protected] 

Kt. 530410-2260

Rkn. 0146-15-250134

Skráningarfrestur er til miðnættis á fimmtudaginn 3.feb.

Pollana má skrá til kl 14:00 á laugardeginum.

Flokkaskipting, skráningargjöld og reglur eru hér fyrir neðan

Pollaflokkur (undir 10) - Frítt (sýna eina gangtegund)

Barnaflokkur (10-13) - 500 kr (sýna tvær gangtegundir)

Unglingaflokkur (14-17) - 1000 kr (sýna þrjár gangtegundir)

Fullorðinsflokkur (18 og eldri) - 1500 kr (sýna þrjár gangtegundir)

ATH að Tölt er ein gangtegund, ekki hægt að fá einkunn fyrir bæði hægt og greitt tölt.

Einn inná í einu í unglinga- og fullorðinsflokk Parið fær 2 hringi og sýnir hverja gangtegund hálfan hring

Dómari er Brynja Viðarsdóttir

Kveðja, Mótanefnd.

30.01.2022 22:04

Hindrunarstökksnámskeið

 

 

Ég ætla að bjóða upp á námskeið í hindrunarstökki.

Æft verður einu sinni í viku (í 6 skipti) og þeir sem vilja geta tekið þátt í að setja upp sýningu í tengslum við afmæli Brimfaxa 25.mars.

Skráningar eru hjá Heiðu. Á facebook messenger eða [email protected]

22.01.2022 22:07

Sumarferð Brimfaxa


Hestaferð Brimfaxa 2022 verður fim 14 til sun 17 júlí. Farið verður í Þjórsárdalinn og gist í Ketti. Skálinn rúmar um 20 manns skemmtilegar reiðleiðir eru þarna í nágrenninu. Skráning er hjá mér í s 771-1107 kveðja Jón Ásgeir

18.01.2022 22:53

Námskeið og fyrirlestur


Þá er komið að járninganámskeiði með Sigurði Torfa næstu helgi.
Það verða einnig tveir fyrirlestrar á netinu (Teams) sem allir áhugasamir geta horft á:
Á fimmtudagskvöld 19:30 - 21
-fjallað verður almennt um hófhirðu, uppbyggingu hófa og fóta og tilgang járninga.
Á föstudagskvöld 19:30 - 21
-fjallað verður meira beint um járningar, efnisval og verkfæri.
Verð fyrir félaga í Brimfaxa er 1000 fyrir annan fyrirlesturinn og 1500 fyrir báða fyrirlestra.
Verð fyrir aðra er 1500 fyrir einn fyrirlestur og 2500 fyrir báða.
Frítt er fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu.
Skráningar eru hjá Heiðu. Á facebook messenger eða [email protected]
Flettingar í dag: 789
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 449
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 461012
Samtals gestir: 47001
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 21:04:41