Kæru félagar.
Við steyptum í höllinni í dag 28. nóv. og var það stór áfangi á okkar leið, nú þurfum við að mæta á morgun og rífa utanaf og hreinsa mótin.
Allir geta gert eitthvað geti þeir mætt, bæði kyn og gaman væri að sjá sem flesta mæta og sýna samstöðu í verki.
Mætum á morgun kl. 10 laugardaginn 29. nóv.
Kv.
Formaðurinn.
Kvennadeild Brimfaxa var stofnað á aðalfundi Brimfaxa 28. nóvember 2013. Markmið deildarinnar er að efla samstöðu og samvinnu kvenna innar Brimfaxa einkum með því að standa fyrir fræðslu, skemmtanahaldi og fjáröflun fyrir félagið okkar.
Það helsta sem við tókum að okkur á þessu fyrsta ári okkar var að sjá um kaffiveitingar á dráttarvélasýningu hjá Hemma staðsett í Geoplank. Einnig sáum við um kaffisölu á Kattarsýningu í Brimfaxahöllinni, þrátt fyrir að ekki er allt tilbúið þar. Farið var í skemmtilega kvennareið þar sem konur skemmtu sér vel saman á gæðingum sínum.
Stjórn Kvennadeildar Brimfaxa býður þig velkomna til starfa með okkur í nýstofnaðri kvennadeild félagsins. Við tökum fram að ekki er nauðsynlegt að fara á hestbak til að vera í hestamennsku, aðeins að vera með og taka þátt í félagsstarfinu okkar.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta stjórnar þær Guðveigu, Sigríði og Kristólínu færa formanni Brimfaxa Hilmari gjöf frá kvennadeilinni sem mun koma sér vel í reiðhöllinni kaffivél, kaffikönnu og rafmagnssúpupott.
Fyrsta stjórn félagsins er skipuð eftirfarandi konum.
Heil og sæl öllsömul.
Um leið og ég minni á fundinn í Salthúsinu á morgun 22. okt. kl. 20:00 þá birti ég dagskrá fundarins eins og hún verður.
1. Formaður setur fundinn og tilnefnir fundarstjóra og ritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Gjaldkeri fer yfir reikninga félagsins og fjárhagsáætlun næsta árs.
4. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
5. Skýrsla Æskulýðsnefndar.
Kaffihlé
6. Jón G. Óttarsson fer yfir reikninga og stöðu reiðhallarinnar.
7. Árgjald ákveðið.
8. Kosning formanns.
9. Kosning stjórnar
10. Önnur mál.
11. Fundi frestað fram á nýtt ár.
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is