29.01.2014 14:44

Folaldasýning Mána og Brimfaxa

Sameiginleg folaldasýning Mána og Brimfaxa verður haldin í reiðhöllinni Mánagrund föstudaginn 14 febrúar kl 18.

Koma þarf fram við skráningu nafn á folaldi,litur, nafn móður og föður.

Skráningargjald 2000 kr. á folald.

Skráning sendist á [email protected] eða í síma 863-6222.

Dómari verður Guðlaugur Antonsson hrossaræktaráðanautur.

Folaldseigendur þurfa að koma með folöldin í höllina eigi síðar en kl 17:45.

Eftir verðlauna afhendingu verður léttur þjóðlegur matur og létt spjall með Guðlaugi.

Verð í matinn verður 1500 kr.

Vinsamlegast skráið ykkur í matinn í ofangreint email eða síma 8636222 til að áætla matarinnkaupin :)

Nánari upplýsingar gefur Þórir í síma 848-6973.

28.01.2014 21:54

Krakkaspjall

Föstudaginn næsta 31. janúar kl. 18:00,  langar okkur í æskulýðsnefndinni að hitta ykkur krakkana, hrista hópinn saman og fá hugmyndir hjá ykkur um hvað við eigum að gera skemmtilegt í vetur. Þannig að nú er um að gera að leggja höfuðið í bleyti og finna eitthvað sniðugt :) og það þarf ekkert endilega að snúast um hesta ;)
 
Við ætlum að fá okkur pizzur að borða og biðja þau sem hafa áhuga á að koma að láta vita í s. 848-0143 eða senda póst á netfangið [email protected] fyrir kl. 19:00 fimmtudaginn 30. janúar.
Við vitum ekki alveg hvað pizzurnar koma til með að kosta en við látum ykkur vita hvað þarf að koma með mikinn pening með sér fyrir pizzunum.
Staðsetningin verður auglýst þegar nær dregur.
 
Kveðja
Æskulýðsnefnd.

25.01.2014 20:40

Folaldasýning Mána og Brimfaxa.

 
Sameiginleg folaldasýning Mána og Brimfaxa verður haldinn í reiðhöllinni á Mánagrund föstudaginn 14. febrúar 2014.
 
Nánar auglýst síðar.
 
Kveðja, ræktunarnefnd.

24.01.2014 14:40

Fundurinn í kvöld



Góðir félagar.
Við höldum í kvöld framhaldsaðalfund í Stakkavík kl. 19:00 þar sem reikningar félagsins verða lagðir fram og vetrardagskráin kynnt.
Lionsfélagar og kvenfélagið ætla að færa okkur góðar gjafir og kvennadeildin ætlar að sjá um veitingar og taka táknrænt gjald fyrir eða 100 kr.
Já þið lásuð rétt, eitthundrað krónur. emoticon
Það er mjög mikilvægt að sem flestir láti sjá sig og láti í sér heyra og að sjálfsögðu ræðum við um reiðhöllina og skýrum hvaða markmið við höfum sett okkur.
Kveðja,
Herra Hilmar formaður.

22.01.2014 11:20

Framhaldsaðalfundurinn



Minni á framhaldsaðalfundinn föstud. 24. jan í Stakkavík kl. 19:00. 

Til stendur að hafa kaffiveitingar og ætla valkyrjurnar í kvennadeildinni að sjá um herlegheitin. Það verður tekið tákrænt gjald 100 kr. fyrir kaffið þar sem þetta er fyrsta verkefni kvennadeildarinnar sem í framhaldinu ætla að brydda uppá ýmiskonar fjáröflunarleiðum á næstu misserum og er þetta nokkurskonar æfing fyrir framhaldið.
 
Dagskrá fundarins er fyrst og fremst reikningar síðasta árs, vetrardagskráin verður kynnt og Lions í Grindavík og Kvenfélag Grindavíkur munu afhenda æskulýðsdeild Brimfaxa öryggisvesti fyrir börn.
Vonandi sjáumst við sem flest og eigum góða stund saman.
 
Kær kveðja.
Herra Hilmar K. Larsen formaður.

20.01.2014 11:07

Nefndarfundurinn



Minnum á fundinn með öllum nefndum Brimfaxa á morgun 21. jan. kl. 19:30 í Stakkavík.
 
Tölvupóstur var sendur út til þeirra sem eru í nefndum Brimfaxa, ef af einhverjum ástæðum einhver fékk ekki sinn póst er sá beðin um að senda póst á [email protected] eða hringja í síma 848-0143 eða 661-2046.
 
Sjáumst emoticon

17.01.2014 14:47

Reiðhöllin


Sæl öllsömul og gleðilegt ár.

Nú þurfum við að taka til hendinni í reiðhöllinni það geta allir nýst við þurfum að raka yfir gólfið og ýmislegt annað.
Þeir sem geta komið með hrífu taka hana með og ekki gleyma góða skapinu.
Hefjumst handa kl. 10.00

Sjáumst, formaðurinn.

14.01.2014 22:45

Framhaldsaðalfundur



Framhaldsaðalfundur Brimfaxa verður haldinn föstudaginn 24. janúar kl. 19:00 í Stakkavík.
Kveðja, stjórnin.

07.01.2014 16:28

Stíur til leigu


3 eins til tveggja hesta stíur til leigu án hirðingu og fóðrun í hesthúsahverfinu í Grindavík. Nýlega tekið í gegn og kaffistofa. Upplýsingar hjá Óla í síma: 848-5418.

04.01.2014 18:35

Í upphafi árs 2014


Bænum mínum heima hjá
Hlíðar brekkum undir
er svo margt að minnast á,
margar glaðar stundir.

Þorstein Erlingsson.

29.12.2013 22:20

Djákninn á Myrká


"Bíddu hérna, Garún, Garún,
meðan eg flyt hann Faxa, Faxa,
upp fyrir garða, garða." 

20.12.2013 22:59

TREC


TREC - spennandi ný grein

TREC er spennandi ný grein sem er að byrja að ryðja sér til rúms hér á landi. Greinin er skemmtileg, spennandi og hestvæn og byggir á almennri hestamennsku. Mikil fjölbreytni einkennir TREC og ekki síst traustið milli manns og hests, í rauninni hestaleikur. Keppni í TREC samanstendur af þremur þáttum og miðar að því að finna sterkasta parið út úr þessum þáttum í lokin. Auðvelt er að vera með einhverja af þessum þáttum eða alla saman eftir aðstæðum og tíma. Verið er að leggja lokahönd á þýðingu á reglupakkanum og samræma reglurnar eftir atvikum íslenskum aðstæðum.

Fyrst ber að nefna ratleik,sem eftir á að útfæra betur. Keppendur fá að skoða kort af fyrirfram ákveðinni leið í um 20 mínútur fyrir start og færa punkta yfir á sitt eigið kort sem þeir hafa með sér ásamt áttavita. Þeir þurfa að koma við á ákveðnum stöðum á leiðinni, 8 stöðvum eða svo. Leiðin er mislöng á milli stöðva og gefin upp áætlaður meðalhraði á milli stöðva. Vegalengd og tími getur verið allt frá 20 til 35 km sem tekur ca. 4-6 tíma í reið. Það eru dómarar á eftirlitsstöðvunum sem fylgjast með að allir komi við og að allt sé í lagi með knapa og hest.

Annar hlutinn felst í þrautabraut sem er á bilinu 1000-1500 m að lengd og fjöldi þrauta er 16. Fjölbreytileiki þrauta og uppsetninga þeirra er mikill en til eru a.m.k. 32 skilgreindar þrautir s.s. að fara yfir brú, opna hlið, stökkva yfir hindrun o.fl. Dómarar meta skilvirkni parsins við að leysa þrautina, stíl þeirra og gangtegund og hugsanlegan frádrátt stiga vegna refsinga.

Þriðji hlutinn er gangtegundastjórnun. Þar sýnir parið hægt stökk, sem hægast á 2 m breiðri og 150 m langri braut og síðan fet til baka eins hratt og þau komast. Tíminn er mældur, lykilatriði er að vera á réttum gangi og hafa fulla stjórn á hestinum. Tímatafla er til um þetta verkefni sem gefur stig í samræmi við árangur.

LH hefur hafið kynnigarherferð á TREC og eru aðildarfélögin hvött til að vera á sambandi við skrifstofuna eða Sigurð Ævarsson sem allra fyrst. Mörg félög eru komin af stað og áhugi er mikill. Þetta hentar hestinum okkar mjög vel og er frábær viðbót í fjölbreytta flóru hestamennskunnar í landinu. Kynningin tekur ca 1,5 klst og gefur fólki góða innsýn í þessa skemmtilegu og fjölskyduvænu íþrótt sem allir geta tekið þótt í. Námskeið fyrir verðandi dómara, leiðbeinendur og þá sem vilja kynna sér þetta enn betur, verður í lok febrúar eða byrjun mars á næsta ári.

Skrifstofa Lh
[email protected]
514 4030

Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 754
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 453109
Samtals gestir: 46100
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:27:49