20.11.2012 19:28

Aðalfundur


Aðalfundur Brimfaxa verður haldinn 17 des. 2012 Kl: 20:00 í Salthúsinu.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kveðja, Stjórnin.

16.11.2012 22:45

Keppnisárangur Brimfaxafélaga 2012
Á árinu 2012 kepptu Brimfaxafélagar á hinum ýmsu mótum sem haldin voru víðsvegar, en áður en Brimfaxi var stofnaður voru félagsmenn í hestamannafélaginu Mána, (sem og öðrum félögum) og margir eru enn í sínu gamla félagi og mjög gott samstarf er á milli Brimfaxa og Mána. Hestamenn í Grindavík hafa í gegnum tíðina verið duglegir að keppa og oft komið heim til Grindavíkur með verðlaun.

Brimfaxi átti fulltrúa m.a. á ístölti kvenna, páskamóti Sleipnis, landsmóti og fleiri mótum, þar sem keppendur voru Brimfaxa til mikils sóma. Einnig tóku hestar í eigu Brimfaxafélaga þátt í mörgum mótum á árinu með glæsilegum árangri. Brimfaxafélagar eiga líka nokkur hross sem dæmd voru á árinu og án efa eiga einhver af þeim eftir að keppa á komandi mótatímabili.

Hér ætlum við að líta yfir mótatímabilið fyrir árið 2012 og telja fram verðlaunasæti þar sem keppt var utan Grindavíkur undir nafni Brimfaxa.

Mars:
Lífstöltið í Mosfellsbæ.
A-úrslit tölt. 2 flokkur. 6 verðl. Fenja frá Holtsmúla. Knapi og Eig: Valgerður Valmundsdóttir.

Apríl:
Barnasmali Mána og Brimfaxa á Mánagrund.
3 verðl. í barnaflokk. Silvía Sól Magnúsdóttir.
Þáttökuverðl. í pollaflokk: Magnús Máni Magnússon

Júní:
Hestaþing Mána og Brimfaxa á Mánagrund.
A-flokkur 3 verðl. Kaldi frá Meðalfelli. Eig. Páll Jóhann Pálsson. Knapi og eig: Snorri Dal.
B-flokkur 2 verðl. Helgi frá Stafholti. Eig. Marver. Knapi Snorri Dal
B-flokkur 5 verðl. Fleygur frá Hólum. Eig. og Knapi: Sigurður Jónsson
B-flokkur áhugam. 3 verðl. Fenja frá Holtsmúla. Eig og knapi: Valgerður Valmundsdóttir.

Júní:
Hestaþing Mána og Brimfaxa á Mánagrund - úrtaka fyrir landsmót.
Landsmótssæti:
A-flokkur. Kaldi frá Meðalfelli. Eig. Páll Jóhann Pálsson.
B-flokkur. Ófelía frá Holtsmúla. Eig. Hermann Ólafsson.

12.11.2012 16:18

Reiðnámskeið, tamningar og þjálfun.Námskeið í vetur hjá Mundu og Palla Jóa.
Reiðkennari Cora Claas.

Hvað viltu læra?

Til stendur að halda mismunandi reiðnámskeið í vetur og auk þess verður boðið upp á einkakennslu. Það eiga allir að geta fundið eitthvað sem þeim hentar til að bæta sig og hestinn sinn. Fyrirhuguð eru tvö Knapamerkjanámskeið, eitt á 1. stigi og eitt á 3. stigi, þátttaka þarf að vera næg svo hægt sé að halda knapamerkjanámskeið. Það má finna upplýsingar um Knapamerkin á http://knapi.holar.is (smellið líka á merkin sem eru efst á síðunni til að fá frekari upplýsingar). Síðan verður haldið annað námskeið eða önnur og væri þá best ef nemendur gerðu grein fyrir því hvað þeir vildu helst læra.

Boðið verður upp á almennt reiðnámskeið fyrir þá sem vilja, þar sem við reynum að hafa alltaf tvo og tvo saman eftir getu og sníðum kennsluna að hverjum hóp.

En kannski er þörf fyrir byrjendanámskeið fyrir fullorðna?

Hafið þið áhuga á fortamninganámskeiði (tryppi á öðrum og þriðja vetri) eða frumtamninganámskeið þar sem allir mæta með bandvant tryppi og við gerum það reiðfært?

Hafið þið áhuga á að fara á jafnvægisnámskeið þar sem fyrst og fremst er hugsað um að bæta jafnvægi ykkur og ásetuna, þar sem gildir - Betri knapi betri hestur!

Endilega hafið samband við mig og segið frá því sem þið hafið áhuga á!

Ég hef verið að kenna í Grindavík undanfarna vetur í aðstöðunni hjá Mundu og Palla Jóa. Í gegnum tíðina hef ég líka tamið fyrir þau. Í sumar tókum við þá ákvöðun að flytja til Grindavíkur og fluttum við hingað í haust.

Ég er núna með aðstöðu hjá Mundu og Palla Jóa, tek þar hross í þjálfun og býð upp á reiðkennslu.

Fyrir þá sem þekkja mig ekki. Ég heiti Cora Jovanna Claas er 30 ára gömul og fædd í þýskalandi, ég er búin að búa á Íslandi af og til frá 1999 og alveg síðan 2004. Ég er útskrifaður reiðkennari og þjálfari frá Hólum og hef starfað við tamningar frá 1999 og kennslu frá 2007 á Íslandi, í Þýskalandi og Danmörku. Maðurinn min heitir Arnar Bjarki og dóttir mín heitir Katla Björk og er 1árs.

Ef þið viljið ná samband við mig getið þið kíkt við í hesthúsið, hringt í síma 8446967 eða sent línu á jovanna@gmx.de
 
Kær kveðja
Cora Jovanna Claas. 

05.11.2012 18:36

Hvað er um að vera ?
Á vefsíðum hesta netmiðla má finna flest allar þær upplýsingar sem um er að vera í hestamennskunni. Þótt haustin séu oftast róleg tíð hjá hestamönnum er þó alltaf eitthvað um að vera.

Hér er samantekt fyrir næstu viku:

Miðvikudaginn 7 nóv. kl: 20:00 verður almennur félagsfundur hrossaræktarsamtaka Suðurlands í félagsheimili Sleipnis á Selfossi.

Fimmtudaginn 8. nóv. kl: 20:00 verður almennur félagsfundur meistaradeildarinnar á Ingólfshvoli í Ölfusi.

Föstudaginn 9. nóv. kl: 16:00 stendur dómraranefnd LH fyrir opnum fundi í húsakynnum ÍSÍ um dómstörf ársins 2012 bæði á gæðinga- og íþróttamótum. Einnig mun Sigríður Björnsdóttir dýralæknir kynna lokaniðurstöður úr "Klár í keppni" verkefninu. Allir þeir sem áhuga hafa á dómstörfum og velferð hestsins okkar eru boðnir velkomnir.

Föstudaginn 9. nóv. kl: 20:00 verður haldin sölusýning í nýrri reiðhöll á Króki/Margrétarhofi í Ásahrepp.

Laugardaginn 10. nóv. kl: 13 verður folaldasýning Adams í Boganum að Þúfu í Kjós og strax að lokinni sýningu verður haldið hrossauppboð á hrossum á öllum aldri.

Laugardaginn 10. nóv. kl: 20:00 verður svo uppskeruhátíð hestamanna á Broadway.

31.10.2012 15:40

Vilt þú gerast félagsmaður Brimfaxa ?
Í Brimfaxa eru yfir 90 félagsmenn á öllum aldri.

Félagstarf er öflugt og margt er í boði á félagsvæði Brimfaxa, þar má nefna hringvöll, tamningagerði, kennslugerði, reiðvegi og síðast en ekki síst glæsileg 2000m2 reiðhöll sem er í byggingu.

Á þessu ári var boðið upp á ýmislegt fyrir hestamenn, svo sem reiðkennslu, skipulagðar útreiðarferðir, folaldasýningu, smalamót, innanfélagsmót, fræðsluferð, Fyrirlestur, Hestadag, rekstrardag og svo lengi mætti telja.

Brimfaxi gekk formlega í Landsamband Hestamannafélaga ( LH ) árið 2012.
Félagsgjöld og aðrar upplýsingar má finna á linknum hér að ofan "um félagið".

Þeir sem hafa áhuga á að ganga í félagið og taka þátt í því sem Brimfaxi hefur upp á að bjóða er bent á að hafa samband við gjaldkera á netfangið: styrmir@fms.is

Kveðja
Stjórnin.

26.10.2012 17:01

Landsþingið
58. Landsþing Landssambands hestamannafélaga fór fram í Reykjavík 19-20 okt. sl.

2 fulltrúar frá Brimfaxa sátu landsþingið.


24.10.2012 22:28

Kynning
Föstudaginn 26 okt. frá kl: 13:00 til ca.15:00 verður kynning í Stakkavík á aloe vera græðandi kremum fyrir hross (og mannfólk)

Þessi vara var kynnt á Landsmóti hestamanna 2012.

Allir velkomnir og heitt á könnunni.

22.10.2012 15:13

Hestamenn hvattir til að gera athugasemd.


Í frumvarpi til nýrra umferðalaga sem nú liggur fyrir alþingi er ekki að finna skilgreiningu á reiðvegum eða neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum, stígum eða slóðum.

Það verður að rúmast í nýjum umferðarlögum ákvæði þess efnis að akstur vélknúinna ökutækja sé óheimill á skilgreindum reiðstígum og slóðum.

Hestamenn eru hvattir til að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að gera athugasemd við þetta og getur fólk sent athugasemdir sínar inn til nefndasviðs Alþingis á netfangið nefndasvid@althingi.is fyrir 24. október.

Hægt er að afrita textann hér að neðan og senda inn athugasemd:

Nefndasvið Alþingis
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

Frumvarp til umferðarlaga 179. mál.

Í frumvarpi til nýrra umferðalaga er ekki að finna skilgreiningu á reiðvegum eða neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum, stígum eða slóðum og geri ég undirritaður alvarlegar athugasemdir við að svo sé ekki.

Það verður að rúmast í nýjum umferðarlögum ákvæði þess efnis að akstur vélknúinna ökutækja sé óheimill á skilgreindum reiðstígum og slóðum.

Virðingarfyllst

Nafn:

Kt:


Ath. athugasemdir skilist inn til Nefndasviðs Alþingis fyrir 24 okt. nk.


18.10.2012 22:00

Skýrslur æskulýðsnefnda.
Brimfaxi sendi inn æskulýðskýrslu til LH fyrir árið 2012.

Allar ársskýrslur frá þeim hestamannafélögum sem sendu inn sínar skýrslur má sjá hér:
(eða sjá inn á www.lhhestar.is ef linkur virkar ekki)

Hér fyrir neðan má lesa afrit af skýrslu Brimfaxa:

Skýrsla æskulýðsdeildar Brimfaxa 2012

Æskulýðsnefnd:
Jóhanna Harðardóttir formaður
Erla Dagbjört Ölversdóttir
Valgerður Valmundsdóttir

Hestamannafélagið Brimfaxi er ungt félag í Grindavík sem var stofnað 25 mars 2010. Brimfaxi gekk í LH árið 2012 og það hefur verið skemmtilegt ár hjá æskulýðsdeildinni.
Hestadagur Brimfaxa var haldin 6 febrúar þar sem vetrardagskrá Brimfaxa var kynnt, einnig var fræðsla um Íslenska hestinn, krakkar skelltu sér á hestbak og teymt var undir þeim yngstu og allir áttu skemmtilegan dag saman og fengu léttar veitingar að degi loknum.
Páskabingó var haldið 2 apríl, en þótt að vel var mætt fengu allir krakkar stór páskaegg og foreldrarnir lítil egg.
Brimfaxi og hestamannafélagið Máni héldu sameiginlega keppni í barnasmala þann 15 apríl sem lukkaðist frábærlega og nokkrir krakkar úr Brimfaxa kepptu á Mánagrund og komu með verðlaun heim til Grindavíkur.
Þann 19 apríl var tekin fyrsta skóflustunga af reiðhöll Brimfaxa og krakkarnir mynduðu röð með fána Brimfaxa á meðan athöfninni stóð.
Reiðnámskeið var haldið fyrir börn og unglinga í maí og var Elsa Magnúsdóttir reiðkennari. Nemenda aldurinn var frá 3 ára og uppúr. Að loknu reiðnámskeiði fengu allir krakkar gullverðlaunapening sem viðurkenningu fyrir námið.
Brimfaxamót var haldið í maí og krakkarnir dugleg að mæta og keppa, en keppt var í pollaflokk og barnaflokk. Að keppni lokinni fengu allir pylsur og öl.
Hætt var við óvissuferð æskulýðsdeildarinnar sem átti að fara í maí vegna dræmrar þáttöku.
Í júní, júlí og ágúst var reiðnámskeið sem haldin var af Arctic horses, en Arctic horses er í samstarfi við Brimfaxa um námskeiðahöld og var fullt á öll námskeið sem segir að það er alltaf áhugi fyrir reiðkennslu og fræðslu.
Æskulýðsnefnd Brimfaxa.

15.10.2012 15:22

Reiðhöllin


Byrjað er að steypa sökkulinn á reiðhöllinni.

07.10.2012 23:39

Hvernig byrjar maður ?
Hvernig byrjar maður í hestamennsku ? 
Hér fyrir neðan er linkur á myndband á mbl.is um hvernig er best að byrja í hestamennsku.
Sjá hér:
http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/73494/ 

28.09.2012 14:22

Beitarhólf

Góðann daginn félagar.
Þeir sem eru með hesta á beit hjá okkur eru beðnir að taka þá sem fyrst, því að beitin er búin.
Kær kveðja Ólafur yfirbeitarstjóri.

24.09.2012 22:03

Hestar í heimildaþætti.
Margir Brimfaxafélagar eru sauðfjáreigendur og smala sínu fé í Þórkötlustaðarétt á haustin. Smalið er vinsælt meðal hestamanna hvort sem þeir eru að smala eða fara sér til skemmtunar og hjálpa til við smal og rekstur.

Stöð 2 var með kvikmyndaupptöku í rekstrinum á heimildaþætti sem þeir eru að framleiða um Reynistaðabræður, þar sem Grindvískt sauðfé og hestar frá www.arctichorses.com léku aðalhlutverkið í þeirri upptöku.

19.09.2012 22:38

Sögusetur íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins var stofnað að Hólum í Hjaltadal 9. júní 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Hólaskóla. Sögusetrið var gert að sjálfseignarstofnun árið 2006 og eru stofnaðilar hennar Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli.

Á vefsíðu sögusetursins má finna mikið af fróðleik um íslenska hestinn. Vefsíðuna má sjá hér:

http://www.skagafjordur.is/subfrontpage_sogusetur.asp?cat_id=1635

10.09.2012 21:47

Hvað er IS númer hrossa ?
IS númer er svokölluð kennitala hrossa, hvert og eitt hross fær sína kennitölu við skráningu í Worldfeng (www.worldfengur.com) sem er alþjóðlegur gagnagrunnur fyrir íslenska hestinn. Í daglegu tali, tala hestamenn um IS númer hestins.

IS er skammstöfun og stendur fyrir Ísland en ef íslenskur hestur er fæddur á erlendri grund fær hesturinn landstafi fyrir það land sem það er frá, ef t.d. hestur er fæddur í Svíþjóð fær hann stafina SE.

Á eftir IS stöfunum kemur 10 stafa talnaröð, t.d: IS1986186055.
Þessar tölur þýða að fyrstu 4 tölustafirnir eru fyrir árið sem hrossið er fætt, næsta tala ( 1 eða 2 ) stendur fyrir hvort kyn hesturinn er, (1 = hestur - 2 = hryssa) því næst er tveggja stafa tala sem segir frá hvaða landsvæði hersturinn er og síðustu 3 tölurnar eru tölur sem eru fyrir bæjarnúmerið hans.

Tökum dæmi Orra frá Þúfu í Landeyjum, hann er með IS númerið: IS1986186055
IS - Ísland
1986 - árið sem hann er fæddur.
1 - hann er karlkyns
86 - landsvæðið sem hann er fæddur á
055 - bæjarnúmerið

Ef Orri gamli hefði nú verið hryssa hefði hann fengið: IS1986 2 86055.


Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 126
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 1087903
Samtals gestir: 134419
Tölur uppfærðar: 29.10.2020 08:44:05