Kl.19.00 Kappreiðar á kappreiðabrautinni fyrir félagsmenn Mána og Brimfaxa. Skráning á staðnum og ekkert keppnisgjald.
Laugardagur 8.júní
Kl. 10.00 B-flokkur áhugamenn
B-flokkur
Barnaflokkur
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
A-flokkur
Kl. 13.30 Matarhlé
Kl. 14.00 Pollaflokkur
Tamningaflokkur
B-flokkur áhugamanna - úrslit
B-flokkur - úrslit
Barnaflokkur - úrslit
Ungmennaflokkur - úrslit
Unglingaflokkur - úrslit
A-flokkur - úrslit
Í tamningaflokki verður sýnt tölt, brokk, frjáls ferð (tölt, brokk, skeið), stigið af baki, hestur teymdur og stigið á bak aftur. Ekki endilega í þessari röð þó.
Við minnum á að grillið byrjar strax á eftir A-flokki. Verð í grill er 1500kr á fullorðna og 500kr á börn yngri en 13 ára. Hægt verður að kaupa gos á staðnum.
Ráslistar verða birtir eins fljótt og hægt er.
Kv. mótanefnd
Opið hestaþing Mána og Brimfaxa fer fram helgina 7.-9. júní nk á Mánagrund.
Allir flokkar eru opnir og í boði verða eftirtaldir flokkar:
Pollar teyminga
Pollar ríðandi
Tamningaflokkur (5 vetra og yngri)
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
A-flokkur
B-flokkur
A-flokkur áhugamanna ( tölt, brokk, skeið - riðið eftir þul, 3 inná í einu )
B-flokkur áhugamanna (tölt, brokk, yfirferð - riðið eftir þul, 3 inná í einu)
Skráningagjöld eru 3500kr á grein. Pollar greiða 1000.
Lágmarks þáttaka í áhugamannaflokkana er 5 knapar.
Föstudagskvöldið 7.júní kl.19 verða kappreiðar og verður skráning á staðnum, engin keppnisgjöld. Kappreiðar eru einungis fyrir félagsmenn Mána og Brimfaxa.
Grillveisla verður á laugardagskvöldinu í Mánahöllinni eftir að dagskrá mótsins lýkur þann daginn. Verð í grill fyrir fullorðna er 1500kr og 500kr fyrir börn undir 13 ára. Allir velkomnir og höfum gaman saman.
Skráning í grill er á [email protected] eða senda sms í síma 861-2030.
Skráning á mótið er hafin á eftirfarandi vefslóð: http://skraning.sportfengur.
Í boði er líka að skrá sig í gegnum [email protected]
Upplýsingar sem þurfa að koma fram þar eru:
· Kennitala knapa og nafn
· IS númer hests, nafn og uppruni
· Flokkur sem keppandi vill keppa í
· Kreditkortanúmer og gildistími
· Símanúmer knapa eða forráðamanns
Ef eitthvað er óljóst má senda fyrirspurn í pósti á [email protected]
Með von um að sjá sem flesta.
Mótanefndir Mána og Brimfaxa.
Það vekur gjarnan athygli þegar Íslendingar standa sig vel í keppni á erlendri grundu og hvað þá Brimfaxafélagi.
Hún Askja dóttir Erlu Ölvers tók þátt í barnakeppni gæðingamóts Jótlands, sú stutta gerði sér lítið fyrir og vann barnaflokkinn og var að auki valin knapi mótsins. Þetta verður að teljast vel að verki staðið af þessari ungu hnátu og viljum við Brimfaxafélagar óska henni og foreldrum hennar til hamingju. Ps. ætli hún hafi eitthvað lært af afa sínum, ja hver veit?
Ágætu félagar við ætlum að bera á nýja hólfið sem er vestast, í kvöld kl. 20.00. ( 27.5.)
Takið með ykkur fötu við erum fljót að þessu ef að við sýnum samstöðu. Margar hendur vinna létt verk.
Kv. Stjórnin.
Æskulýðsnefnd LH fyrirhugar að halda æskulýðsmót á vegum sambandsins laugardaginn 22.júní í sumar. Mótið hefst snemma um morguninn og geta þátttakendur mætt á föstudeginum og gist í tjöldum eða í húsinu á Skógarhólum.
Dagskráin samanstendur af leikjum og þrautum (hópefli og gaman), fræðslu, reiðtúr, grillveislu um kvöldið og kvöldvöku. Ekki er skilyrði að mæta með hesta, enginn þarf að fara á hestbak en þau nauðsynlegt að koma með hest ef menn ætla í reiðtúrinn um þjóðgarðinn eða taka þátt í þrautabraut.
Þeir sem gætu haft hug á því að fara, endilega hafið samband við æskulýðsnefnd Brimfaxa fyrir 30. maí á netfangið [email protected].
Kveðja, æskulýðsnefnd.
Kæru Brimfaxafélagar.
Endurmenntun LbhÍ heldur Reiðnámskeið með Denna Haukssyni um helgina í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum.
Í lok námskeiðs á laugardegi um kl 16:30 verður hann með opinn fyrirlestur um hin klassísku stig þjálfunar.
Þeir sem hafa áhuga mæti tímanlega. Fyrirlesturinn kostar 500 kr og greiðist á staðnum með peningum, ekki kortum.
Með kveðju
Ásdís Helga Bjarnadóttir
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is