Hestamannafélagið Brimfaxi vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu okkur fyrir innanfélagsmótið okkar og alla þá velvild og stuðning sem okkur hefur verið sýndur. Það er ómetanlegt að finna fyrir jákvæðni og velvild í okkar garð sem gerir okkur auðveldara að byggja upp félagsstarfið. Eflum andann og treystum unglingastarfið.
Takk kærlega fyrir.
Fyrir hönd Brimfaxa.
Hilmar K. Larsen formaður.
Sælir Félagar.
Miðvikudaginn 1. mai verður Skálareiðtúrinn okkar, lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 13 stundvíslega.
Kaffi og eitthvað með því á áfangastað. Spáin er góð fyrir miðvikudag og vonandi geta sem flestir tekið þátt í þessu
með okkur. Sjáumst hress og kát.
Kv. Stjórnin.
Minnum á að skráning á opna íþróttamót Mána 19 - 21 apríl, lýkur mánud. 15. apríl á miðnætti.
Minnum á sýnikennsluna: Töltþjálfun, sem Cora J. Claas verður með í reiðhöll Palla og Mundu, annað kvöld (11 apríl) kl. 20:00
500 kr. aðgangseyrir og allir velkomnir.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is