05.05.2013 23:19

Úrslit frá töltmótinu


Nokkrar myndir frá mótinu eru í myndaalbúminu.

ÚRSLIT:

Barnaflokkur - teymingarflokkur
Allir sigurvegarar.

Svanþór R. Róbertsson - Harpa frá Grindavík
Nadía Líf Pálsdóttir - Lundi frá Stafholti
Leonard V. Jónsson - Drottning frá Ægissíðu
Guðmunda J. Eggertsdóttir - Meitill frá Svignaskarði
Kristólína Ó. Guðjónsdóttir - Sörli frá XXX
Emilía S. Siggeirsdóttir - XX frá XXX
Sindri Snær Magnússon - Byr frá Grundafirði
Lilja Rós Jónsdóttr - Órator frá Óvissu
Svanhildur R. Róbertsdóttir - Harpa frá Grindavík
Magnús Engill Valgeirsson - Meitill frá Svignaskarði
Katla Björk C. Arnarsd. - Ósk frá Kjarri
Kara Mjöll Sveinsdóttir - XX frá XXX
Guðný Ó. Hreiðarsd. - Sörli frá XXX
Enika M. Valgeirsdóttir - Ósk frá Kjarri

Barnaflokkur

1. Sylvía Sól Magnúsdóttir - Bigga frá Borgarnesi
2. Jakob Máni Jónsson - Kristall frá Götu
3. Guðmundur F. Jónsson - Valíant frá Helgadal
4. Magnús Máni Magnússon - Tígull frá hrá Hrafnhólum
5. Sæþór Róbertsson - Sörli frá XXX

Kvennaflokkur 2

1. Guðlaug Björk Klemensd. - Kopar frá Ártúnum
2. Katrín Eyberg Rúnarsdóttir - Glaumur frá Melagerði
3. Sunneva Ævarsdóttir - Ljómi frá Langárfossi
4. Jóhanna Harðardóttir - Kóngur frá Hafnarfirði

Karlaflokkur 2

1. Hilmar k. Larsen - Ilmur frá Feti
2. Guðjón Viktor Guðmunds. - Freyr frá Snjallsteinshöfða
3. Ævar Ásgeirsson - Reynir frá Möðrufelli
4. Theódór Vilbergsson - Skyggnir frá Grindavík

Kvennaflokkur 1

1. Valgerður S. Valmundsd. - Fenja frá Holtmsúla
2. Cora J. Claas - Kraftur frá Þorlákshöfn
3. Stella Ólafsdóttir - Valíant frá Helgadal

Karlaflokkur 1

1. Ragnar Eðvaldsson - Stelpa frá Skáney
2. Stefán Kristjánsson - Frænka frá Holtsmúla
3. Páll Jóhann Pálsson - Lundi frá Stafholti
4. Sigurður Jónsson - XX - XXX
5. Steingrímur Pétursson - Tign frá Leirulæk

05.05.2013 19:40

Þakkir

 

Hestamannafélagið Brimfaxi vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu okkur fyrir innanfélagsmótið okkar og alla þá velvild og stuðning sem okkur hefur verið sýndur. Það er ómetanlegt að finna fyrir jákvæðni og velvild í okkar garð sem gerir okkur auðveldara að byggja upp félagsstarfið. Eflum andann og treystum unglingastarfið.
Takk kærlega fyrir.
Fyrir hönd Brimfaxa.
Hilmar K. Larsen formaður.

04.05.2013 11:35

Alþingiskosningarnar

 
Haraldur Hjálmarsson tók þessa mynd þegar hestamenn fóru ríðandi á kjörstað .
Ljósmyndasíðu Haralds má sjá hér: http://www.flickr.com/photos/12643528@N03/
 

02.05.2013 16:54

Dagskrá fyrir töltmótið 4. maí

 
14:00 - Barnaflokkur (teymingarflokkur)
14:30 - Barnaflokkur
15:00 - HLÉ
15:15 - Kvennaflokkur 2
15:30 - Karlaflokkur 2
15:45 - Kvennaflokkur 1
16:00 - Karlaflokkur 1

28.04.2013 23:24

Skálareið

 

Sælir Félagar.
Miðvikudaginn 1. mai verður Skálareiðtúrinn okkar, lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 13 stundvíslega.
Kaffi og eitthvað með því á áfangastað. Spáin er góð fyrir miðvikudag og vonandi geta sem flestir tekið þátt í þessu
með okkur. Sjáumst hress og kát.
Kv. Stjórnin.

25.04.2013 22:30

Kosningar

 
Laugardaginn 27. apríl ætlum við að fara ríðandi á kjörstað.
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 14:00
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja, stjórnin.

23.04.2013 09:39

Töltmót Brimfaxa

Töltmót Brimfaxa verður haldið á hringvellinum laugard. 4. maí kl. 14:00.
 
Mótið er fyrir félagsmenn Brimfaxa og keppt verður í hægu tölti og fegurðartölti.
(Hægt tölt á vinstri hönd. Snúið við og fegurðartölt (frjáls ferð) á hægri hönd).
2-3 inná í einu.
 
Keppt verður í:
Karlaflokkur 1 og 2
Kvennaflokkur 1 og 2
Barnaflokkur
Barnaflokkur (teymingarflokkur)
 
Flokkur 1 er fyrir þá sem eru meira vanir keppnum.
Flokkur 2 er fyrir þá sem hafa lítið eða aldrei keppt.
 
Í barnaflokk er keppt í 2 flokkum.
Barnaflokkur - keppa sjálf.
Barnaflokkur - teymandi flokkur.
 
Þáttökugjald er 1500 kr. í kvenna og karlaflokk en frítt í barnaflokk.
Keppendur mega skrá fleiri en 1 hest, en þá er það 1500 kr. á 1 hest og 500 kr. á hest eftir það.
 
Vegna pöntun á verðlaunapeningum er nauðsynlegt að skrá sig í alla flokka.
Skráning er í síma 661-2046 eða á netfangið [email protected]
Síðasti skráningardagur er sunnudagskvöldið 28 apríl.
 
Greiða má þáttökugjaldið með því að leggja inn á reikning Brimfaxa í gegnum heimabanka. Reikningsuppl. verða gefnar upp við skráningu.
 
Á meðan mótinu stendur, fá allir grillaðar pylsur, gos og kaffi.
 
Einhamar ehf. er styrktaraðili mótsins.
 
Kveðja
Móta- æskulýðs- vallarnefnd og stjórn.

21.04.2013 20:43

Skemmtileg krakkaferð.

 
Í blíðskaparveðri var farin skemmtilegur reiðtúr í dag með yngstu meðlimi Brimfaxa. Ferð á feti var slagorðið. Eftir reiðtúrinn fengu allir hressingu og farið var í leiki.
Myndir frá ferðinni eru í myndaalbúminu.
 
Kv. Æskulýðsnefnd.

18.04.2013 08:05

Ferð á feti!

 
Næstkomandi sunnudag 21. apríl ætlar æskulýðsnefndin að hafa sameiginlegan reiðtúr "ferð á feti" ef veður leyfir.
 
Það verður farið mjög rólega (bara fetað) og allir saman í hóp.
Foreldrar eru hvattir til að koma með og þeir sem vilja geta labbað með og teymt undir krökkunum ef þau eru óvön.
Þegar við komum tilbaka fáum við okkur hressingu og förum í leiki.
 
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 12:00 og farið eitthvað út í buskann (ekki langt)
 
Vonandi sjáum við sem flesta.
 
Kveðja
Æskulýðsnefnd.

17.04.2013 07:37

Þorbjarnarreið

 
Laugardaginn 20. apríl verður farin hin árlega Þorbjarnarreið.
 
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 14:00

15.04.2013 17:13

Kvennatöltið í Víðidal

 
Kvennatöltið í Víðidal var haldið 13. apríl sl.
 
Brimfaxi átti keppanda á mótinu en Valgerður S. Valmundsdóttir keppti á Fenju frá Holtsmúla og voru í 2. sæti í B-úrslitum í flokki minna vanar.
 

12.04.2013 22:30

Árshátíð Brimfaxa 19. apríl

Þann 19 apríl verðum við með árshátíð okkar í Salthúsinu. Reiðmenn vindanna verða með tónleika eins og í fyrra og við komum saman og borðum og sprellum eitthvað og sýnum á okkur sparihliðarnar.

Til þess að halda miðaverðinu í lágmarki þá ætlum við að hafa pottrétt Láka spes, kaffi og konfekt.

Miðaverð 5100 pr mann.

Vinsamlegast látið formanninn vita fyrir þriðjudag ef þið ætlið að gleðjast með okkur á netfangið [email protected] eða í síma 898 5696.

12.04.2013 22:15

Íþróttamót Mána - skráning

Minnum á að skráning á opna íþróttamót Mána 19 - 21 apríl, lýkur mánud. 15. apríl á miðnætti.

 
Einnig er í boði að skrá sig á netfang Mána: [email protected]
 
Sjá auglýsingu um mótið hér: http://www.brimfaxi.is/blog/2013/04/06/657417/

10.04.2013 15:29

Sýnikennsla - Töltþjálfun



Minnum á sýnikennsluna: Töltþjálfun, sem Cora J. Claas verður með í reiðhöll Palla og Mundu, annað kvöld (11 apríl) kl. 20:00

500 kr. aðgangseyrir og allir velkomnir.

10.04.2013 15:14

Sameiginlegur vinnufundur




Formaður Brimfaxa og tveir stjórnarmeðlimir tók þátt í vinnufundi um stefnumörkun í íþróttamálum sem haldinn var í Grunnskóla Grindavíkur 8 apríl sl.
 
Makmið fundarins var að ná fram sameiginlegum markmiðum Grindavíkurbæjar og íþróttahreyfingarinnar um íþróttasktarf í samfélaginu.
 
Nánar má sjá um fundinn hér:
Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 754
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 453124
Samtals gestir: 46100
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:30:03