11.03.2013 14:13

Konunámskeið

Cora Jovanna Claas verður með námskeið fyrir konur laugardaginn 16 mars frá kl. 10:00 - 15:00

Námskeiðið er ætlað lítið vönum hestamönnum og byrjendum.
Hestar, reiðtygi og léttar veitingar eru á staðnum. 
Þetta er ekki reiðnámskeið en fólk fær tækifæri til að fara á bak og læra að sitja hest.

Atriði sem verða m.a. tekin fyrir:
Að nálgast hest, að mýla hest, kemba, teyma, leggja á og beisla.

Byrjað er á bóklegum tíma og því næst í verklegan tíma.

ALLIR VELKOMNIR, BÆÐI FÉLAGSMENN OG AÐRIR!

Verð 8.000kr 

Skráningarfrestur er til fimmtud. 14 mars til kl. 23:59 í síma: 844-6967 eða [email protected]

08.03.2013 13:53

FEIF Youth Camp í Noregi 2013

 
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 22. - 29. júlí 2013 í vesturhluta Noregs, milli Álasunds og Moldö. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.
 
Það er norska Íslandshestasambandið í samstarfi við þjálfunarstöðvarnar Kjersem og SP og hestamannafélagið á staðnum, Vestnes. Gistingin verður til að mynda í Kjersem. 
 
Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Noregi er til dæmis þetta:
 
- 2 reiðtúrar á íslenskum hestum í hinum stórfenglegu norsku fjöllum 
- Fjallganga upp á eitt fallegasta fjall Noregs með leiðsögumanni sem hefur klifið Mount Everest
- Fræðsla um tamningu hesta
- Dagsheimsókn til heimsmeistarans Stians Pedersen
- Farið í viðarkyntan heitan pott
- Skoðunar- og verslunarferð í Ålesund
- Þjálfað fyrir litla keppni 
- Geirangursfjörður heimsóttur en hann er sannarlega fallegur staður og er m.a. á heimsminjaskrá UNESCO
- Grillkvöld og margt fleira!
 
Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 5. apríl 2013 og skulu umsóknirnar berast á netfangið [email protected] fyrir þann tíma. 
 
Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir Æskulýðsmál. 
 
Kostnaður við búðirnar er ?550 sem er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Noregi. Flug og ferðir til og frá FEIF YC staðnum í Noregi eru ekki innifaldar. 
 
Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið [email protected] 

07.03.2013 21:42

"Verndarar barna"

Hestamannafélagið Brimfaxi er samfélagsaðili Grindavíkurbæjar í samstarfinu "Verndarar barna".
 
Jóhanna Harðardóttir fulltrúi æskulýðsnefndar Brimfaxa hefur sótt fræðslunámskeið sem er á vegum samtakana blátt áfram hjá forvarnarteymi Grindavíkur .
 
Nánari upplýsingar námskeiðið má sjá hér: http://grindavik.is/v/4898 
 

03.03.2013 18:40

Úrslit og myndir frá smala.

 
Keppni í hraðfimi (smala) var haldið í reiðhöll Palla og Mundu.
 
Hart var barist og úrslit urðu eftirfarandi:
 
1 sæti: Cora Jovanna Claas  57,06 sek
2 sæti: Jóhanna Harðardóttir 60,00 sek.
3 sæti: Hörður Sigurðsson 66,03 sek.
4 sæti: Katrín Eyberg 68,03 sek.
5 sæti: Sylvía Sól Magnúsdóttir 73,07 sek.
 
Myndir frá mótinu má finna í myndaalbúminu.
 

28.02.2013 21:26

SMALI

 
Hraðfimimót (smali) Brimfaxa verður laugard. 2 mars kl. 20:00 í reiðhöll Palla og Mundu.
Öllum félagsmönnum Brimfaxa eldri en 13 ára (á árinu) er heimild þáttaka og keppt verður um 5 verðlaunasæti.
 
Það er til mikils að vinna því fyrir 1 sæti er:
Glerlistaverk 
Verðlaunapeningur
Múll með endurskyni
Einteymingur
Beislishengi
Kambur  
 
Fyrir 2-5 sæti eru verðlaunapeningar og kambur fylgir líka.
 
Styrktaraðili er Stakkavík.

26.02.2013 13:50

Meistaradeild

Ákveðið hefur verið að fjölmenna á Meistaradeildina næsta fimmtudag þann 28. 2. þá fer fram keppni í fimmgangi.
Við ætlum að sameinast í bíla og vera komin snemma og fá okkur eitthvað að borða áður og vera svo saman í hóp á pöllunum.
Þetta kemur í stað ræktunarferðarinnar og kallast fræðslu og menningarauki. Sendið formanninum póst á [email protected] þeir sem
hafa áhuga.

21.02.2013 16:01

Ístöltið



Haraldur Hjálmarsson áhugaljósmyndari tók þessa mynd þegar Brimfaxafélagar fóru í ístöltreiðina.
Fleiri myndir frá ístöltinu eru væntanlegar á flickr ljósmyndasíðu Haralds.
Hér er slóðin:
http://www.flickr.com/photos/12643528@N03

21.02.2013 08:28

Reiðhöllin



19 feb. 2013

13.02.2013 22:50

Ístölt..ístölt !!


Laugardaginn 16 feb. verður Ístölt Brimfaxa. Vegna bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar þann dag verður lagt af stað frá reiðhöll Palla Jóa og Mundu kl. 11:00

Ís eftir "ístöltið" fyrir þá sem vilja og kaffi og kex fyrir þá eldri.
Sjáumst vonandi sem flest.


07.02.2013 10:06

Rekstrardagur á laugardaginn



Rekstrardagur Brimfaxa er nk. laugard. 9 feb.
Mæting er við reiðhöll Palla og Mundu og lagt verður af stað kl. 14:00

05.02.2013 10:23

Hestanámskeið fyrir börn

Hestanámskeið Coru fyrir börn á aldrinum 7 - 13 ára verður laugardaginn 9 feb. frá kl. 10:00 - 15:00.
Skráning er í síma 844-6967 eða á [email protected]
Skráning er til fimmtud. 7 feb. til kl. 22:00

Nánari upplýsingar um námskeiðið má sjá hér:
http://www.brimfaxi.is/blog/2013/01/25/647616/

ALLIR VELKOMNIR, BÆÐI FÉLAGSMENN OG AÐRIR!
Verð 8.000 kr.

Cora J. Claas.
844-6967
[email protected]

03.02.2013 15:22

Hestadagur

Nokkrar myndir frá hestadeginum eru komnar í myndaalbúmið.

 

02.02.2013 14:59

Frestað!

Námskeið í hestamennsku fyrir konur hefur verið frestað. Námskeiðið verður haldið í byrjun mars. Nánar auglýst fljótlega.

01.02.2013 19:57

Hestadagur

Hestadagur æskulýðsdeildar Brimfaxa verður haldinn á morgun laugardaginn 2. febrúar frá kl. 12-14 í reiðhöll Palla og Mundu. Hestadagurinn er fyrir alla krakka á öllum aldri og eru allir velkomnir, hvort sem þeir eru í hestamennsku eða ekki.

 Í fyrra var frábær mæting og fróðleikur um íslenska hestinn hvert sem líta mátti og hestateymingin vinsæl.

01.02.2013 08:42

Febrúar

Dagskrá Brimfaxa fyrir febrúar er stútfull. Nánari útskýringar (gróflega) á dagskránni er þessi:

2. feb. - Laugardagur - Hestadagur fyrir börn og unglinga:
Hestadagur Brimfaxa er fyrir alla krakka á öllum aldri. Í fyrra var frábær mæting og fróðleikur um íslenska hestinn hvert sem líta mátti og hestateymingin vinsæl.  
 
9.feb. - Laugardagur - Rekstrardagur:
Félagsmenn sameinast að fara í rekstrarferð með hóp af lausum hrossum, í fyrra var farin neshringurinn og lukkaðist vel. Rekstur er orðin gríðarvinsæll allstaðar á landinu og nokkur tamningar-og þjálfunarbú farin að bjóða einnig svokallaða rekstrarþjónustu þar sem hestar fara t.d. í þol- og styrkþjálfun, einnig eykur slík þjálfun gleði, viðheldur frelsistilfinningu og fjölbreytileika bætt við hverskyns þjálfunarferli.
 
16. feb. - Laugardagur - Ístölt !! 
Ístölt er fyrir félaga á öllum aldri. Bara leggja á, mæta og vera með!
 
23.feb. - Laugardagur - Ræktunarferð:
Félagsmenn fara í árlega ræktunarferð, en þá er farið í heimsókn á þekkt ræktunarbú, tamningarbú og fleira.
 
Ódagsett er reiðnámskeið og árshátíð.
 
Flettingar í dag: 270
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 754
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 453092
Samtals gestir: 46098
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:18:21