15.10.2012 15:22

Reiðhöllin


Byrjað er að steypa sökkulinn á reiðhöllinni.

07.10.2012 23:39

Hvernig byrjar maður ?
Hvernig byrjar maður í hestamennsku ? 
Hér fyrir neðan er linkur á myndband á mbl.is um hvernig er best að byrja í hestamennsku.
Sjá hér:
http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/73494/ 

28.09.2012 14:22

Beitarhólf

Góðann daginn félagar.
Þeir sem eru með hesta á beit hjá okkur eru beðnir að taka þá sem fyrst, því að beitin er búin.
Kær kveðja Ólafur yfirbeitarstjóri.

24.09.2012 22:03

Hestar í heimildaþætti.
Margir Brimfaxafélagar eru sauðfjáreigendur og smala sínu fé í Þórkötlustaðarétt á haustin. Smalið er vinsælt meðal hestamanna hvort sem þeir eru að smala eða fara sér til skemmtunar og hjálpa til við smal og rekstur.

Stöð 2 var með kvikmyndaupptöku í rekstrinum á heimildaþætti sem þeir eru að framleiða um Reynistaðabræður, þar sem Grindvískt sauðfé og hestar frá www.arctichorses.com léku aðalhlutverkið í þeirri upptöku.

19.09.2012 22:38

Sögusetur íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins var stofnað að Hólum í Hjaltadal 9. júní 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Hólaskóla. Sögusetrið var gert að sjálfseignarstofnun árið 2006 og eru stofnaðilar hennar Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli.

Á vefsíðu sögusetursins má finna mikið af fróðleik um íslenska hestinn. Vefsíðuna má sjá hér:

http://www.skagafjordur.is/subfrontpage_sogusetur.asp?cat_id=1635

10.09.2012 21:47

Hvað er IS númer hrossa ?
IS númer er svokölluð kennitala hrossa, hvert og eitt hross fær sína kennitölu við skráningu í Worldfeng (www.worldfengur.com) sem er alþjóðlegur gagnagrunnur fyrir íslenska hestinn. Í daglegu tali, tala hestamenn um IS númer hestins.

IS er skammstöfun og stendur fyrir Ísland en ef íslenskur hestur er fæddur á erlendri grund fær hesturinn landstafi fyrir það land sem það er frá, ef t.d. hestur er fæddur í Svíþjóð fær hann stafina SE.

Á eftir IS stöfunum kemur 10 stafa talnaröð, t.d: IS1986186055.
Þessar tölur þýða að fyrstu 4 tölustafirnir eru fyrir árið sem hrossið er fætt, næsta tala ( 1 eða 2 ) stendur fyrir hvort kyn hesturinn er, (1 = hestur - 2 = hryssa) því næst er tveggja stafa tala sem segir frá hvaða landsvæði hersturinn er og síðustu 3 tölurnar eru tölur sem eru fyrir bæjarnúmerið hans.

Tökum dæmi Orra frá Þúfu í Landeyjum, hann er með IS númerið: IS1986186055
IS - Ísland
1986 - árið sem hann er fæddur.
1 - hann er karlkyns
86 - landsvæðið sem hann er fæddur á
055 - bæjarnúmerið

Ef Orri gamli hefði nú verið hryssa hefði hann fengið: IS1986 2 86055.


05.09.2012 17:08

Íslenski hesturinn vekur alltaf forvitni hjá erlendum gestum en spurning er hvort erlendir gestir vekja ekki forvitni hjá íslenska hestsinum!

28.08.2012 22:36

Stóðréttir haustið 2012


 

 
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardag 1. sept. kl. 9
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 15. sept.
Staðarrétt í Skagafirði. laugardag 15. sept.
Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag 16. sept. kl. 11
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudag 16. Sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. Ekki ljóst
Deildardalsrétt í Skagafirði sunnudag 30. sept.
Árhólarétt í Unadal, Skag. Ekki ljóst
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. Ekki ljóst
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 29. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. Ekki ljóst
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 29. sept. um kl. 13
Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardag 6. okt. kl. 12
Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardag 6. okt
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 6. okt. kl. 10
Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardag 13. okt. kl. 10
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 13. okt. kl. 13
 

26.08.2012 09:29

Leirljós.
Leirljós gæðingur á beit í Grindavík.

20.08.2012 22:49

Fornsögulegt nafn.


Í eldri frétt á vefsíðu Brimfaxa má finna skemmtilega sögu sem tekin var af www.ferlir.is um gæðinginn Brimfaxa.

Hér er afrit af sögunni:
Grímur Hrafnsson, er var yfirnemi á Vífilsstöðum, en meistarinn Jón Kjarvalarson, "sá gamli", var, eins og áður er sagt, orðinn hrumur af elli og kominn af fótum fram. Kolskeggur reið því ávalt á milli Vífilsstaða og Krýsavíkur. Hann hafði 12 gæðinga til reiðar, alla hvíta og báru allir faxanöfnin. Tveir hvítir hundar eltu hann jafnan. "Sá gamli" var brenndur inni á Vífilsstöðum, en "Kölski" slapp úr umsátri á Gömlu-Krýsuvík og komst á einn hesta sinna, Brimfaxa, mikinn gæðing.

15.08.2012 22:38

Perla
Þetta rauðstjörnótta merfolald er í eigu Jóhönnu Harðardóttir og fjölskyldu sem reka Arctic horses.
Hún er undan Adrían frá Ísólfsskála og Sneglu.
Litla hryssan heitir Perla eftir skemmtilegri Perlulögun sem stjarnan hennar hefur.

30.07.2012 14:30

ReiðhöllinFyrsti áfangi af reiðhöllinni kom til Grindavíkur í dag, 30 júlí 2012.

Sjá fleiri myndir í myndalbúminu.

27.07.2012 08:34

Að kaupa og ala hest 
Á heimasíðu landsambands hestamannafélaga má finna ýmsan fróðleik.
Hér er linkur sem er áhugavert fyrir alla að skoða: http://www.lhhestar.is/is/ymislegt/fraedsla 
 
Guðríður Arnardóttir skrifaði grein fyrir nokkru sem má finna á heimasíðu LH en þótt greinin sé ekki ný er hún góð og gild fyrir alla þá sem hafa hug á því að byrja í hestamennskunni, þar sem hún fer yfir breytt svið um hvað er gott að huga að í byrjun.
 

24.07.2012 15:15

Ísólfsskála Hestar

Ný hrossaræktar síða hefur verið stofnuð á facebook sem heitir Ísólfsskála hestar, en á þeirri síðu má finna söluhross, myndir og fl.

Þau Kári Ölversson og Elka Mist Káradóttir rækta hross og kenna þau við Ísólfsskála í Grindavík.

Hér má sjá facebook síðuna þeirra: http://www.facebook.com/#!/isolfsskala.hestar?sk=wall

23.07.2012 08:51

Myndir frá BrimfaxamótinuNokkrar myndir frá Brimfaxamótinu sem haldið var 12 maí sl. eru komnar í myndaalbúmið.

Ef einhver á fleiri myndir frá mótinu eða skemmtilegar myndir af hestamennsku í Grindavík endilega senda myndir á netfangið [email protected]

Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 296
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 172253
Samtals gestir: 9878
Tölur uppfærðar: 3.12.2022 10:21:47