24.07.2012 15:15

Ísólfsskála Hestar





Ný hrossaræktar síða hefur verið stofnuð á facebook sem heitir Ísólfsskála hestar, en á þeirri síðu má finna söluhross, myndir og fl.

Þau Kári Ölversson og Elka Mist Káradóttir rækta hross og kenna þau við Ísólfsskála í Grindavík.

Hér má sjá facebook síðuna þeirra: http://www.facebook.com/#!/isolfsskala.hestar?sk=wall

23.07.2012 08:51

Myndir frá Brimfaxamótinu



Nokkrar myndir frá Brimfaxamótinu sem haldið var 12 maí sl. eru komnar í myndaalbúmið.

Ef einhver á fleiri myndir frá mótinu eða skemmtilegar myndir af hestamennsku í Grindavík endilega senda myndir á netfangið [email protected]

22.07.2012 16:07

Úrslit frá Íslandsmóti 2012


 
Úrslit frá Íslandsmóti fullorðinna fyrir Helga frá Stafholti og Kalda frá Meðalfelli var að Kaldi varð í 7. sæti í gæðingaskeiði og Helgi í 4. sæti í slaktaumatölti.
 
Til hamingju með árangurinn. :)
 
 
Hér má sjá mynd af Helga frá Stafholti og knapa hans, hann Snorra Dal á Íslandsmóti fullorðinna 2010.
 


 

20.07.2012 14:57

Íslandsmótið



Kaldi frá Meðalfelli og Helgi frá Stafholti keppa á íslandsmóti fullorðinna sem haldin er um helgina á Vindheimamelum.

Kaldi og Helgi eru í m.a. eigu þeirra Stafholtshjóna og má sjá vefsíðu þeirra hér: http://www.stafholthestar.is/

Kaldi keppir á laugard. í gæðingaskeiði og Helgi keppir einnig á laugard. í slaktaumatölti (T2)

Hér má sjá Kalda frjálsan í haga í Grindavík og á hann þegar nokkur afkvæmi sem eru köstuð í Grindavík og eru í eigu Brimfaxafélaga.


12.07.2012 13:53

Bein útsending frá NM í Eskilstuna





Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram dagana 2. - 5. ágúst n.k. Svíarnir munu sýna beint á netinu frá keppninni síðustu tvo daga mótsins, þ.e. 4. - 5. ágúst, á vefsíðunni www.nc2012.se.

Íslenska landsliðið er í mótun og verður tilkynnt mánudaginn 16. júlí kl. 16:00. Það er að sjálfsögðu magnað að geta fylgst með okkar fólki í keppni og öllum úrslitum á netinu. 

Hér má sjá kynningarmyndband fyrir norðurlandamótið.


10.07.2012 12:36

Íslandsmót fullorðinna - skráning



Skráning á Íslandsmót fullorðinna á Vindheimamelum.

Skráning hefst þriðjudaginn 10. júlí og  líkur kl: 16:00 fimmtudaginn 12. júlí.

Hægt er að senda skráninguna á tölvupósti á [email protected].  Þá verður tekið á móti skráningum í gegnum síma 455-7100 milli 13:00 - 16:00 þessa þrjá daga.

Umsjón með skráningu hefur Steinunn Anna Halldórsdóttir.

Skráningargjöld:
Skráningargjald er 5.000 kr fyrir hverja keppnisgrein (hverja skráningu).   
Reikningsnúmer:   1125 - 26 - 1630 kt: 520705-1630
Senda þarf kvittun í tölvupósti á [email protected]
Skýring: Nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir.
Greiðslur þurfa að hafa borist fyrir kl: 16:00 fimmtudaginn 12. júlí.
Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
·         Nafn hests og IS númer
·         Hestamannafélag sem keppt er fyrir
·         Keppnisgreinar
·         Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur.

Frekari upplýsingar um Íslandsmót má nálgast á www.horse.is/im2012 
 

04.07.2012 15:40

LM 2012



Kaldi frá Meðalfelli á LM 2012.

 
Brimfaxafélögum gekk vel á landsmóti hestamanna sem fór fram í Reykjavík 25 júní - 1 júlí 2012.
 
Í forkeppni í A-flokki fékk Kaldi frá Meðalfelli 8,32 í einkunn.
 
Í forkeppni í B-flokki fékk Ófelía frá Holtsmúla 8,39 í einkunn.
 
Þess má einnig geta að Kraftur frá Þorlákshöfn sem er í eigu Stefáns Þ. Kristjánssonar keppti í barnaflokki fyrir hestamannafélagið Mána og fékk einkunina 8,10.
 
Til hamingju Brimfaxafélagar með góðan árangur á landsmóti.
 

01.07.2012 21:24

Brimfaxi á setningarathöfn LM


Formaður Brimfaxa ásamt föruneyti voru á setningarathöfn LM 2012.
LM 2012 er fyrsta landsmót sem Brimfaxi tekur þátt í eftir að Brimfaxi varð aðildarfélag LH.



27.06.2012 11:49

Myndir frá Völlunum



Nokkrar myndir frá laugardagskvöldinu á Vigdísarvöllum eru komnar í myndaalbúmið hér á síðunni.

20.06.2012 12:55

Vigdísarvellir

Nú er komið að hinni árlegu ferð okkar á Vigdísarvelli sem er helgina 22.-24.júní.

Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu korter í fjögur (15:45) föstud. 22.júní.

Kveðja, ferðanefnd.

18.06.2012 13:48

Setningarathöfn á landsmóti.

Setningarathöfn landsmóts hestamanna verður fimmtud. 28 júní milli kl. 20:30 -21:30.

Brimfaxi óskar eftir 3-4 félagsmönnum til að taka þátt í hópreiðinni sem hestamannafélögin mynda á setningarathöfninni.

Ekki verða gerðar kröfur um að þeir sem taka þátt í reiðinni verði í félagsbúningi Brimfaxa.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt, hafið samband við Valgerði í s: 661-2046 (siminn) eða 776-2046 (nova) eða á netfangið [email protected] fyrir föstud. 22 júní.

 

18.06.2012 12:00

Félagsbúningur Brimfaxa.

Brimfaxi hefur sent inn til LH útlit á félagsbúningi Brimfaxa.

Félagsbúningur Brimfaxa er:
Svartur jakki með merki félaginu.
Hvít skyrta.
Turkish blátt bindi.
Hvítar reiðbuxur.
Svört stigvél.
Hægt er að fá keypt merki félagsins hjá Jónínu í s: 896-8597.
Kveðja, stjórnin.

 

18.06.2012 09:00

Myndlistasýningin "Hestar"

Bjarni Þór Bjarnason býður hestamönnum á myndlistasýningu sína "Hestar" sem opnuð verður laugard. 23. júní 2012 kl. 13:00-16:00.

Sýningin er í Gallerí List Skipholti 50A. í Reykjavík og stendur til 5. júlí 2012.

14.06.2012 15:00

Litlu folöldin

Litlu folöldin eru byrjuð að líta dagsins ljós í Grindavík.

Þetta fallega brúna merfolald og brúntvístjörnótta hestfolald er í eigu Kára Ölvers. og Elku Mist Kárad.

Það brúntvístjörnótta er undan Sambersyninun Adrían frá Ísólfsskála og Afródítu frá Lambhaga sem er undan Hróðsyninun Nikulás frá Langholtsparti sem er sammæðra honum Markúsi frá Langholtsparti.

09.06.2012 12:35

Beitin opnar

Næstkomandi sunnudag 10.6. kl. 13:00 verður beitarhólfið opnað fyrir félagsmenn og gjaldið pr. hest 3500 á mánuði.

Kveðja, Stjórnin.

Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 754
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 453009
Samtals gestir: 46087
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:17:00