Félags- og barnamálaráðherra hefur framlengt sérstaka frístundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og verður nú hægt að sækja um styrki út árið 2021. Þá hefur ráðuneytið einnig gengið frá samningi við Abler um að hægt verði að sækja um styrkina með sambærilegum hætti og hefðbundinn frístundastyrk sem sveitarfélögin veita, eða við skráningu barns í íþrótt eða tómstund í gegnum rafrænt skráningarkerfi Sportabler. Stefnt er að opna fyrir umsóknir í vikunni að loknum prófunum á virkni kerfisins.
Hægt er að sækja sérstakan frístundastyrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2006-2015 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 787.200 kr. á mánuði á tímabilinu mars - júní 2021. Styrkurinn er 25.000 kr. á hvert barn til áramóta og rúmlega 13.000 börn eiga rétt á styrknum. Stefnt er á að veita sams konar styrk eftir áramót.
Nánari upplýsingar er að finna í frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:
Skráning er hafin á sumarnámskeið Arctic Horses. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við hestamannafélagið Brimfaxa og eru sem fyrr 5 dagar í senn í 2,5 klst. hvert skipti (nema annað sé tekið fram).
Námskeiðin eru fyrir 6 ára og eldri. Krakkarnir mæta klæddir eftir veðri og með nesti í bakpoka nema síðasta daginn, þá verður boðið upp á grillaðar pylsur og djús.
Ef ekki næst næg þátttaka verður námskeiðið fellt niður í þeirri viku og ef eftirspurn er mikil reynum við að bæta við fleiri námskeiðum.
Dagsetningar eru eftirfarandi:
14.-18.júní (4 dagar)
21.-25.júní
28.júní - 2.júlí
5.-9.júlí
12.-16.júlí
19.-23.júlí
9.-13.ágúst
16.-20.ágúst
23.-28.ágúst (eftir skóla)
Frekari upplýsingar og skráning í síma 848-0143 (Jóhanna)
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is