Kæru félagar.
Næstkomandi fimmtudag kl. 18:00 hefst fyrsta folaldasýning á vegum félagsins, fyrirhugað er að gera notalega stemmningu í kringum þetta.
Við ætlum að bjóða félagsmönnum uppá eitthvað snarl eftir sýninguna og spjall við einn allra fremsta hrossaræktanda landsins.
Sýningin mun að sjálfsögðu vera í reiðhöllinni á Þórkötlustöðum hjá stórræktendunum sem þar ráða húsum og skaffa aðstöðuna. Vonandi sjáum við sem flesta, enda einstakt tækifæri að hlýða á Gunnar og skyggnast inn í leyndardóma hrossaræktarinnar.
Fyrirkomulag sýningarinnar: Folöldin mýld og byrjað að byggingadæma þau, að því loknu eru þau rekin inn í höll og ganglagið athugað.
Fyrst verða merfolöldin dæmd og hestfolöldin þar á eftir.
Skráningagjald 1000 kr. pr. folald.
Fyrir fyrstu verðlaun verður folatollur undir Sæþór úr ræktun Stafholtshesta, fjallmyndarlegur foli sem miklar vonir eru bundnar við. Takk fyrir það.
AÐ LOKUM VIL ÉG MYNNA YKKUR Á AÐALFUNDINN Á MIÐVIKUDAGINN 28.03. KL. 20:00 Í SALTHÚSINU.
Kær kveðja.
Herra Hilmar formaður.
Laugardaginn 17. mars voru undirritaðir samningar við Landsstólpa um kaup á reiðhöll sem verður 26 x 70 metrar að stærð. Einnig var undirritað skjal þar sem Herman TH. Ólafsson í Stakkavík yfirtekur framkvæmd verksins og skuldbindur sig til að skila höllinni að minnsta kosti fokheldri með þeim peningum sem okkur stendur til boða. Að lokum var handsalaður samningur við GG.Sigurðsson um jarðvinnuna. Þessi dagur var tímamóta dagur í sögu Brimfaxa, okkar litla félags sem rúmar stórhuga menn sem vilja hugsa langt fram í tímann.
Þessi fæðing hefur tekið langan tíma og hefur gengið á ýmsu sem hefur tafið málið svo sem staðsetning, deiliskipulag og fl. Það getur ekki annað en talist kraftaverk að einn maður komi og vilji taka á sig slíka ábyrgð sem byggingu einnar reiðhallar, slíkt gerist ekki í hverju bæjarfélagi ef nokkurstaðar. Brimfaxafélagar stöndum þétt við bakið á Hermanni og sýnum samstöðu, þannig vinnum við stærstu sigrana.
Til hamingju Brimfaxafélagar og aðrir Grindvíkingar.
Kær kveðja.
Stjórn Brimfaxa.
Sunnudaginn 11. mars samþykkti fjölmennur fundur Brimfaxafélaga að fela Hermanni Th. Ólafssyni forsjá byggingu Reiðhallar að stærð 26x70 M í nafni félagsins í nánu samstarfi við stjórn og aðra félagsmenn.
Hermann afhenti stjórn félagsins undirskrifað bréf þar sem hann ábyrgist það að höllin komist upp fyrir þá peninga sem félaginu stendur til boða og brúa það bil sem á vantar.
Það verður að teljast rausnarlegt og í meiralagi höfðinglegt að Hermann skuli vera tilbúin að takast á við slíkt verkefni. Vil ég nota tækifærið til að þakka Hermanni fyrir hans framgöngu í þessu máli og óska Brimfaxafélögum til hamingju með þetta stóra skref sem tekið var með þessari samþykkt og þessu bréfi frá Hermanni.
Takk fyrir okkur.
Herra Hilmar formaður.
Brimfaxamótið tókst bara bærilega vel og veðrið alveg þolanlegt. Það hefði verið gaman að sjá fleirri krakka og konur, en það verður ekki á allt kosið, það var bara svo mikið í gangi á sama tíma t.d. kvennahlaup krakkamót í fótbolta og fl. og fl. Grillaðar voru pylsur fyrir gesti og gangandi og skapaði það skemmtilega fjölskyldustemmningu fyrir vikið. Einhamar gaf öll verðlaunin og pylsurnar. Stafholtshestar gáfu drykkjarföng og kol. H.K. Verk gaf pylsubrauðin og félagið skaffaði tómat sinnep og lauk, þannig að kostnaður fyrir félagið var óverulegur. Stjórn Brimfaxa vill þakka öllum þeim sem styrktu okkur og þeim sem lögðu hönd á plóginn. Jón Ásgeir sá að mestu um undirbúning móptsinns ásamt fleirrum.
Hlyni dómara þökkum við fyrir ásamt aðstoðarmanni. Hlynur minn þetta var létt í vasa en vonandi hafðir þú gaman af þessu eins og við.
Nokkrir krakkar voru í teymingaflokknum og fengu þau öll verðlaun eftir nokkra hringi í teymingu
Kvennaflokkurinn var heldur rýr enda kvenfólkið í kvennahlaupi á sama tíma. Þær sem hlupu ekki en völldu í staðin að láta hlaupa með sig voru aðeins fjórar. Þrátt fyrir að vera fáar þá voru þetta glæsilegir fulltrúar á flottum hrossum. Stella og Valíant urðu í efsta sæti enda Valíant glæsilegur hestur og Stella lunkin knapi. Til hamingju Stella.
Í karlaflokki kepptu þrettán einstaklingar og er skemmst frá því að segja að Stebbi Kristjáns rúllaði þessu upp á glæsihryssunni Frænku sem er undan Þristi frá feti. Til hamingju Stefán
Takk fyrir daginn ágætu félagar stjórn Brimfaxa þakkar fyrir sig.
kær kveðja herra Hilmar formaður.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is