26.03.2012 14:27

Dagskrá folaldasýningar

Kæru félagar.

Næstkomandi fimmtudag kl. 18:00 hefst fyrsta folaldasýning á vegum félagsins, fyrirhugað er að gera notalega stemmningu í kringum þetta.
Við ætlum að bjóða félagsmönnum uppá eitthvað snarl eftir sýninguna og spjall við einn allra fremsta hrossaræktanda landsins.
Sýningin mun að sjálfsögðu vera í reiðhöllinni á Þórkötlustöðum hjá stórræktendunum sem þar ráða húsum og skaffa aðstöðuna. Vonandi sjáum við sem flesta, enda einstakt tækifæri að hlýða á Gunnar og skyggnast inn í leyndardóma hrossaræktarinnar.
Fyrirkomulag sýningarinnar: Folöldin mýld og byrjað að byggingadæma þau, að því loknu eru þau rekin inn í höll og ganglagið athugað.
Fyrst verða merfolöldin dæmd og hestfolöldin þar á eftir.
Skráningagjald 1000 kr. pr. folald.
Fyrir fyrstu verðlaun verður folatollur undir Sæþór úr ræktun Stafholtshesta, fjallmyndarlegur foli sem miklar vonir eru bundnar við. Takk fyrir það.
AÐ LOKUM VIL ÉG MYNNA YKKUR Á AÐALFUNDINN Á MIÐVIKUDAGINN 28.03. KL. 20:00 Í SALTHÚSINU.
Kær kveðja.
Herra Hilmar formaður.

25.03.2012 14:30

Tímamót




Laugardaginn 17. mars voru undirritaðir samningar við Landsstólpa um kaup á reiðhöll sem verður 26 x 70 metrar að stærð. Einnig var undirritað skjal þar sem Herman TH. Ólafsson í Stakkavík yfirtekur framkvæmd verksins og skuldbindur sig til að skila höllinni að minnsta kosti fokheldri með þeim peningum sem okkur stendur til boða. Að lokum var handsalaður samningur við GG.Sigurðsson um jarðvinnuna. Þessi dagur var tímamóta dagur í sögu Brimfaxa, okkar litla félags sem rúmar stórhuga menn sem vilja hugsa langt fram í tímann.

Þessi fæðing hefur tekið langan tíma og hefur gengið á ýmsu sem hefur tafið málið svo sem staðsetning, deiliskipulag og fl. Það getur ekki annað en talist kraftaverk að einn maður komi og vilji taka á sig slíka ábyrgð sem byggingu einnar reiðhallar, slíkt gerist ekki í hverju bæjarfélagi ef nokkurstaðar. Brimfaxafélagar stöndum þétt við bakið á Hermanni og sýnum samstöðu, þannig vinnum við stærstu sigrana.

Til hamingju Brimfaxafélagar og aðrir Grindvíkingar.

Kær kveðja.

Stjórn Brimfaxa.

11.03.2012 14:32

Tímamótaatburður



Sunnudaginn 11. mars samþykkti fjölmennur fundur Brimfaxafélaga að fela Hermanni Th. Ólafssyni forsjá byggingu Reiðhallar að stærð 26x70 M í nafni félagsins í nánu samstarfi við stjórn og aðra félagsmenn.
Hermann afhenti stjórn félagsins undirskrifað bréf þar sem hann ábyrgist það að höllin komist upp fyrir þá peninga sem félaginu stendur til boða og brúa það bil sem á vantar.
Það verður að teljast rausnarlegt og í meiralagi höfðinglegt að Hermann skuli vera tilbúin að takast á við slíkt verkefni. Vil ég nota tækifærið til að þakka Hermanni fyrir hans framgöngu í þessu máli og óska Brimfaxafélögum til hamingju með þetta stóra skref sem tekið var með þessari samþykkt og þessu bréfi frá Hermanni.
Takk fyrir okkur.
Herra Hilmar formaður.

27.02.2012 14:35

Úrslit og myndir frá smala.



Brimfaxi hélt sitt fyrsta hraðfimimót (Smala) í reiðhöll Palla Jóa og Mundu sl. sunnudag. Mikil þáttaka var á mótið og sigurvegarinn var Steingrímur Pétursson á Tign frá Leirulæk.
Myndir frá mótinu má sjá á
www.flickr.com/brimfaxi  
önnur úrslit voru eftirfarandi: jafnar í öðru sæti voru Erla Ölvers á Zodiak á timanum 1,19 og Jóhanna Harðardóttir á Byr.
Í þriðja sæti var Katrín á Berki, á tímanum 1,29
Stjórn Brimfaxa óskar ykkur til hamingju og þakkar þeim sem önnuðust undirbúning og framkvæmd mótsins. Þökkum einnig Mundu og Palla fyrir lánið á höllinni og allar kaffiveitingarnar.
Stjórn Brimfaxa.

04.01.2012 14:45

Prufuholur


Prufuholur voru teknar 4 janúar 2012 fyrir reiðhöllinni. Myndir eru hér á myndasíðu Brimfaxa og á www.flickr.com/brimfaxi

05.06.2011 14:48

Brimfaxamótið 2011



Brimfaxamótið tókst bara bærilega vel og veðrið alveg þolanlegt. Það hefði verið gaman að sjá fleirri krakka og konur, en það verður ekki á allt kosið, það var bara svo mikið í gangi á sama tíma t.d. kvennahlaup krakkamót í fótbolta og fl. og fl. Grillaðar voru pylsur fyrir gesti og gangandi og skapaði það skemmtilega fjölskyldustemmningu fyrir vikið. Einhamar gaf öll verðlaunin og pylsurnar. Stafholtshestar gáfu drykkjarföng og kol. H.K. Verk gaf pylsubrauðin og félagið skaffaði tómat sinnep og lauk, þannig að kostnaður fyrir félagið var óverulegur. Stjórn Brimfaxa vill þakka öllum þeim sem styrktu okkur og þeim sem lögðu hönd á plóginn. Jón Ásgeir sá að mestu um undirbúning móptsinns ásamt fleirrum.

Hlyni dómara þökkum við fyrir ásamt aðstoðarmanni. Hlynur minn þetta var létt í vasa en vonandi hafðir þú gaman af þessu eins og við.

Nokkrir krakkar voru í teymingaflokknum og fengu þau öll verðlaun eftir nokkra hringi í teymingu

Kvennaflokkurinn var heldur rýr enda kvenfólkið í kvennahlaupi á sama tíma. Þær sem hlupu ekki en völldu í staðin að láta hlaupa með sig voru aðeins fjórar. Þrátt fyrir að vera fáar þá voru þetta glæsilegir fulltrúar á flottum hrossum. Stella og Valíant urðu í efsta sæti enda Valíant glæsilegur hestur og Stella lunkin knapi. Til hamingju Stella.

Í karlaflokki kepptu þrettán einstaklingar og er skemmst frá því að segja að Stebbi Kristjáns rúllaði þessu upp á glæsihryssunni Frænku sem er undan Þristi frá feti. Til hamingju Stefán

Takk fyrir daginn ágætu félagar stjórn Brimfaxa þakkar fyrir sig.

kær kveðja herra Hilmar formaður.

10.04.2011 15:22

Til hamingju Dóri

Föstudaginn þann áttunda apríl fór fram forskoðun folalda bæði í Keflavík og Grindavík á vegum Mána. Það var Magnús Lárusson kynbótadómari sem skoðaði og dæmdi folöldin í hverju húsi fyrir sig og síðan komust 5 hæst dæmdu folöldin af hvoru kyni á sýninguna í Mánahöllinni. Það er skemmst frá því að segja að Teódór Vilbergsson skákaði öllum stórræktendum með sínu gullfallega folaldi Frosta sem er undan Mýdasi og Eik. Frosti endaði í þriðja sæti og verður það að teljast mjög gott. Það verður spennandi að fylgjast með þessu tryppi á komandi árum, og svo er það spurningin: ,,ætlar Dóri að halda honum gröðum?''

Til hamingju Dóri.

Kær kveðja Stjórn Brimfaxa.

05.03.2011 15:26

Sæþór og Brimfaxi vekja athygli


Á folaldasýningu í Sörlahöllinni Hafnarfirði vöktu grindvísku folöldin þeir Sæþór og Brimfaxi mikla athygli
fyrir glæsileika og kosti. Sæþór varð í öðru sæti og Brimfaxi í því þriðja. Það er engin spurning um það að þetta vekur mikkla eftirtekt og athygli og auglýsir okkar litla hestamannafélag gríðarlega um leið og ræktunarstarf þeirra hjóna í Stafholti, enda bæði hjónin merkt Brimfaxa í bak og fyrir.
Óskum við Brimfaxafélagar Palla og Mundu hjartanlega til hamingju með árangurinn og óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi.
Kær kveðja stjórn Brimfaxa

05.03.2011 15:23

Styrmir lunkinn

Styrmir sendi folaldsmeri á sýninguna í Hafnarfirði með þeim Sæþór og Brimfaxa og vakti hún athygli fyrir góða byggingu. Þessi meri á örugglega eftir að vekja athygli í framtíðinni enda ákaflega vel ættuð. Óskum við Styrmi til hamingju og velfarnaðar á hinni grýttu braut sem hrossaræktunin er. Kær kveðja. stjórn Brimfaxa.

27.02.2011 15:31

Ótitlað

Það er ekki langt síðan Hemmi á Stað skellti sér út í hrossarækt og er ekki að sökum að spyrja með hann Hermann, hann sættir sig ekki við neina meðalmennsku í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Ekki einungis að hann sé kominn með einn besta knapa landsins í vinnu heldur líka er hann farinn að klóra í bakið á helstu hrossaræktendum landsins. Það heyrist því oft sagt meðal ræktenda: ,,Hver er þessi rollukarl þarna úr Grindavík? Hann byrjar bara á toppnum." Við bíðum spennt eftir landsmótinu.

Kær kveðja frá Brimfaxafélögum.

27 jan 2011
Fjórgangur meistaradeild VÍS
10 sæti
Hestur: Ófelía frá Holtsmúla 1 (fædd 2005 einungis á 6 vetri)
Einkunn: 6,73
Knapi: Jakob Sigurðsson
Eigandi: Hermann Ólafsson ( Hemmi á Stað )

27.02.2011 15:30

Helgi frá Stafholti í 3. sæti



Föstudaginn 25. febrúar keppti Snorri Dal fyrir Sörla í keppni milli félaga á höfuðborgarsvæðinu á Helga frá Stafholti. Margir mjög sterkir hestar voru meðal keppenda og endaði Helgi í þriðja sæti með einkunina 7.0 sem verður að teljast mjög viðunnandi þar sem vitað er að hann á mikið inni ennþá. Þetta er enn eitt dæmið um góðan árangur í hrossarækt í Grindavík og má geta þess að áður hefur Styrmir náð langt með hana Stakkavík sem er undan henni Fold frá Grindavík. Og hvað skyldu svo Raggi og Stebbi gera í framtíðinni ?

05.09.2010 15:40

Helgi frá Stafholti í úrslitum á íslandsmóti


Gæðingurinn Helgi frá Stafholti sem er úr ræktun Palla Jóa og Mundu í Stafholti stóð sig vel á nýliðnu Íslandsmóti í hestaíþróttum. Helgi varð í 6 sæti í slaktaumatölti en hann var að keppa í þessari grein í fyrsta skipti. Hann var í 1-2 sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar en datt svo neðar í síðustu umferðinni. Helgi var setin af Snorra Dal en knapinn sá bjó í Grindavík á yngri árum. Gaman verður að fylgjast með þeim í framtíðinni.

10.08.2010 15:42

isting frá Grindavík

Styrmir fékk þessa myndar hryssu nú í ágúst. Hryssan er undan gæðinginum Eldjárni frá Tjaldhólum og Fold frá Grindavík. Fold er 1. verðlauna Orradóttir og fékk hún 8,24 í aðaleinkunn á sínum tíma og þar af 8,55 fyrir hæfileika.

Fold er ein helsta ræktunarhryssan í Grindavík og er fyrsta hryssan frá Grindavík sem fór í 1. verðlaun. Dóttir Foldar, hún Stakkavík frá Feti fór í 8,31 í fyrra og var fulltrúi Íslands á heimsmeistaramótinu 2009.

05.07.2010 16:11

Sæþór frá Stafholti


Þessi ungi og glæsilegi kappi er úr ræktun þeirra Mundu og Palla Jóa í Stafholti. Þetta er mjög eftirtektarverður foli og er hann undan Hákoni frá Ragnheiðastöðum og Bendingu frá Kaldbak.

Í þessum fola eru gen úr gæðingum eins og m.a. Álfi frá Selfossi, Hátíð frá Úlfsstöðum og Gusti frá Grund. Garparnir Orri frá Þúfu og Kolfinnur frá Kjarnholtum koma einnig báðir tvisvar fyrir í ættartrénu hjá honum.

Flettingar í dag: 2231
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1464
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 653779
Samtals gestir: 67031
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 22:21:15