24.02.2021 22:06

Aðalfundur


Minnum á aðalfundinn í sal reiðhallarinnar
fimmtudaginn 25 febrúar kl 20:00
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins um aðlfund.
Kveðja formaður.

15.02.2021 23:29

Járningarnámskeið



Kristján Elvar Gíslason kennari á Hólum, járningarmeistari og íslandsmeistari í járningum
mun halda járningarnámskeið helgina 13-14 mars.
Skráning er hjá hjá Heiðu í síma 840-3988 
eða senda póst á [email protected]

15.02.2021 23:13

Skráning á námskeið í hestanuddi


Auður G. Sigurðardóttir hestanuddari verður með námskeið fyrir fullorðna
 laugard. 27. febrúar og fyrir æskulýðsdeildina sunnud. 28.febrúar.
Þeir sem eru ekki búnir að skrá sig geta fengið nánari upplýsingar
og skráð sig hjá Sylvíu Sól eða senda fyrirspurn á netfangið [email protected].

15.02.2021 23:04

Sunnudagskaffi



Sunnudagskaffi verður í reiðhöllinni alla sunnudaga frá kl. 10-11

10.02.2021 20:09

Aðalfundur 25. febrúar

Aðalfundur Brimfaxa verður í sal reiðhallarinnar
fimmtudaginn 25 febrúar kl 20:00
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins um aðlfund.
Kveðja formaður.

09.02.2021 21:30

Merktir reiðvegir


Reiðvegaskilti voru sett upp í dag við Þverunina í Nesinu og við Tankahringinn.

08.02.2021 21:38

Krakkafjörið



10 krakkar fóru í reiðtúr í saman í krakkafjörinu í dag.

02.02.2021 13:03

Hestanudd og heilsa


Fyrirhugað er að Auður G. Sigurðardóttir hestanuddari verði með námskeið hjá Brimfaxa.
Þeir sem hafa áhuga á að fara á námskeið er bent á að hafa samband við Sylvíu Sól á [email protected]

Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir:
BÓKLEGT:
Kosti þess að gera ástandsskoðun á hestunum okkar og hvernig við framkvæmum hana.
Vandamál, einkenni og hvað hægt er að gera til að fyrirbyggja.
Hvað það er sem við viljum forðast.
VERKLEGT:
Aðferðir við að skoða hestinn - hvað við erum að horfa eftir og hvernig.
Nokkrar góðar æfingar - bæði teygjuæfingar og styrktaræfingar t.d. með brokkspírum.

01.02.2021 21:58

Krakkafjör - breyting


Hæ!
Krakkafjörið núna á mánudögum kl 16-17
Hlökkum til að sjá ykkur??

24.01.2021 22:49

Krakkafjör á þriðjudögum

Hæhæ!
Við ætlum að byrja krakkafjörið aftur í næstu viku ??
það verður á þriðjudögum klukkan 16-17.
Við viljum síðan endilega hitta ykkur öll aðeins eftir krakkafjörið
klukkan ca 17:30 til þess að spjalla aðeins um veturinn og hvað þið viljið gera skemmtilegt!??
Kveðja
Sylla og Jókó????

16.01.2021 23:18

Hæfileikamótun LH


Askja Ísabel Þórsdóttir og Magnús Máni Magnússon voru valin í 
hæfileikamótun LH 2021.
Hæfileikamótun LH er fyrir metnaðarfulla knapa á aldrinum 14 - 17 ára
sem hafa áhuga á að bæta sig og hestinn sinn og er undirbúningur
fyrir markmið að komast í U-21 landslið.


15.01.2021 21:55

Reiðhöllin


Reiðhöllin er lokuð á morgun laugardag kl 10.30 - 15.10 og sunnudag kl 10.30 - 12.30 vegna reiðnámskeiðs.

15.01.2021 21:45

Félagsreiðtúr


Krakkarnir í Brimfaxa létu sig ekki vanta í félagsreiðtúrinn sl. sunnudag.

12.01.2021 22:57

Reiðnámskeið


Reiðnámskeið með Heiðu Heiler hefst laugardaginn 16. janúar.
Heiða er búsett í Grindavík og er hestabúfræðingur og reiðkennari frá Þýskalandi, einnig er Heiða með frumtamningarpróf frá IPZV.

Kennt verður vikulega í 5 vikur.
Námskeiðið er einstaklingsmiðað og er hver tími 30.mínútur.
Verð fyrir börn og unglinga 5000 kr. allt námskeiðið.
Verð fyrir 16.ára og eldri 20.000 kr. allt námskeiðið.
Skráning er hjá Klöru í síma 661-8815

09.01.2021 11:31

Sumarferð Brimfaxa


Hestaferð Brimfaxa 10-16 júlí 2021
1 dagur, 10 júlí : Byrjað að fara ríðandi frá Foss á Síðu að Miklafelli ca. 30 km.
2 dagur, 11 júlí: Miklafell að Blágili við Laka. ca. 30 km
3 dagur, 12 júlí: Blágil niður í Skaftártungu, gist í Hólaskjóli. ca. 40 km.
4 dagur, 13 júlí: Skaftártungur að Hólaskjóli ca. 20 km.
5 dagur 14 júlí: Hólaskjól að Hvanngili ca. 50 km.
6 dagur 15 júlí: Hvanngil að Hungurfit ca. 30 km.
7 dagur 16 júlí: Hungurfit að Götu ca. 50 km.
Við þurfum að greiða bókuna fljótlega. Við þurfum kennitölur hjá þeim sem ætla að koma í ferðina og 10.000kr. staðfestingargjald. Síðasta lagi 1 febrúar 2021.
Kveðja Ferðanefndin.
Jón Ásgeir gsm: 771-1107 veitir nánari upplýsingar.
Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2323
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 653922
Samtals gestir: 67037
Tölur uppfærðar: 14.9.2024 00:32:22