Guðmundur Einar Magnússon og Halldóra Rún Gísladóttir fengu hvatningarverðlaun fyrir hestaíþróttir.
Allt um hvatningarverðlaunin má finna á heimasíðu Grindavíkur eða
hér
Umsögn:
Guðmundur Einar er áhugasamur, duglegur og stundar íþróttina af kappi. Guðmundur tekur þátt í öllum viðburðum hjá félaginu og sækir jafnframt öll reiðnámskeið. Guðmundur hefur sýnt miklar framfarir á árinu og á framtíðina fyrir sér.
Umsögn:
Halldóra Rún hefur tekið miklum framförum sem knapi á árinu þótt ung sé. Hún er virk að taka þátt í viðburðum hjá félaginu og sækir jafnframt öll reiðnámskeið. Halldóra Rún hefur sett stefnuna hátt og er fylgin sér í því.