Reiðhöll

 
Reglur í reiðhöllinni

1 .Knöpum ber að hreinsa upp eftir hestana sína strax

2. Bæði notendur hallarinnar og gestir eru ávallt í höllinni á eigin ábyrgð.
3. Hringtaumsvinna skal fara fram inni í hringgerðinu nema um annað sé samið við aðra knapa á vellinum.
4. Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur og ekki binda hross við timbrið.
5. Ekki má hafa lausa hesta í hringgerðinu né binda hross við það.
6. Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða
7. Knapar skulu ávallt nota hjálm.
Umferðarreglur

1. Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð. Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.

2. Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.
3. Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð.
4. Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inni á miðjum velli.
5. Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.Flettingar í dag: 3597
Gestir í dag: 277
Flettingar í gær: 1612
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 549100
Samtals gestir: 58830
Tölur uppfærðar: 21.6.2024 22:59:35