26.03.2012 14:27

Dagskrá folaldasýningar

Kæru félagar.

Næstkomandi fimmtudag kl. 18:00 hefst fyrsta folaldasýning á vegum félagsins, fyrirhugað er að gera notalega stemmningu í kringum þetta.
Við ætlum að bjóða félagsmönnum uppá eitthvað snarl eftir sýninguna og spjall við einn allra fremsta hrossaræktanda landsins.
Sýningin mun að sjálfsögðu vera í reiðhöllinni á Þórkötlustöðum hjá stórræktendunum sem þar ráða húsum og skaffa aðstöðuna. Vonandi sjáum við sem flesta, enda einstakt tækifæri að hlýða á Gunnar og skyggnast inn í leyndardóma hrossaræktarinnar.
Fyrirkomulag sýningarinnar: Folöldin mýld og byrjað að byggingadæma þau, að því loknu eru þau rekin inn í höll og ganglagið athugað.
Fyrst verða merfolöldin dæmd og hestfolöldin þar á eftir.
Skráningagjald 1000 kr. pr. folald.
Fyrir fyrstu verðlaun verður folatollur undir Sæþór úr ræktun Stafholtshesta, fjallmyndarlegur foli sem miklar vonir eru bundnar við. Takk fyrir það.
AÐ LOKUM VIL ÉG MYNNA YKKUR Á AÐALFUNDINN Á MIÐVIKUDAGINN 28.03. KL. 20:00 Í SALTHÚSINU.
Kær kveðja.
Herra Hilmar formaður.

Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 120
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 334603
Samtals gestir: 31844
Tölur uppfærðar: 27.9.2023 06:30:15