08.04.2013 13:16

Reiðnámskeið barna

Reiðnámskeið fyrir börn er að hefjast.

Kennsludagarnir eru 5 dagar, kennt verður:
Mánud. - 15 apríl
Miðvikud. - 17 apríl
Mánud. - 22 apríl
Miðvikud. - 24 apríl
Mánud. - 29 apríl
 
Tímasetningar er sem hér segir:
15:30 - 16:30 Yngri - minna vön
16:30 - 17:30 Eldri - meira vön.
 
Miðað er við lágmark 5 í hóp.
Ef næst ekki nægileg þáttaka verður krökkunum skipt í hálftíma og hálftíma kennslu í senn, en þá er miðað við lágmark 3 börn í hóp.
Þá yrði tímasetningin svona:
15:30 - 16:00 (minna vanir)
16:00 - 16:30 (meira vanir)
 
Krakkarnir koma með hesta sjálf á námskeiðið.
 
Hestamannafélagið niðurgreiðir námskeið og því er verð pr. barn er 700 kr. tíminn. Alls 3500 kr.
 
Ef tíminn verður settur í hálftíma, þá er það helmingur af ofangreindu verði sem pr. barn borgar.
 
Vinsamlegast athugið að greiða fyrir námskeiðið í fyrsta tímanum.
 
Keppnisnámskeið fyrir börn mun einnig hefjast á þessum tíma, hafið samband ef er áhugi að skrá sig á það námskeið til að fá upplýsingar um tímasetningu, verð og fyrirkomulag.
 
Námskeiðinu verður svo slúttað á töltmóti Brimfaxa laugardaginn 4 maí, þar sem nemendur sem vilja, mæta og keppa í sínum flokk og fá grillaðar pylsur og gos.
 
Kennarinn verður Cora J. Claas.
 
Þeir sem ætla á námskeiðið eru beðin um að skrá sig sem fyrst, en í síðasta lagi föstudaginn 12 apríl.
 
Skráning er á netfangið: [email protected] og í síma 844-6967
 
Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 908
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 461180
Samtals gestir: 47007
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 01:37:35