20.03.2015 20:34

Hesta- og menningardagur 22.mars

Í tilefni hestadaga sem nú eru haldnir um land allt og menningardaga í Grindavík, langar okkur í æskulýðsnefnd Brimfaxa að fá félagsmenn í fjölskyldureiðtúr og hafa síðan opið hús í höllinni okkar sunnudaginn 22. mars.
Lagt verður af stað frá Brimfaxahöllinni kl. 14:00 og reiðtúrinn endaður inni í höllinni.
Eftir reiðtúrinn verður opið hús þar sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Gaman væri að sem flestir gætu séð sér fært að koma með hest og teyma undir krökkunum.
Kveðja, æskulýðsnefnd.

Flettingar í dag: 937
Gestir í dag: 447
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 337977
Samtals gestir: 33068
Tölur uppfærðar: 3.10.2023 18:46:44