Reiðnámskeið með Önnu Björk byrjar mánudaginn 25. febrúar 2019.
Námskeiðið verður á mánudögum í 6 vikur og er einstaklingsmiðað.
Verð fyrir fullorðna er 48.000 kr. allt námskeiðið.
Verð fyrir börn frá 6-16 ára er 10.000 kr. fyrir allt námskeiðið.
Þeir sem ætla á námskeiðið hjá Önnu Björk er bent á að skrá sig fyrir fimmtudaginn 21.febrúar hjá Klöru í síma 660-8815 eða á [email protected]
Ragnheiður Þorvaldsdóttir verður með sirkusnámskeið helgina 6. og 7. apríl.
Nemendur verða 4 saman í hóp, 2x á dag báða dagana.
Aldurstakmark er 12 ára.
Verð fyrir börn 12-16 ára er 4.000 kr.
Verð fyrir fullorðna 10.000 kr. námskeiðið.
Lýsing á námskeiðinu:
Laugardagur: 7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreitni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.
Þeir sem ætla á námskeiðið hjá Ragnheiði er bent á að skrá sig fyrir 12.mars hjá Jóhönnu í síma 848-0143 eða á [email protected]