19.09.2016 22:29

Frístundahandbókin

Frístundahandbókin - upplýsingarit um frístunda- og tómstundastarf í Grindavík veturinn 2016-2017, er komin út og hefur verið dreift í hús í Grindavík. Þar er að finna yfirlit yfir flest það frístundastarf sem boðið er upp á í bænum fyrir alla aldurshópa.
Útgefandi er frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar.

Frístundabókina má einnig nálgast hér:

09.09.2016 12:58

Frumtamningarnámskeið

Fyrirhugað er að halda frumtamningarnámskeið nú í haust fyrir ótamin og lítið gerð hross.
Þetta fer eftir fjölda skráninga og er fólk beðið um að hafa samband við Styrmi á netfangið [email protected]

01.09.2016 14:20

Valfag í skólanum

Brimfaxi býður upp á hestamennsku sem valfag í Grunnskóla Grindavíkur nú í haust og næsta vetur.
Skólavalið eru liður í samning Brimfaxa og Grindavíkurbæjar sem undirritaður var í október 2015.
Arctic Horses sem hefur verið með sumarámskeiðin í samstarfi við Brimfaxa verður með skólahópinn og fyrsti tíminn hjá krökkunum var í gær.

29.07.2016 21:51

Myndir frá hestaferðinni

Raggi tók fullt af myndum í hestaferðinni og þær eru komnar í myndaalbúmið.
Við þökkum honum kærlega fyrir myndirnar.

14.07.2016 08:16

Reiðnámskeiðin

Krakkarnir á reiðnámskeiðum sumarsins hafa aldeilis fengið veðurblíðu til að njóta útiveru eins og sjá má á myndinni hér að ofan.
Aðsókn á námskeiðin er frábær og fullt er á öll námskeiðin í sumar.

11.07.2016 21:26

Hestaferðir

Nokkrir hestamenn úr Ölfusi komu með yfir 40 hross í rekstri til Grindavíkur í júní. Brimfaxamenn fóru á móti og buðu þá velkomna til Grindavíkur og Hemmi í Stakkavík bauð gestum gistingu og hrossum beitarhólf.
Það færist í vöxt að hestamenn fara í gegnum Grindavík þegar þeir fara í sleppitúra, hestaferðir eða tamningaferðir og ætíð fáum við hrós fyrir góðar móttökur og fegurð Grindavíkur.

07.07.2016 11:55

Kristín frá Firði

Kristín frá Firði fór í 1. verðlaun í sumar. Kristín er undan Orra frá Þúfu og Dimmu frá Laugavöllum. Hún er nefnd Kristínu Þorsteinsdóttir sem var amma ræktanda og langamma eigenda en Kristín bjó í Grindavík í mörg ár.
Ræktandi er Aron Óskarsson og eigendur Diljá Sjöfn Aronsdóttir og Haraldur Kristinn Aronsson.

04.07.2016 11:31

Freisting frá Grindavík

Freisting frá Grindavík fór í 1. verðlaun í júní sl.
Freisting er undan Eldjárni frá Tjaldhólum og Fold frá Grindavík.
Ræktandi er Styrmir Jóhannsson og eigendur eru Styrmir Jóhannsson og Helga S. Halldórsdóttir.

03.07.2016 12:55

Landsmótið

Sæþór hækkaði sig í seinni dóm og var 11-12 efsti stóðhesturinn í 6. vetra flokki á landsmótinu.
Sæþór verður til afnota að Efri Brúnavöllum og má sjá upplýsingar hér:

30.06.2016 22:47

Landsmótið

Margir eru um fá úrslitasæti á landsmóti hestamanna, en þótt að við náðum ekki inn í úrslit voru fulltrúar Brimfaxa glæsilegir í forkeppninni.
0,59 munaði að Aldís Gestsdóttir kæmist í milliriðil í ungmennaflokki og 0,33 að Bubbi frá Þingholti kæmist í milliriðil í B-flokki gæðinga.
1. júlí fer fram yfirlitssýning stóðhesta, þar sem Sæþór frá Stafholti sem er í eigu og úr ræktun Palla og Mundu verður sýndur í seinni dóm, en hann er eins og er þrettándi efsti hestur eftir fyrri dóm.
Fyrirsætan hér að ofan er Bubbi frá Þingholti.

28.06.2016 12:25

WorldFengur og stöðulisti

Nú er landsmót byrjað, íslandsmót framundan ásamt fleiri spennandi mótum. Stöðulisti 50 efstu keppenda úr forkeppnum er birtur í WorldFeng og Brimfaxi á 3 fulltrúa á þeim listum. 
Við minnum á að allir skuldlausir félagar Brimfaxa fá frían aðgang að WorldFeng. Þeir sem eiga eftir að virkja aðgang sinn er bent á að senda póst á Styrmi á netfangið [email protected]

Stöðulisti 28. júní 2016
Tölt T7, opin flokkur - 16. sæti Valgerður S. Valmundsdóttir
Fjórgangur V2, ungmennafl. - 43.sæti Aldís Gestsdóttir
Gæðingaskeið, ungmennafl. - 41.sæti Aldís Gestsdóttir
Tölt T3, Unglingafl. - 33. sæti Sylvía Sól Magnúsdóttir

26.06.2016 14:05

Landsmót

Landsmót hestamanna hefst mánudaginn 27. júní. Á heimasíðu Landsmot.is má finna allar upplýsingar um mótið.
Brimfaxi á tvo fulltrúa í B-flokk gæðinga og einn fulltrúa í ungmennaflokk og á kynbótavellinum verður Sæþór frá Stafholti í flokki 6 vetra stóðhesta, en Sæþór er með 8,55 í aðaleinkunn og einn af 20 hæst dæmdu 6.vetra stóðhestum á landinu.

26.06.2016 13:12

Vellir

Vigdísavallarferðin var farin um helgina. Rigning og þoka stoppaði ekki hestamenn og nokkrar myndir má sjá í myndaalbúminu.

26.06.2016 11:52

17. júní

Brimfaxafélagar tóku þátt í hátíðarhöldum þann 17. júní í Grindavík og Arctic horses var með hestateymingar fyrir börn.
Fleiri myndir má sjá í myndaalbúminu og á facebook síðu Grindavíkurbæjar.
Myndir tók Siggeir F. Ævarsson.


24.06.2016 22:47

Íslandsmót yngri flokka

HESTAMANNAFÉLAGIÐ SKUGGI HELDUR ÍSLANDSMÓT YNGRI FLOKKA Í BORGARNESI DAGANA 14. - 17. JÚLÍ 2016
Mótsnefndin mun kappkosta að mótið verði hið glæsilegasta og fari fram við bestu aðstæður sem svæðið býður upp á. Boðið verður upp á hesthúspláss og hey, eins verður seldur spænir á svæðinu.

KEPPNISGREINAR OG FLOKKAR

  • Barnaflokkur - Tölt T3, Fjórgangur V2, Fimi
  • Unglingaflokkur - Tölt T3, Tölt T4 (skráð T2), Fjórgangur V2, Fimmgangur F2, Gæðingaskeið PP1, Fimi A
  • Ungmennaflokkur - Tölt T3, Tölt T4 (skráð T2), Fjórgangur V2, Fimmgangur F2, Gæðingaskeið PP1, Fimi A2, 100 m. skeið (flugskeið)

Skráningarfrestur er til miðnættis 5. júlí en opið er fyrir skráningu frá 22. júní.
Skráningar fara fram í gegn um Sportfeng og er Skuggi valinn sem mótshaldari í upphafi skráningarferils og velja síðan Íslandsmót yngri flokka.

Skráningargjald í öllum flokkum og greinum er kr. 5.000.- og er einungis hægt að greiða með millifærslu. Senda þarf kvittun
á netfangið [email protected]

Tjaldsvæði verður frátekið fyrir keppendur þar sem hægt verður að tengjast rafmagni. Í Borgarnesi er í boði fjölbreytt úrval afþreyingar fyrir alla fjölskylduna og eins verða kvöldvökur fyrir keppendur á svæðinu þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þessa daga sem mótið stendur.

Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2323
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 653885
Samtals gestir: 67036
Tölur uppfærðar: 14.9.2024 00:11:15