18.03.2017 14:46

Vorsýningar Kynjakatta í reiðhöllinni

Vorsýningar Kynjakatta verða haldnar helgina 1. og 2. apríl í Reiðhöllinni í Grindavík, að Hópsheiði 34. 
Opið verður frá  kl. 10-16 báða daga fyrir almenning. 

Miðaverð inn á sýninguna er 800 kr.  fyrir fullorðna og 400 kr. fyrir 12 ára og yngri. Einnig er 50% afsláttur af miðaverði fyrir öryrkja, eldri borgara og gegn félagsskírteini Kynjakatta.

16.03.2017 22:30

Reiðnámskeið

Nýtt reiðnámskeið með Önnu Björk byrjar mánudaginn 27. mars.
Námskeiðið er bæði einstaklings- og hópmiðað.
Styrmir tekur á móti skráningum í síma 824-2413 eða á netfangið [email protected]  
Það væri mjög gott ef áhugsamir myndu skrá sig sem fyrst.

15.03.2017 22:01

Folaldasýning 18. mars - uppfært!

Folaldasýning Brimfaxa verður laugardaginn 18. mars kl. 13:00 í Brimfaxahöllinni.
Magnús Lárusson mun koma og dæma og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu folöldin í hvorum flokk og glæsilegasta folaldið valið.
Skráningu lýkur fimmtud. 16 mars. Skráning er hjá Styrmi í Síma 824-2413 eða á netfangið [email protected]

08.03.2017 22:41

Framhaldsskólamótið 2017

Sylvía Sól Magnúsdóttir keppti í úrtöku fyrir framhaldsskólamótið 2017.
Sylvía komst áfram á Sigurfara frá Húsavík í tölti T3 og fjórgangi V2.
Framhaldsskólamótið verður haldið Samskipahöllinni þann 11. mars nk.

07.03.2017 22:03

Úrslit vetrarleikar 2

Frá Sóta: Vetrarleikar 2 - þrígangur Sóta og Brimfaxa fóru fram í blíðskaparvetrarveðri á Álftanesi laugardaginn 4 mars. Skráning var nokkuð jöfn frá báðum félögum og skiptust félögin á að eiga sigurvegara í öllum flokkum. Dómari dagsins, Þórir Örn Grétarson var einstaklega jákvæður og sáust háar tölur á nesinu! Kærar þakkir til keppenda og starfsmanna og hlökkum til næsta móts þann 1 april en þá kemur í ljós hverjir verða vetrarleika-meistarar. Mynd: Þorsteinn Narfason. Fleiri myndir sem Þorsteinn tók má finna á facebook síðu Sóta.

Úrslit urðu þannig:

Pollar - ekki raðað í sæti
Vigdís Rán Jónsdótti á Baugi frá Holtsmúla 1
Sindri Snær Magnússon á Blesa frá Hvoli

Barnaflokkur
1. Magnús Máni Magnússon á Blesa frá Hvoli 10 stig

Unglingaflokkur
1. Sylvía Sól Magnúsdóttir á Sigurfara frá Húsavík - 10 stig
2. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir á Brún frá Arnarstaðakoti - 8 stig
3. Birna Filippía Steinarsdóttir á Kolskegg frá Laugabóli - 6 stig

Ungmennaflokkur
1. Margrét Lóa Björnsdóttir á Breka frá Brúarreykjum - 10 stig

Kvennaflokkur
1. Katrín Ösp Rúnarsdóttir á Fljóð frá Grindavík - 10 stig
2. Elfur Erna Harðardóttir á Heru frá Minna-Núpi - 8 stig
3. Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir á Valíant frá Helgadal - 6 stig

Karlaflokkur
1. Jón Ásgeir Helgason á Lyftingu frá Götu - 10 stig

Heldri menn og konur
1. Ari Sigurðsson á Gylli frá Miðmundarholti - 10 stig
2. Ævar Ásgeirsson á Sperrilegg frá Íbisholi - 8 stig
3. Hilmar Knútsson á Ilmi frá Feti - 6 stig

Stigin eftir fyrstu tvo vetrarleika standa þannig:

Barnaflokkur:
Magnús Máni Magnússon: 20 stig
Emilía Snærós Siggeirsdóttir: 8 stig
Lilja Rós Jónsdóttir; 6 stig
Halldóra Rún Gísladóttir: 4 stig
Svanhildur Röfn Róbertsdóttir: 2 stig

Unglingaflokkur:
Sylvía Sól Magnúsdóttir: 18 stig
Birna Filippía Steinarsdóttir: 16 stig
Ásdís Agla Brynjólfsdóttir: 8 stig
Jakob Máni Jónsson: 6 stig

Ungmennaflokkur:
Margrét Lóa Björnsdóttir: 20 stig

Kvennaflokkur:
Katrín Ösp Rúnarsdóttir : 20 stig
Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir: 14 stig
Elfur Erna Harðardóttir: 8 stig
Erna Pálrún Árnadóttir: 6 stig

Karlaflokkur:
Jón Ásgeir Helgason : 18 stig
Ragnar Eðvarðsson: 10 stig

Heldri menn og konur:
Ævar H. Ásgeirsson: 16 stig
Jörundur Jökulsson: 16 stig
Ari Sigurðsson: 12 stig
Hilmar K. Larsen: 10 stig
Steinunn Guðbjörnsdóttir: 4 stig

03.03.2017 23:33

Frestun!

Fræðsla sem var fyrirhuguð mánudaginn 6. mars nk. er frestað um óákveðin tíma.
Kveðja æskulýðsnefnd.

28.02.2017 12:42

Vetrarleikar 2 - Þrígangur

Vetrarleikar 2 - Þrígangur Sóta og Brimfaxa verða haldnir á velli Sóta á Álftanesi n.k. laugardag, 4 mars (vonandi í dásamlegu vetrarveðri!)

Mótið hefst kl. 14 og verður keppt í þrígangi. Keppt verður á beinni braut (þ.e.a.s. norðanmegin) og fer hver keppandi 4 ferðir. Sýna skal 3 gangtegundir (tölt telst ein gangtegund) og mun dómari gefa einkunn fyrir hverja ferð. Enginn úrslit verða riðin og hæstu einkunnir gilda til sigurs. Einn flokkur er inná vellinum í einu... og bíða hinir á skammhlið.

Dagskra verður þannig:
Pollar teymdir (2 ferðir)
Pollar ríðandi (2 ferðir - 2 gangtegundir)
Börn
Unglingar
Ungmeni

- Kaffihlé -

Konur
Karlar
Heldri menn og konur (50+)

Skráning er hafin á Sport-Feng og lýkur á miðnætti á föstudagskvöld.

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát - ath að þetta eru vetrarLEIKAR og mót fyrir alla. (tölur er t.d. ekki birtar í WF.....) . Athugið að hver keppandi getur keppt á fleirum en einum hesti en hver hestur getur bara keppt í einu flokki (á ekki við um pollaflokk)

Kveðja
Mótanefnd

26.02.2017 22:38

Úrslit smala

19 krakkar voru skráðir til leiks á smalamót yngri flokka.
Úrslit urðu eftirfarandi:

Teymdir Pollar
Christófer Róbert
Gabríel Þór
Íris Mjöll
Rúrik Dan
Sóldís Rún

Ríðandi pollar
Sindri Snær

Barnaflokkur
1. Lilja Rós
2. Magnús Máni
3. Emilía Snærós
4. Svanþór Rafn
5. Halldóra Rún

Unglingaflokkur
1. Sylvía Sól
2. Pálmi
3. Sæþór

24.02.2017 14:03

Myndir frá Grímutöltinu

Þorsteinn Narfason frá Sóta tók fullt af myndum á grímutöltinu og eru þær komnar í myndaalbúmið.

22.02.2017 15:22

Smali í yngri flokkum 25.feb

Polla- barna- unglingasmali verður laugardaginn 25. feb. kl. 12:00

Skráning er fram á  miðnætti annað kvöld (fimmtud. 23.mars)
Nauðsynlegt að skrá á mótið.
Skráning er hjá Jóhönnu í síma 848-0143

Kveðja æskulýðsdeildin.

18.02.2017 19:30

Úrslit

Grímutölt Brimfaxa og Sóta í reiðhöll Brimfaxa 18. feb. 2017

Pollar (ekki raðað í sæti)
Íris Mjöll Nóadóttir - Stjarna frá Yzta-Bæli / Brimfaxi
Sindri Snær Magnússon - Blesi frá Hvoli / Brimfaxi

Barnaflokkur
1.  Magnús Máni Magnússon - Stjarna frá Yzta-Bæli / Brimfaxi
2. Emilía Snærós Siggeirsdóttir - Blesi frá Hvoli / Brimfaxi
3. Lilja Rós Jónsdóttir - Blakkur frá Hólkoti / Brimfaxi
4. Halldóra Rún Gísladóttir - Milla frá Egilsstöðum 2 / Brimfaxi
5. Svanhildur Röfn Róbertsdóttir - Prins frá Grindavík / Brimfaxi

Unglingaflokkur
1. Birna Filippía Steinarsdóttir - Kolskeggur frá Laugabóli / Sóti
2. Sylvía Sól Magnúsdóttir - Sigurfari frá Húsavík / Brimfaxi
3. Jakob Máni Jónsson - Kristall frá Götu / Brimfaxi

Ungmennaflokkur
1. Margrét Lóa Björnsdóttir - Breki frá Brúarreykjum / Sóti

Kvennaflokkur
1. Katrín Ösp Rúnarsdóttir - Fljóð frá Grindavík / Brimfaxi
2. Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir - Röðull frá Hafnarfirði / Brimfaxi
3. Erna Pálrún Árnadóttir - Freyr frá Snjallsteinshöfða / Brimfaxi

Karlaflokkur
1. Ragnar Eðvarðsson - Reina frá Hestabrekku / Brimfaxi
2. Jón Ásgeir Helgason - Hrafntinna frá Götu / Brimfaxi

Heldri menn og konur
1. Jörundur Jökulsson - Prestur frá Kirkjubæ / Sóti
2. Ævar H. Ásgeirsson - Sperrileggur frá Íbishóli / Brimfaxi
3. Hilmar K. Larsen - Ilmur frá Feti / Brimfaxi
4. Steinunn Guðbjörnsdóttir - Þröstur frá Laugardal / Sóti
5. Ari Sigurðsson - Kaffibrún frá Dýrfinnustöðum / Sóti

Bestu búningar í yngri flokkum
Lilja Rós Jónsdóttir - Köngulóanornin
Jakob Máni Jónsson - Hirðfífl á Zebrahesti

Bestu búningar í eldri flokkum
1. Jón Ásgeir Helgason - Lordinn
2. Hilmar K. Larsen - Furstinn
3. Guðveig Sigurlaug Ólafsd. - Svarthetta

14.02.2017 11:29

Grímutöltið / stigakeppni

Síðasti skráningardagur á GRÍMUTÖLTIÐ er fimmtudagurinn 16. feb.
Þáttökugjald er 1500 kr. fyrir fullorðna, 1000 kr. í yngri flokka og frítt fyrir polla.

Vetrarleikar Sóta og Brimfaxa er þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, auk þess sem keppendur safna stigum úr öllum þremur mótunum og verða stigahæstu knaparnir í hverjum flokki verðlaunaðir á síðasta mótinu.
1 sæti gefur 10 stig
2 sæti gefur 8 stig
o.s.frv...........
Allir keppendur fá 1 stig fyrir að vera með.

09.02.2017 23:47

GRÍMUTÖLT 18. FEB

Fyrsta vetrarmót Sóta og Brimfaxa verður Grímutölt sem haldið verður í reiðhöll Brimfaxa laugardaginn 18 febrúar kl. 14:00.

Skráning er hafin og síðasti skráningardagur er fimmtud. 16. feb.

Keppt verður í öllum flokkum.
Verð er 1500 kr. í eldri flokka, 1000 kr. í yngri flokka og frítt í pollaflokka.

Til að skrá sig farið þið inn á http://skraning.sportfengur.com/
Velja næst: Mót
Næst: Veldu hestamannafélag sem heldur mót
Velja: Sóti
Því næst er sett inn kennitala knapa og í næsta glugga velja fyrir hvaða félag þið keppið. (Brimfaxi eða Sóti)
Næst er sett inn IS númer hests og velja líka fyrir hvaða félag hesturinn keppir.
Næst er valið atburð: Vetrarleikar 1 - Grímutölt
Svo er hakað í hvaða flokk á að keppa:
Flokkar: 
- Pollaflokkur 
- Barnaflokkur 
- Unglingaflokkur 
- Ungmennaflokkur 
- Kvennaflokkur (skráðir undir meira vanir - þ.e.a.s. konur þurfa að skrá sig undir þeim lið) 
- Karlaflokkur  - skráðir undir minna vanir  - þurfa að skrá sig þar) 
- 50 ára og eldri - skráðir undir annað 

Þegar er búið að velja flokk er smellt á "setja í körfu"
Að því loknu kemur til hægri á síðunni "ganga frá greiðslu"
Þá kemur annar valmöguleiki sem þú fyllir inn upplýsingar og smellir því næst á áfram
Smella því næst á "samþykkja skilmála" og svo smella á staðfesta.
Síðan þarf að millifæra í gegnum heimabanka, greiðsluupplýsingar koma þar fram og hvert á að senda skráningarstaðfestingu.

Með bestu kveðju
Mótanefnd Sóta og Brimfaxa.

06.02.2017 13:59

Seinni aðalfundur

Seinni aðalfundur Brimfaxa verður haldin þriðjudaginn 14. febrúar kl. 20:00 í kaffistofu reiðhallarinnar.
Dagskrá:
1. reikningar félagsins
2. Önnur mál.
Kv. Stjórnin

06.02.2017 13:43

Keiluferð

Jæja þá er komið að næsta viðburði hjá okkur Föstudaginn 10. feb. ætlum við í keilu. Við verðum að vita hverjir ætla að koma og þá hvort að foreldrar komi með uppá að vita hverjir þurfa far og hvað þarf að panta margar brautir
Við hvetjum foreldra til að koma með okkur og eiga saman skemmtilegt kvöld.
Það kostar 500 kr á barn og 1500 á fullorðinn. Hugmyndin er að fá braut kl 17 eða 18 jafnvel 19 fer bara eftirhvað er laus.
Við þurfum að vita hvað margir koma í síðastalagi annað kvöld 7. feb.  Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Jóhönnu í síma 848-0143

Flettingar í dag: 2268
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 1464
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 653816
Samtals gestir: 67033
Tölur uppfærðar: 13.9.2024 23:06:26