01.02.2013 19:57

Hestadagur

Hestadagur æskulýðsdeildar Brimfaxa verður haldinn á morgun laugardaginn 2. febrúar frá kl. 12-14 í reiðhöll Palla og Mundu. Hestadagurinn er fyrir alla krakka á öllum aldri og eru allir velkomnir, hvort sem þeir eru í hestamennsku eða ekki.

 Í fyrra var frábær mæting og fróðleikur um íslenska hestinn hvert sem líta mátti og hestateymingin vinsæl.

01.02.2013 08:42

Febrúar

Dagskrá Brimfaxa fyrir febrúar er stútfull. Nánari útskýringar (gróflega) á dagskránni er þessi:

2. feb. - Laugardagur - Hestadagur fyrir börn og unglinga:
Hestadagur Brimfaxa er fyrir alla krakka á öllum aldri. Í fyrra var frábær mæting og fróðleikur um íslenska hestinn hvert sem líta mátti og hestateymingin vinsæl.  
 
9.feb. - Laugardagur - Rekstrardagur:
Félagsmenn sameinast að fara í rekstrarferð með hóp af lausum hrossum, í fyrra var farin neshringurinn og lukkaðist vel. Rekstur er orðin gríðarvinsæll allstaðar á landinu og nokkur tamningar-og þjálfunarbú farin að bjóða einnig svokallaða rekstrarþjónustu þar sem hestar fara t.d. í þol- og styrkþjálfun, einnig eykur slík þjálfun gleði, viðheldur frelsistilfinningu og fjölbreytileika bætt við hverskyns þjálfunarferli.
 
16. feb. - Laugardagur - Ístölt !! 
Ístölt er fyrir félaga á öllum aldri. Bara leggja á, mæta og vera með!
 
23.feb. - Laugardagur - Ræktunarferð:
Félagsmenn fara í árlega ræktunarferð, en þá er farið í heimsókn á þekkt ræktunarbú, tamningarbú og fleira.
 
Ódagsett er reiðnámskeið og árshátíð.
 

30.01.2013 19:46

Framhaldsaðalfundurinn

 
Framhaldsaðalfundur var haldinn 29 jan. 2013. Eftir fundinn var skrifað undir samninginn við H.H.smíði, því næst var skrifað undir styrktarsamninga við Fiskþurrkun Alla Sæm., Hesta og menn, Icewest Grindavík, Spes ehf. og Stafholtshesta.
Myndir frá fundinum má finna hér að ofan undir "myndir".

29.01.2013 14:22

Fundurinn í kvöld!

Framhaldsaðalfundurinn er í kvöld kl. 20:00 í Stakkavík.

Það verður mikið um að vera en aðalefni fundarins eru reikningar og önnur mál. Eftir fundinn verður skrifað undir styrktarsamninga vegna reiðhallarinnar og reisingu á reiðhöllinni og flottar veitingar verða í boði.

Það er stór stund fyrir Brimfaxa í kvöld og vonandi sjá flestir sér fært um að mæta.
 
Kv. Stjórnin.

26.01.2013 14:12

Framhaldsaðalfundur

Framhaldsaðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 29.1. kl. 20.00 í Stakkavík.
Málefni:
Reikningar félagsins.
Önnur mál.
Skrifað undir samning um reisingu á reiðhöllinni.
Kveðja, Stjórnin.

25.01.2013 13:59

Námskeið í hestamennsku


3 námskeið í hestamennsku (ekki reiðnámskeið) með Coru hjá Mundu og Palla austur í Þórkötlustaðarhverfi.

03.Feb.2013 fyrir KONUR kl.10 til 15.00

09.Feb.2013 fyrir BÖRN kl.10 til 15.00 7 ára til 13 ára

10.Feb.2013 fyrir UNGLINGA  kl.10 til 15.00 14 ára til 17 ára

Hestamennska er mun meira en að fara á bak. Þetta námskeið er ætlað öllum sem vilja læra að umgangast hesta, hvernig hestar hugsa, hvað þeim finnst gott eða vont.
Námskeiðið er ætlað lítið vönum hestamönnum og byrjendum.
Hestar, reiðtygi og léttar veitingar eru á staðnum. 
Þetta er ekki reiðnámskeið en fólki býðst tækifæri til að fara á bak og læra að sitja hest á námskeiðinu.

Atriði sem verða tekin fyrir:
Að nálgast hest
Að mýla hestinn
Kemba
Teyma
Leggja á og beisla

Byrjað er á bóklegum tíma:
Farið verður yfir atriðin sem við förum síðan í í hesthúsinu
Eðli og atferli hestsins

ALLIR VELKOMNIR, BÆÐI FÉLAGSMENN OG AÐRIR!

Verð 8.000kr 

Lágmarksfjöldi þátttakanda er fimm.
Skráið ykkur sem fyrst hjá Coru Claas í síma 844-6967 eða [email protected]

24.01.2013 19:49

Þorrareið

Þorrareið Brimfaxa verður laugardaginn 26. janúar næstkomandi.
Lagt verður af stað frá reiðhöll Palla og Mundu kl. 14:00
Kveðja
Stjórnin.

23.01.2013 21:18

Myndir frá sýnikennslunni

 
Nokkrar myndir frá sýnikennslunni eru komnar í myndaalbúmið.

21.01.2013 22:28

Folald

Það má segja að það fjölgar hrossum í Grindavík, því 21. janúar 2013 kastaði hryssan Elja frá Grindavík brúnstjörnóttu hestfolaldi.

Þau voru tekinn á hús og það fer vel um þau í hlýjunni í hesthúsinu og sá litli fær án efa nafn fljótlega.

Svo skemmtilega vill til að Elja er köstuð í sama hesthúsi og hún er núna með nýkastaða folaldið sitt.
Eigandi er Þórunn Sigurðardóttir.
 
 
 

15.01.2013 17:01

Sýnikennsla

Fimmtudaginn 17. janúar nk. kl. 20:00 verður Cora Jovanna Claas með sýnikennslu í eðli og atferli hestsins í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu.

Svona fræðsla og sýnikennsla er áhugaverð fyrir alla á öllum stigum í
hestamennskunni og líka áhugaverð fyrir þá sem vilja skilja
hesta, þótt þeir stundi ekki hestamennsku.
 
Sýnikennslan er opin öllum og enginn aðgangseyrir.
 
Hestamannafélagið Brimfaxi vill minna á
að frítt er fyrir börn og unglinga í félagið og veittur er góður
afsláttur fyrir hjón.
 

10.01.2013 20:17

Dagskrá 2013

Dagskrá 2013 er komin á vefinn og má sjá hér að ofan undir tenglinum "Dagskrá 2013"

Athugið að dagsetningar geta breyst, en breytingar og dagskrá með tímasetningum og fl. verða birt hér á heimasíðu Brimfaxa.
 
Með bestu kveðju,
Stjórnin og nefndir.
 

08.01.2013 19:56

Nóvember frá Grindavík

Í nóvember sl. kastaði hryssan Rák frá Brekkum hestfolaldi öllum að óvörum. Litla folaldinu og móður var komið á hús eftir köstun og sá litli dafnar vel og er sprækur og fjörugur.

Eigandinn er Ólafur R. Sigurðsson og litla folaldið fékk nafnið Nóvember frá Grindavík.

04.01.2013 14:24

Námskeið LbhÍ: Járning og hófhirða!

 
 

Járning og hófhirða:

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.

Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest/hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.

Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum.

Tími:Lau. 12. jan., kl. 10:00-18:00 og sun. 13. jan., kl. 9:00-16:00 (19,5 kennslustundir) í HestamiðstöðLbhÍ á Miðfossum.

Verð: 22.900kr. (kennsla, gögn, aðstaða fyrir hest og veitingar).

Minnum á Starfsmenntasjóð bænda -www.bondi.is og aðra stéttarfélagssjóði.

Skráningar í gegnum nýtt kerfi -www.lbhi.is/namskeid

Endurmenntun LbhÍ. Landbúnaðarháskóli Íslands / Agricultural University of Iceland.

 

tel: 433 5000 - e-mail: [email protected]

 

28.12.2012 18:57

EinkakennslaÁ þriðjudags- og fimmtudagskvöldum (eða eftir samkomulagi) verður boðið upp á einkakennslu í vetur hjá Coru í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu.
Einnig verður hægt að panta tíma með stuttum fyrirvara og í boði verða 30 mín. eða 1 klst. í senn.
Hafið samband sem fyrst eftir að hrossin eru komin á hús til að byrja í kennslu, við getum einnig skipulagt skammtíma- og langtímamarkmið fyrir þig og hestinn þinn sem við förum eftir í vetur.

Kær kveðja
Cora Jovanna Class
S: 844-6967
Netfang: [email protected]

Flettingar í dag: 136
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1138
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 138962
Samtals gestir: 6062
Tölur uppfærðar: 29.9.2022 04:44:59