08.03.2013 13:53

FEIF Youth Camp í Noregi 2013

 
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 22. - 29. júlí 2013 í vesturhluta Noregs, milli Álasunds og Moldö. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.
 
Það er norska Íslandshestasambandið í samstarfi við þjálfunarstöðvarnar Kjersem og SP og hestamannafélagið á staðnum, Vestnes. Gistingin verður til að mynda í Kjersem. 
 
Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Noregi er til dæmis þetta:
 
- 2 reiðtúrar á íslenskum hestum í hinum stórfenglegu norsku fjöllum 
- Fjallganga upp á eitt fallegasta fjall Noregs með leiðsögumanni sem hefur klifið Mount Everest
- Fræðsla um tamningu hesta
- Dagsheimsókn til heimsmeistarans Stians Pedersen
- Farið í viðarkyntan heitan pott
- Skoðunar- og verslunarferð í Ålesund
- Þjálfað fyrir litla keppni 
- Geirangursfjörður heimsóttur en hann er sannarlega fallegur staður og er m.a. á heimsminjaskrá UNESCO
- Grillkvöld og margt fleira!
 
Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 5. apríl 2013 og skulu umsóknirnar berast á netfangið [email protected] fyrir þann tíma. 
 
Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir Æskulýðsmál. 
 
Kostnaður við búðirnar er ?550 sem er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Noregi. Flug og ferðir til og frá FEIF YC staðnum í Noregi eru ekki innifaldar. 
 
Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið [email protected] 

07.03.2013 21:42

"Verndarar barna"

Hestamannafélagið Brimfaxi er samfélagsaðili Grindavíkurbæjar í samstarfinu "Verndarar barna".
 
Jóhanna Harðardóttir fulltrúi æskulýðsnefndar Brimfaxa hefur sótt fræðslunámskeið sem er á vegum samtakana blátt áfram hjá forvarnarteymi Grindavíkur .
 
Nánari upplýsingar námskeiðið má sjá hér: http://grindavik.is/v/4898 
 

03.03.2013 18:40

Úrslit og myndir frá smala.

 
Keppni í hraðfimi (smala) var haldið í reiðhöll Palla og Mundu.
 
Hart var barist og úrslit urðu eftirfarandi:
 
1 sæti: Cora Jovanna Claas  57,06 sek
2 sæti: Jóhanna Harðardóttir 60,00 sek.
3 sæti: Hörður Sigurðsson 66,03 sek.
4 sæti: Katrín Eyberg 68,03 sek.
5 sæti: Sylvía Sól Magnúsdóttir 73,07 sek.
 
Myndir frá mótinu má finna í myndaalbúminu.
 

28.02.2013 21:26

SMALI

 
Hraðfimimót (smali) Brimfaxa verður laugard. 2 mars kl. 20:00 í reiðhöll Palla og Mundu.
Öllum félagsmönnum Brimfaxa eldri en 13 ára (á árinu) er heimild þáttaka og keppt verður um 5 verðlaunasæti.
 
Það er til mikils að vinna því fyrir 1 sæti er:
Glerlistaverk 
Verðlaunapeningur
Múll með endurskyni
Einteymingur
Beislishengi
Kambur  
 
Fyrir 2-5 sæti eru verðlaunapeningar og kambur fylgir líka.
 
Styrktaraðili er Stakkavík.

26.02.2013 13:50

Meistaradeild

Ákveðið hefur verið að fjölmenna á Meistaradeildina næsta fimmtudag þann 28. 2. þá fer fram keppni í fimmgangi.
Við ætlum að sameinast í bíla og vera komin snemma og fá okkur eitthvað að borða áður og vera svo saman í hóp á pöllunum.
Þetta kemur í stað ræktunarferðarinnar og kallast fræðslu og menningarauki. Sendið formanninum póst á [email protected] þeir sem
hafa áhuga.

21.02.2013 16:01

Ístöltið



Haraldur Hjálmarsson áhugaljósmyndari tók þessa mynd þegar Brimfaxafélagar fóru í ístöltreiðina.
Fleiri myndir frá ístöltinu eru væntanlegar á flickr ljósmyndasíðu Haralds.
Hér er slóðin:
http://www.flickr.com/photos/[email protected]

21.02.2013 08:28

Reiðhöllin



19 feb. 2013

13.02.2013 22:50

Ístölt..ístölt !!


Laugardaginn 16 feb. verður Ístölt Brimfaxa. Vegna bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar þann dag verður lagt af stað frá reiðhöll Palla Jóa og Mundu kl. 11:00

Ís eftir "ístöltið" fyrir þá sem vilja og kaffi og kex fyrir þá eldri.
Sjáumst vonandi sem flest.


07.02.2013 10:06

Rekstrardagur á laugardaginn



Rekstrardagur Brimfaxa er nk. laugard. 9 feb.
Mæting er við reiðhöll Palla og Mundu og lagt verður af stað kl. 14:00

05.02.2013 10:23

Hestanámskeið fyrir börn

Hestanámskeið Coru fyrir börn á aldrinum 7 - 13 ára verður laugardaginn 9 feb. frá kl. 10:00 - 15:00.
Skráning er í síma 844-6967 eða á [email protected]
Skráning er til fimmtud. 7 feb. til kl. 22:00

Nánari upplýsingar um námskeiðið má sjá hér:
http://www.brimfaxi.is/blog/2013/01/25/647616/

ALLIR VELKOMNIR, BÆÐI FÉLAGSMENN OG AÐRIR!
Verð 8.000 kr.

Cora J. Claas.
844-6967
[email protected]

03.02.2013 15:22

Hestadagur

Nokkrar myndir frá hestadeginum eru komnar í myndaalbúmið.

 

02.02.2013 14:59

Frestað!

Námskeið í hestamennsku fyrir konur hefur verið frestað. Námskeiðið verður haldið í byrjun mars. Nánar auglýst fljótlega.

01.02.2013 19:57

Hestadagur

Hestadagur æskulýðsdeildar Brimfaxa verður haldinn á morgun laugardaginn 2. febrúar frá kl. 12-14 í reiðhöll Palla og Mundu. Hestadagurinn er fyrir alla krakka á öllum aldri og eru allir velkomnir, hvort sem þeir eru í hestamennsku eða ekki.

 Í fyrra var frábær mæting og fróðleikur um íslenska hestinn hvert sem líta mátti og hestateymingin vinsæl.

01.02.2013 08:42

Febrúar

Dagskrá Brimfaxa fyrir febrúar er stútfull. Nánari útskýringar (gróflega) á dagskránni er þessi:

2. feb. - Laugardagur - Hestadagur fyrir börn og unglinga:
Hestadagur Brimfaxa er fyrir alla krakka á öllum aldri. Í fyrra var frábær mæting og fróðleikur um íslenska hestinn hvert sem líta mátti og hestateymingin vinsæl.  
 
9.feb. - Laugardagur - Rekstrardagur:
Félagsmenn sameinast að fara í rekstrarferð með hóp af lausum hrossum, í fyrra var farin neshringurinn og lukkaðist vel. Rekstur er orðin gríðarvinsæll allstaðar á landinu og nokkur tamningar-og þjálfunarbú farin að bjóða einnig svokallaða rekstrarþjónustu þar sem hestar fara t.d. í þol- og styrkþjálfun, einnig eykur slík þjálfun gleði, viðheldur frelsistilfinningu og fjölbreytileika bætt við hverskyns þjálfunarferli.
 
16. feb. - Laugardagur - Ístölt !! 
Ístölt er fyrir félaga á öllum aldri. Bara leggja á, mæta og vera með!
 
23.feb. - Laugardagur - Ræktunarferð:
Félagsmenn fara í árlega ræktunarferð, en þá er farið í heimsókn á þekkt ræktunarbú, tamningarbú og fleira.
 
Ódagsett er reiðnámskeið og árshátíð.
 

30.01.2013 19:46

Framhaldsaðalfundurinn

 
Framhaldsaðalfundur var haldinn 29 jan. 2013. Eftir fundinn var skrifað undir samninginn við H.H.smíði, því næst var skrifað undir styrktarsamninga við Fiskþurrkun Alla Sæm., Hesta og menn, Icewest Grindavík, Spes ehf. og Stafholtshesta.
Myndir frá fundinum má finna hér að ofan undir "myndir".
Flettingar í dag: 167
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 278
Gestir í gær: 83
Samtals flettingar: 284031
Samtals gestir: 23223
Tölur uppfærðar: 5.6.2023 09:39:14