14.06.2020 22:06

lokaviðburður

Þriðjudaginn 16 Júní klukkan 18:00 ætlum við að vera með loka viðburð á annars viðburðarlitlum vetri ?? Við viljum endilega fá alla með og skora krakkarnir á þá fullorðnu í kíló ??????? eftir boltafjör þá verða hamborgar og pylsur í boði ?? allir koma með sína drykki sjálfir 

Vonandi komast nú allir .....þó ekki fleiri en 200 því þá verður Víðir brjálaður! ??

Endilega skrá sig hjá Jóhönnu í síma 848-0143 þannig að við vitum hvað við þurfum af mat ??

09.06.2020 21:54

SAMFÉLAG ÍSLENSKA HESTSINS

Ert þú í hestamannafélagi?

Landssamband hestamannafélaga og Horses of Iceland hafa tekið höndum saman og sett af stað átak til þess að vekja athygli á samfélagi hestamanna í hestamannafélögunum og því góða starfi sem þar er unnið. Hestamannafélögin halda úti mjög fjölbreyttu starfi þar sem mikil áhersla er lögð m.a á æskulýðsstarf og uppbyggingu reiðvega auk fjölda annara verkefna sem stuðla að því að þú getir stundað þína hestamennsku á sem bestan hátt. Hestamannafélögin sjá m.a. um að moka sjó af reiðvegum, bjóða upp á reiðnámskeið, sjá um byggingu og rekstur reiðhalla og setja upp hringgerði svo eitthvað sé nefnt.

Ert þú í hestamannafélagi? 

Skráðu þig í hestamannafélag hér:

08.06.2020 22:42

Beitarhólf opnar


Við ætlum að opna litla beitarhólfið ofan við reiðhöllina annað kvöld þriðjudaginn 9. júní.
Skráning hrossa er hjá Írisi í síma 691-8783 eða á messenger á facebook.

07.06.2020 22:28

Sumarnámskeið

Sumarnámskeiðin eru að byrjuð.
Til að fá nánari upplýsinar og skráningu sendið póst á [email protected] 

8-12 Júní frá 13:00-15:30 15-19 Júní frá 9:30-12:00 15-19 Júní frá 12:30-15:00 22-26 Júní frá 9:30-12:00 22-26 Júní frá 12:30-15:00 29 Júní-3 Júlí frá 9:30-12:00 20-24 Júlí frá 9:30-12:00 20-24 Júlí frá 12:30-15:00 10-14 Ágúst frá 9:30-12:00 10-14 Ágúst frá 12:30-15:00 17-21 Ágúst frá 9:30-12:00 17-21 Ágúst frá 12:30-15:00  

02.06.2020 23:09

Reiðvegir


Reiðvegirnir frá hesthúsahverfinu voru lagfærðir nú á dögunum en smá vinna er eftir sem verður kláruð fljótlega. 
Hreinsað hefur verið rusl meðfram vegum og á næstu dögum verður meiri tiltekt við vegina. 
Kv. reiðveganefnd. 
 

02.06.2020 22:31

Frestur til að skrá í ferðina til 15.júní

Eins og komið hefur fram áður er er ferðanefndin búin að panta í gistingu  í Austvaðsholti 2,3 og 4 júlí. Frestur til að skrá þátttöku er til 15. júní, staðfestingargjald er 10þús. og leggist inná 0146-26-417 kt, 200361-2619.
Kveðja ferðanefndin.

19.05.2020 22:19

Sumarferð

Frá ferðanefnd.
Búið er að panta gistinu í 3 nætur í Austvaðsholti í Rangárvallasýslu 2,3 og 4. júlí. Við gistum allar næturnar á sama stað og ríðum út í nágrenninu getum jafnvel geymt hestana annarsstaðar yfir nótt. Þetta ætti að vera nokkuð þægilegt fyrir hesta og menn sennilega bara teymt 2 hestar á mann ættu að duga. Hægt er að skoða allt um Austvaðholt á facebook á síðunni Hekluhestar. Frestur út maí til að skrá þátttöku og greiða staðfestingargjald.
Kveðja Ferðanefnd.  

19.05.2020 22:11

Ruslagámur

Það er kominn ruslagámur við hesthúsin og er á planinu við reiðhöllina. Gámurinn verður eitthvað fram í næstu viku þannig það er lag að nota helgina ef fólk við taka til hjá sér.
Kveðja Ævar.  

28.02.2020 22:10

Reiðnámskeið 2


Snorri Óla verður með annað námskeið ef áhugi er fyrir hendi.
Hefst laugardaginn 7. mars og verður alls 5 skipti á laugardögum.
Verð fyrir fullorðna kr. 40.000 en börn að 16 ára aldri kr. 10.000.
Áhugasamir skrá sig hjá Klöru í síma 660 8815  

25.02.2020 13:00

Reiðhöll

Reiðhöllin verður lokuð lau. 29 feb. og sun. 1 mars frá kl. 08:00 - 15:00 vegna námskeiðs.

05.01.2020 19:05

Aðalfundur Brimfaxa 2020

Aðalfundur Brimfaxa verður haldinn miðvikudaginn 22. janúar kl. 20:00 í fundarsal reiðhallarinnar.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Með kveðju,
stjórn Brimfaxa.

22.12.2019 21:32

Reiðnámskeið byrjar 11.jan


Reiðnámskeið með Snorra Ólasyni byrjar laugardaginn 11. janúar 2020.
Námskeiðið verður á laugardögum í 6 vikur og er einstaklingsmiðað.
Verð fyrir fullorðna er 48.000 kr. allt námskeiðið.
Verð fyrir börn frá 6 - 16 ára er 10.000 kr. allt námskeiðið. 
Ungmenni til 21 árs geta sótt um að fá niðurgreidda reiðtíma.
Áætlað er að verði aftur 6 vikna námskeið með Snorra eftir að þessu lýkur, það verður auglýst síðar.
Athugið að reiðhöllin verður lokuð á meðan námskeið stendur yfir.
Þeir sem ætla á námskeiðið er bent á að skrá sig fyrir mánudaginn 6. janúar.
Skráning er hjá Valgerði í síma 661-2046 eða á netfangið [email protected] 

19.12.2019 22:07

Askja Ísabel í hæfileikamótun LH


Askja Ísabel Þórsdóttir hefur verið valin í hæfileikamótun LH sem er fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára. Hæfileikamótun LH er undirbúningur fyrir U-21 árs landslið en UMFÍ sýnum karakter verkefnið er haft til hliðsjónar við störf knapana.
Askja Ísabel er margfaldur Danmerkur meistari í barna- og unglingaflokki og hún keppti fyrir Íslands hönd á Norðurlandameistaramótinu í hestaíþróttum 2018 í unglingaflokki þar sem hún varð í 4. sæti í fimmgangi og 5. sæti í gæðingaskeiði. 
Askja Ísabel er yngst allra knapa sem keppt hefur á Ístölti. 
Myndir af henni má finna í myndaalbúminu.

15.12.2019 22:03

Vikupassi á Landsmót 2020


Kæru félagsmenn!
Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar. 
Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan  renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr.


Tökum höndum saman - styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði.

10.12.2019 11:55

Óveður



Reiðhöllin verður opin til að setja inn hestakerrur í dag frá 12:00 - 18:00
Fyrir þá sem ekki eru með lykla, er hægt að ganga inn um hurðina á hliðinni til að opna stóru hurðina.
Flettingar í dag: 748
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 449
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 460971
Samtals gestir: 46999
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 19:48:41