12.01.2021 22:57

Reiðnámskeið


Reiðnámskeið með Heiðu Heiler hefst laugardaginn 16. janúar.
Heiða er búsett í Grindavík og er hestabúfræðingur og reiðkennari frá Þýskalandi, einnig er Heiða með frumtamningarpróf frá IPZV.

Kennt verður vikulega í 5 vikur.
Námskeiðið er einstaklingsmiðað og er hver tími 30.mínútur.
Verð fyrir börn og unglinga 5000 kr. allt námskeiðið.
Verð fyrir 16.ára og eldri 20.000 kr. allt námskeiðið.
Skráning er hjá Klöru í síma 661-8815

09.01.2021 11:31

Sumarferð Brimfaxa


Hestaferð Brimfaxa 10-16 júlí 2021
1 dagur, 10 júlí : Byrjað að fara ríðandi frá Foss á Síðu að Miklafelli ca. 30 km.
2 dagur, 11 júlí: Miklafell að Blágili við Laka. ca. 30 km
3 dagur, 12 júlí: Blágil niður í Skaftártungu, gist í Hólaskjóli. ca. 40 km.
4 dagur, 13 júlí: Skaftártungur að Hólaskjóli ca. 20 km.
5 dagur 14 júlí: Hólaskjól að Hvanngili ca. 50 km.
6 dagur 15 júlí: Hvanngil að Hungurfit ca. 30 km.
7 dagur 16 júlí: Hungurfit að Götu ca. 50 km.
Við þurfum að greiða bókuna fljótlega. Við þurfum kennitölur hjá þeim sem ætla að koma í ferðina og 10.000kr. staðfestingargjald. Síðasta lagi 1 febrúar 2021.
Kveðja Ferðanefndin.
Jón Ásgeir gsm: 771-1107 veitir nánari upplýsingar.

08.01.2021 23:30

Félagsreiðtúr


Félagsreiðtúrar verða á sunnudögum í vetur.
Farið verður frá hesthúsahverfinu kl. 14:00
Kveðja, stjórnin.

04.01.2021 16:35

AðalskipulagAðalskipulag Grindavíkur 2018 - 2032 var staðfest hjá Skipulagsstofnun 3. desember 2020.
Sjá hér: AÐALSKIPULAG

Skilgreining á reiðstígum:  
Stígar sérstaklega skilgreindir fyrir hestamenn en gangandi heimilt að nýta stígana. Ekki er heimilt fyrir reiðhjól eða vélknúin ökutæki að fara um stígana nema vegna viðhalds þeirra.

03.01.2021 22:18

Reiðnámskeið


Reiðnámskeið munu hefjast laugardaginn 16. janúar og kennari er Heiða Heiler.
Kennt verður vikulega í 5 vikur.
Verð fyrir börn og unglinga kr 5.000 en fyrir 16 ára og eldri kr 20.000.
Skráning er hjá Klöru í síma: 660-8815.

01.01.2021 20:57

Hvatningarverðlaun Grindavíkur


Guðmundur Einar Magnússon og Halldóra Rún Gísladóttir fengu hvatningarverðlaun fyrir hestaíþróttir.
Allt um hvatningarverðlaunin má finna á heimasíðu Grindavíkur eða hér

Umsögn:
Guðmundur Einar er áhugasamur, duglegur og stundar íþróttina af kappi. Guðmundur tekur þátt í öllum viðburðum hjá félaginu og sækir jafnframt öll reiðnámskeið. Guðmundur hefur sýnt miklar framfarir á árinu og á framtíðina fyrir sér.

Umsögn:
Halldóra Rún hefur tekið miklum framförum sem knapi á árinu þótt ung sé. Hún er virk að taka þátt í viðburðum hjá félaginu og sækir jafnframt öll reiðnámskeið. Halldóra Rún hefur sett stefnuna hátt og er fylgin sér í því.

30.12.2020 22:14

Sylvía Sól íþróttakona Grindavíkur


Sylvía Sól Magnúsdóttir er íþróttakona Grindavíkur árið 2020 fyrir hestaíþróttir.

Allt um íþróttafólk Grindavíkur má finna hér:

Sylvía Sól Magnúsdóttir er öflug íþróttakona innan vallar sem utan. Hún keppti í ungmennaflokki, opnum flokki og meistaraflokki og var í verðlaunasæti á nær öllum mótum sem hún keppti á. Sylvía Sól er í 16 sæti og 21 sæti á stöðulista yfir landið í fjórgangi og tölti. Með forkeppnum, A og B úrslitum telja keppnirnar 10 samtals. Sylvía Sól stundar nám á hestabraut í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ og starfar við tamningar og þjálfun. Hún fékk ekki tækifæri í ár til að verja Íslandsmeistaratitil sinn né keppa fyrir Íslands hönd þar sem stórum mótum var aflýst á þessu ári en Sylvía Sól var í byrjun árs valin í U-21 landsliðshóp Íslands af Landssambandi hestamanna.    

07.12.2020 21:36

Æskulýðsskýrsla

Æskulýðsskýrslu Brimfaxa má finna á heimasíðu LH
eða smella hér

05.11.2020 22:31

Aðalfundur


Það var búið að ákveða aðalfund núna 19. nóvember og stóð til að tilkynna það.
Fundurinn frestast óhjákvæmilega eitthvað í ljósi aðstæðna.
Sent verður út fundarboð um leið og rofar eitthvað til.
Kveðja Ævar.  

03.11.2020 21:30

Þriðjudagsgetraun Eiðfaxa


Þriðjudagsgetraun Eiðfaxa 3. nóv. 2020

Eidfaxi.is linkur: Eidfaxi
Beint á getraun hér: Getraun

12.10.2020 22:30

Tamningar/þjálfunFyrir áhugasama langar mig að bjóða upp á eftirfarandi þjónustu í vetur:
?? Tamningar/þjálfun (er með nokkrar stíur sjálf, svo er hægt að labba á milli húsa)
-einnig í boði að taka hesta í stök skipti (hvort sem er að fara á bak eða hringteyma)
?? Reiðtíma
?? Gjafir, mokstur, hleypa út og setja inn hross
Ég er menntaður hestabúfræðingur, reiðkennari og með tamningarpróf.
Heiða Heiler
sími 840-3988


11.10.2020 22:29

Gæðingaveisla SörlaGæðingaveisla Sörla var haldin 27-29 ágúst sl.
Magnús Máni Magnússon var í 2 sæti á Stelpu frá Skáney í úrslitum í Gæðingatölti 21 árs og yngri.

28.08.2020 13:28

Sumarbeitin búin

Ath- sumarbeitin klárast um mánaðarmótin.

18.08.2020 22:01

Vigdísarvellir

Fyrirhugað er að fara á Vellina helgina 21-23 ágúst.
Áhugasamir um upplýsingar um ferð er bent á að hafa samband við Klöru í síma 660-8815

18.08.2020 21:48

Gæðingatölt

Keppt var í Gæðingatölti á Meistaramóti Íslands í Gæðingakeppni á Hellu í sumar.
Um nýja grein er að ræða þar sem spilar saman Íþrótta- og gæðinga dómar. Gæðingatölt er spennandi grein og Brimfaxafélagar skelltu sér í greinina.
Magnús Máni Magnússon og Stelpa frá Skáney urðu í 3. sæti í opnum flokki 17 ára og yngri og Sylvía Sól Magnúsdóttir og Reina frá Hestabrekku í 4. sæti í opnum flokki 18 ára og eldri.
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1138
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 138866
Samtals gestir: 6058
Tölur uppfærðar: 29.9.2022 02:34:10