22.03.2015 12:08

Hinn stórhuga velunnari félagsins er 60 ára í dag

Kæri Hermann.

Til hamingju með 60 ára afmælið.

Við Brimfaxafélagar sendum þér afmæliskveðjur
og þér og fjölskyldu þinni þakklæti.

20.03.2015 20:34

Hesta- og menningardagur 22.mars

Í tilefni hestadaga sem nú eru haldnir um land allt og menningardaga í Grindavík, langar okkur í æskulýðsnefnd Brimfaxa að fá félagsmenn í fjölskyldureiðtúr og hafa síðan opið hús í höllinni okkar sunnudaginn 22. mars.
Lagt verður af stað frá Brimfaxahöllinni kl. 14:00 og reiðtúrinn endaður inni í höllinni.
Eftir reiðtúrinn verður opið hús þar sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Gaman væri að sem flestir gætu séð sér fært að koma með hest og teyma undir krökkunum.
Kveðja, æskulýðsnefnd.

19.03.2015 21:49

Framhaldsaðalfundur

Kæru félagar.
Framhaldsaðalfundur verður haldinn mánudaginn 30. mars kl. 19:00 í sal Stakkavíkur.
Fundarefni:
Reikningar félagsins
Reiðhöllin
Önnur mál
Kveðja, stjórnin.

16.03.2015 11:59

Kvennadeild Brimfaxa

Kvennadeild Brimfaxa verður með veitingar til sölu til styrktar starfsemi félagsins á traktors- og bílasýningu Hermanns í Stakkavík laugardaginn 21. mars  frá kl. 10:00 - 17:00
Sýningin og veitingarnar verða í sal við Seljabót 7, 2. hæð (gengið inn að ofan)

08.03.2015 12:48

Æskan og hesturinn 2015

Æskan og hesturinn verður sunnudaginn 15. mars í reiðhöllinni í Víðidal.
Sýningar verða kl. 13:00 og 16:00
Allir velkomnir og frítt inn.

05.03.2015 10:03

Hestadagar 19-21 mars

Hestadagar verða haldnir hátíðlegir um land allt dagana 19-21. mars.
Í tengslum við þá verða haldin 2 mót til styrktar landsliðinu okkar í hestaíþróttum, Svellkaldar konur og þeir allra sterkustu.
Landsliðið mun svo keppa fyrir okkar hönd á HM Íslenska hestsins í Herning, Danmörku 3-9. Ágúst 2015.

15. mars Æskan og hesturinn.
Reiðhöllin í Víðidal kl. 13:00 og kl. 16:00 - frítt inn.

19-21. mars Hestadagar
Fimmtudagur - Opnunarhátíð í ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17:00
Föstudagur - Opið hús í hesthúsum landsins kl. 17:00 - 19:00
Laugardagur - Hópreið í miðbæ Reykjavíkur kl. 13:00

21. mars Svellkaldar konur
Skautahöllin í Laugardal kl. 16:30 - 1000 kr. inn

4. apríl Þeir allra sterkustu
Sprettshöllinni kl. 20:00 - 3500 kr. inn.

Frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

01.03.2015 12:55

Hestaferð í sumar

Ágætu Brimfaxafélagar.

Ferðanefndin hefur skipulagt hestaferð í sumar dagana 26/6 til 29/6. Hugmyndin er að byrja í Hvítárdal í Hrunamannahreppi og fara þaðan um Brúarhlöð, með Hvítá að vestanverðu um Brattholt og Gullfoss og síðan með Kjalvegi í Fremstaver 20-25km.
Dagur 2 Fremstaver Svínárnes farinn Bláfellsháls norður fyrir Hvíárbrú svo austur fyrir Jökulfall og í Svínárnes þetta er lengsta dagleiðin sennilega hátt í 30km.
Dagur 3 Svínárnes Helgaskáli þetta er þægileg dagleið bæði farin reiðgata og gömul trússbraut sennilega innan við 20 km.
Dagur 4 Helgaskáli Mástunga þetta er skemmtileg leið farið niður með Stórulaxárgljúfri að vestan niður á eyðibýlið Hrunakrók þar austur yfir Stórulaxá og veiðveginn í Mástungu 20-30km.

Reynt var að velja leiðir þannig að dagleiðir yrðu ekki mjög langar.
Hámarksfjöldi er um 20 manns.
Þeir félagar sem hafa ætla að fara eru beðnir að skrá sig hjá ferðanefnd fyrir 1 maí.

Skráningargjald er 5000 kr. fyrir manninn sem rennur svo upp í kosnað þegar gert verður upp. Þetta er ferð sem flestir eitthvað vanir reiðmenn ættu að geta farið svo er ekkert mál að fara í bíl einhverja áfanga ef fólk vill. Mælt er með að þeir sem vilja ríða alla áfanga hafi a.m.k. 3 fullgerða hesta. Stefnt verður að því að hafa matarinnkaup og matseld með svipuðu sniði og í síðustu ferð og reynum endilega að hafa eins gaman.

Fyrir þá sem una hestinum er fátt betra en ferðalag á hestum með góðu fólki. Ef eru spurningar er best að hafa samband við Ævar í síma 892-7094.

Með kveðju ferðanefndin.

27.02.2015 22:36

Myndaalbúmið

Eldri myndir eru nú að rata í myndaalbúmið.
Fylgist með.

25.02.2015 14:28

Félagsreiðtúrinn

Nokkrar myndir frá félagsreiðtúrnum eru komnar í myndaalbúmið.
Við þökkum Jóhönnu Harðar og Sylvíu Sól fyrir myndirnar.

23.02.2015 12:20

Reiðtúrinn á morgun

Minnum á reiðtúrinn á morgun þriðjud. 24. feb. kl. 18:00
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu.

21.02.2015 21:47

Vetrarleikar Sóta

Fyrstu opnu vetrarleikar Sóta var 21. febrúar. Vetrarleikar Sóta er 3 leikja opin mótaröð og stigakeppni.
Brimfaxi átti fulltrúa á mótinu, en Sylvía Sól Magnúsdóttir keppti í flokknum 17 ára og yngri.
Árangur Sylvíu var eftirfarandi:

3 sæti eingangur / tölt, á Fenju.
5 sæti Smali, á Byr.

Styrktaraðili Brimfaxakeppanda var Bílaverkstæði Högna.

Brimfaxi þakkar Sótamönnum kærlega fyrir skemmtilegan dag og höfðinglegar móttökur.

20.02.2015 21:59

Stóhestadagatal

Þeir krakkar sem keyptu jakka eða úlpu fengu sent stóðhestadagatal 2015 sem LH gefur út.
Ef dagatalið hefur ekki skilað sér, má hafa samband á [email protected]
Dagtal LH má einnig nálgast í hestavöruverslunum.
Æskulýðsnefnd.

20.02.2015 13:06

Reiðtúr nk. þriðjudag

Sameiginlegur reiðtúr verður þriðjudaginn 24. febrúar.
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 18:00
Hlökkum til að sjá ykkur.

16.02.2015 19:06

Samstarf Úrval útsýnar og LH

Heimsmeistaramót í hestaíþróttum verður haldið í Herning í Danmörku 2 - 10 ágúst 2015.
Landsamband hestamannafélaga, landslið Íslands og Úrval útsýn eru í samvinnu með ferðir á mótið.
Allar upplýsingar má finna á vefsíðunni hér: http://www.urvalutsyn.is/9447

Með kveðju

Jóhanna Gunnarsdóttir
Landssamband hestamannafélaga /
Landsmót hestamanna ehf.
Íþróttamiðstöðinni Laugardal
104 Reykjavík
s. 514 4030
 

Flettingar í dag: 3597
Gestir í dag: 277
Flettingar í gær: 1612
Gestir í gær: 130
Samtals flettingar: 549100
Samtals gestir: 58830
Tölur uppfærðar: 21.6.2024 22:59:35